sunnudagur, júní 29, 2003
jájá það er langt um liðið... neinei það er langt síðan ég hef verið hérna... ca. 3 vikur eða eitthvað. En svona er þetta þegar maður er að vinna úti á landi og það er ekkert símasamband og maður kemur bara heim um helgar og þá nennir maður ekki að fara í tölvuna. Það er nefnilega svo yndislegt að kúpla sig út úr yðandi stress samfélaginu í Reykjavík og fara upp í sveit þar sem maður spáir ekkert í því hvað klukkan er heldur fylgist bara með því hvaða dagur er... og stundum nær það ekki einu sinni svo langt. En hér ætla ég ekki að dvelja lengur skrifa meir í næstu viku því þá verð ég komin í bæinn!!! see ya...
|