<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 17, 2006

menningarhelgi 

Svona rétt fyrir helgi, bara að láta heyra í mér ef ég tínist einhverstaðar í ósómanum og kúlturnum um helgina!
I´m on my way to Sykurmolarnir og Edda! :) Jibbý
Hlakka svo til, tryggði mér miða á síðustu stundu á Sykurmolana. Get ekki beðið eftir að fara! :D ...gleymi örugglega að klæða mig ég er svo spennt! :)
Laugardagurinn fer svo í málþing fyrir unga kvikmyndagerða menn og e.t.v. auka aðalfund urkí (zzzzzzzzzzzzzzzz). Kannski verður svo bara djamm og partý og læti um kvöldið, hver veit. Steinunn hefur allavegana ekki haft samband svo þetta er allt saman óráðið.
Svo mun sunnudagurinn eflaust renna upp bjartur og fagur geri ég ráð fyrir. Óska eftir lítilli þynnku þar sem förinni er heitið í kringluna að kaupa allt milli himins og jarðar með henni ólafíu minni. Sú verður verslunar glöð og bara glöð. Að endingu toppast helgin og sunnudagurinn þar sem ég dressa mig upp í mitt fínasta púss og kem mér fyrir í hinum ýmsu sætum á Eddunni!
Alltaf gaman að vera til og vonandi rennur ný vika upp með blómum og miklum fyrirætlunum, lofum og heitum og kannski gjóandi augu staldri við í fyrirheitna landinu!
En það er komi tími á að gera sig klára fyrir tónleika!
Óska ykkur góðrar helgar! :)
love, M

|

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

guðs lifandi fegin 

Það er komið að miðjum nóvember og því gef ég mér það bessaleyfi að tala aðeins um háttíð ljós og friðar sem nálgast okkur svo fljótt.
Fyrir síðustu jól fór trú mín all mikið að þyngja að mér. Ég fór að huga að annari trú og all verulega vikuna fyrir jól og sér í lagi á Þorláksmessu þar sem ég íhugaði að taka þátt í sólarháttíð heiðinna manna. Ég var bara ekki alveg að gúddera ,,þetta". Mér þótti afskaplega vænt um að jólin væru að koma því þetta er partur af lífi manns. Jólin hafa verið haldin löngu áður en ég kom til og hafa alltaf verið haldin eftir að ég kom til. En þarna í skammdeginu innan um öll litlu fallegu ljósin langaði mig bara ekkert... Ég áttaði mig þó seint á því og í rauninni ekki fyrr en að verða ári síðar hversvegna að mér hafi sótt trúar þunglyndi rétt fyrir mestu hátíð mína. Það var ekki fyrr en mamma sagði upp úr þurru og yfir svo mikilli yfirvegun, við mig og Önnu. ,,Eigum við ekki að sleppa því að fara í kirkju á aðfangadag?" Þarna kom það, ég fann fyrir létti og á svip stundu vorum við allar sammála um það að vera bara heima á aðfangadag. Við færum bara seinna í kirkju yfir jólin. Svo nú hlakka ég bara til, að eiga jól án þess að fara í kirkju. Hvernig ætli þetta verði? Jólin taka nú alltaf einhverjum breytingum eftir því sem þau eru haldin oftar. Sumir fá fleiri pakka, aðrir færri. Sumir eru einir aðrir margir. Sumir fara í krikju aðrir ekki. Fjölskyldan hefur verið í báðum hópunum. Þegar ég var lítið barn fór ég í dómkirkjuna með afa og ömmu, og ef til vill fleirum í fjölskyldunni, ég man það ekki alveg. En það sem var skemmtilegast var að sjá einu sinni á ári stjörnuna við orgelið snúast í síðasta lagi kvöldins, síðasta erindi, Heimsumból. Það þótti síðan gaman þegar við fórum í Grafarvogskirkju að í síðasta laginu voru ljósin slökt og allir héldu á kertum, sem er eitt af því fallegasta sem ég hef séð. En, svon´eru jólin...

...mér líður bara eins og stór stjörnu við öll þessu endurminningar brot mín. ...efnið er í komandi sjálfsögu mína ,,Endurminningar stúlku, María" Hún verður gefin út seint og síðar meir.

Myndvikunnar
Biðst afsökunnar ef þetta er of mikið fyrir einhvern.

|

mánudagur, nóvember 13, 2006

Titils laust 

Blogg þurrðin komin í gang, ekkert til að skrifa um nema mína yndislegu daga. Það sem kannski mekrilegast og áhugaverðast er jólaskapið sem herjað hefur á mig undanfarið. Ég kenni því kulda og snjó. Við systurnar vorum einhuga í því að hafa bara notarlegt laugardagskvöld heima í stofu yfir miklu nammi og fullt af spólum. Spólusafnið dugði ekki til og því var haldið út á videó leigu, meðal annars til þess að nýta sér nammidags afsláttinn. Yfir okkur heltist mikill jólaandi svo Polar Express var valin ásamt Raging Bull. Síðari myndin vakti mikla lukku en jólamyndin var svolítið ofboðslega mikið Amerísk og spillti það gríðarlega. Kvöldið breyttist svo í bíó maraþon þar sem ég stóð upp um nóttina búin að horfa á 3 og 1/2 mynd. Murder by number (1/2) og Some like it hot sem var alveg órtrúlega fyndin.
En það er kominn tími á að taka sig til, höfuð beina og spjaldhryggjar ,,meðferð" í dag! :) Hlakka til!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?