<$BlogRSDURL$>

laugardagur, mars 11, 2006

Myndir og fleira 

Þá er ég búin að setja myndirnar á netið úr kvennaferðinni og búin að fá slóð á þrjár aðrar síður. Endilega kíkið.
Mínar myndir - humm næi ekki að finna út úr því... en linkurinn kemur :)
Tinnu myndir
Síða 1 og 2

Haldiði þið að ég hafi ekki bara skellt mér á djammið í gær. Var svona líka lengi í skólanum, kíkti á Ölstofuna og fékk mér bjór og fór að læra. Þaðan lá leiðin til Steinunnar niður á Mojo, og svo var kíkt á Ara og endað í góðri stemmningu á Kofanum. :) Svo bara nóg að gera, skóli aftur í dag og aftur á morgun.

|

miðvikudagur, mars 08, 2006

Kvennaferð 4x4 - 2006- 

Mikið vildi ég að tíminn gæti staðið í stað stundum. Sólin fengi að hanga í skýjunum og hleypa þessari æfintýralegu byrtu á okkur sem kemur þegar hún sest. Bara ef sólin gæti verið þannig í heilan dag, á leiðinni að setjast. Mér finnst það fallegasta byrtan í heimi - dagur að kveldi komin- Því þá verða svo stór kaflaskipti, fólk setur í anna gír. Sækir sér peysu, fær sér heitt að drekkar, róast niður og undir býr sig fyrir svefninn. Allt í æfintýralegri gulri byrtu með himininn fyrir ofan sig í ýmsum litum. Svo hugsa ég til ferðarinnar um helgina. Ég var hálf fúl á leiðinni í bæinn, langaði svo að vera lengur á fjöllum. Halda áfram að leika mér og þurfa ekki að taka lífið af alvöru að nýju. En svona verður þetta að vera og tímann er ekki hægt að stoppa. En ég gæti haldið aðeins í þessu helgi með því að skoða myndirnar mínar og segja ykkur aðeins frá ferðasögunni. Hópurinn minn, #2, hittist ásamt hópi #1 á Select á leiðinni út úr bænum. Þar var tekinn mynd af okkur og við skreittum bílana í okkar hóp. Skreytinginn var bleikur G-strengur í fallegum bleikum borða. :) Ferlega smekklegt.
Nú loks var svo lagt af stað eftir mikla tilhlökkun. Stefnan var tekin á Kjalveg, þaðan í Kerlingarfjöll og svo í Setrið. Þetta byrjaði að vanda mjög vel, flenni ferð á fólki og aðal brandarinn í talstöðvunum var ,,nærbuxurunar eru aðeins komnar of hátt upp, við þurfum að stoppa og laga þær" ,,þú togar kannski aðeins í nærbuxurnar" og fleira svona fyndið :p Það fór svo allt úr böndunum þegar komið var á Kjalveg því hann var holóttari en sigti og ferlega illa farinn með djúpum sprúngum og ís út um allt. Þarna hossuðumst við í allt of langann tíma og ég fékk að spreyta mig í ökufærni jeppabifreiðar og stóð mig nú bara nokkuð vel. En hætti að keyra þar sem við komum að fyrstu ánni. Hún var nú samt bara lítil spræna og ekkert til þess að bleita sig yfir. Það var ekki fyrr en við komum að Gýjafossi og áttum að fara yfir ána þar að fólk/bílar fóru fyrst að bleita sig. Hún var nokkuð djúp og aðal vandamálið var að bakkarnir voru svo ferlega sleipir. Við gíruðum bílinn og sjálf okkur og æddum svo úti, hjökkuðum í bökkunum í smástund og hefðum meikað þetta í einum rikk ef ekki hefði gleymst að setja lokurnar á. Nú þarna var niða dimmt og við ákváðum að bíða í svolitla stund ef hópnum á eftir okkur svo þær myndu nú sjá eitthvað. Á meðan rúlluðum við bílunum til og frá svo allt myndi nú ekki bara frjósa og byrjuðum að horfa á DVD ;) (munur að vera með fartölvuna með sér því það er lítið not í GPS-inum þegar bíllinn er ekki á ferð) Svo loksins héldum við áfram. Eftir þetta er ekki mikið að frétta af ferðinni. Vorum kominn inn í skálann rúmlega eitt. Þá var öllu skellt inn, tekinn upp bjór og slappað af eftir mikla keyrslu. Það var svo kallt í skálanum fyrir svona litla kuldaskræfu eins og mig að ég svaf hálflítið þessa nótt. Laugardagurinn byrjaði svo bara í róleg heitunum ég man ekki alveg hvert við ætluðum að fara því plöninn breyttust skyndilega þegar við heyrðum í talstöðina að Cheerókí-inn hefði dottið í stóra stóra holu, svona bara gjótu.
Þarna stóðum við hátt í tvo tíma og komum honum upp á endanum lítið sem ósködduðum, því lík heppni. Við enduðum svo laugardaginn á að aka í Hrauneyjar með nýja heilbrigðisráðherran okkar hana Siv sem þurfti endilega að skella sér á fund í Washington daginn eftir. Eftir mikið baksl þar sem mikið stopp varð við einn díselbíl sem hafði bleitt sig aðeins of mikið í ánni deginum áður dafði okkur drjúgan. Sem var ekki nógu gott þar sem bíll í hópnum var með grillkolinn en þetta hafðist allt að lokum og kvöldmaturinn yndislegi var borðaður um hálf tíuleitið, ásamt kærkomnum bjór! Kvöldið endaði snemma sem var alveg frábært enda allar orðnar vel þreyttar. Upp rann svo blíðskapar sunnudagur þar sem bílinn "okkar" bilaði á sama stað og í fyrr. En ekki sömuhlutrnir, veit ekki alveg hvað var að, hosafarin og mótorpúði og eitthvað bull. Við vorum á leiðinni í átt að Langjökli þegar þetta gerðist. Skelltum okkur þá bara inn á Kjöl og ókum einar þar sem eftir var. Ekki leið þó á löngu þangað til við urðum varar við fleiri kvennaferðarkonur á leið í bæinn og ekki var allt stuð úti enn. Við spóluðum talsvert, ein bíla, en redduðum þessu alltaf. Eftir langa mæðu og mikið puð komum við loksins á Gullfoss þar sem tjónadeildin (eins og við kölluðum það) hittist. Þangað komu klessubílarnir, annar hafði runnið til í hálkubletti í brekku á Kili og runnið framan á neðribílinn, góð beigla á báðum, Diskóinn (landrover) hafði verið að fara yfir frosna á þegar hann heyrir brak og bresti og pommpar með aftur endan ofan í á (svartá eða eitthvað) þar sátu þær fastar í dágóðastund og ýmislegt fór, straumbreitir og tölvan og eitt og annað losnaði. Svona var þetta. Ferlega skemmtilegt og hreint frábær ferð. :) Það er eins og það gerist fleiri og fleiri óhöpp með ári hverju en við gellurnar á 4 runnerinum höldum okkur við hægra framdrekkið. ;) Lifið heil.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?