<$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 28, 2005

Komið að þessu 

Afskaplega var nú fallegt og huggulegt að vakna í morgun. Vindurinn hvein alveg á fullu fyrri utan og snjórinn dansaði svo listilega í takt við vindinn. :)
Veturkonungurinn kom semsagt í nótt eða eitthvað og byrjaði að bögga borgarbúa höfuðborgarinnar sem hafa haft það ansi gott svona miða við aðra landsbyggðarbúa. Tími til kominn að við fáum smá bögg frá konginum og fáum að finna fyrir því hver það er sem ræður og við fáum lítið við ráðið, verðum bara að halda okkar striki og afhverju þá ekki að njóta þessa. Mér líður alltaf svo lifandi þegar veðrið lætur svona eins og það lætur núna. Móðir náttúra sér um sína.
Hafi þið pælt í því svona vegna þess að jafnréttisbaráttan er í mikilli umræðu og í tilefni kvennafrísdeginum. Að þá talar maður um vetrukonung og vindurinn heitir Kári. Þetta eru karlmannsnöfn/orð. Ekki finnst mér mikið til koma að breyta þeim neitt í átt til jafnréttis því hver er það sem ræður síðan yfir öllu þessu? Jú það er hún móðir náttúra. Og þarna er kvennmans orð. Og engin ástæða til að breyta því því við konur erum þungamiðja alls ;) Bendi ykkur á að lesa pistil Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu sem kom út í vikunni. Þar talar hann svo skemmtilega til konunnar sinnar. Og svei mér þá ef maðurinn hefur ekki bara batnað eftir að hann giftist... :p

(...benda fólki á að hér þarf ekki að taka öllu sem 100% hlut, varpa bara þessu svona upp og fólki frjálst að túlka og hugsa hvernig sem það vill. þetta eru bara vangaveltur...)

|

fimmtudagur, október 27, 2005

Ástarfleyið 

Halló halló allir!!!!
Bara svona minna fólk á Ástarfleyið sem er kl.21:00 í kvöld á Sirkus! :)
Finnst svona að fólk eiga að horfa á þetta sko... þetta er algjör snilld!!!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?