fimmtudagur, september 01, 2005
Mynd...
Sá alveg hreint ótrúlega góða mynd í gær. Þetta er svona mynd sem ég myndi ekki leigja í venjulegu tilfelli því þetta er hryllingsmynd (eða, Genre; Horror, Drama, Mystery, Thriller). En bekkjarbróðir mælti með henni svo hún varð fyrir valinu í gær. Myndin er samt engin "bhööö" þér brá Amerísk hrollvekja heldur kemur hún alla leið frá Suður Kóreu og heitir "A Tale of Two Sisters" (Hongryeon Janghwa). Sagan í þessari mynd er alveg hreint frábær og ég hef ekki enþá náð fullkomlega um hvað myndin var og verð því að horfa á hana aftur. Lokin á myndinni eru allveg ótrúlega flott, óvænt mega twist kemur inn í sem fær mann til að halda að maður skilji, en svo er ekki alveg og verður því að horfa aftur. :p Svo var bara líka allt umhverfið svo flott, og það er víst einhver skápur í myndinni sem var það kostnaðar samasta. Og teiknararnir gerðu einhverjar 2000 skissur af settinu áður en það var tilbúið :p Ótrúlega góð mynd og flott sem hefur farið lítið fyrir, mæli eindregið með henni.
Og svo til að róa taugarnar að þá var seinni myndin "Breakfast at Tiffany´s" sett í tækið. Hugljúf og rómantísk mynd sem kom mér verulega á óvart. Finnst hún bara feikilega skemmtileg :)
|
Og svo til að róa taugarnar að þá var seinni myndin "Breakfast at Tiffany´s" sett í tækið. Hugljúf og rómantísk mynd sem kom mér verulega á óvart. Finnst hún bara feikilega skemmtileg :)
mánudagur, ágúst 29, 2005
komin heim í heiðardalinn...
já eða meira svona í voginn og litlu sætu Reykjarvík. Fór niður í bæ í dag og það er alltaf jafn rólegt og gott að fara down town Reykjavík :D
Nú ferðalagið mitt frá Chicago til Íslands var heldur langt. Á flug frá Chicago klukkan átta á þriðjudags kvöldið og það var rosalega erfitt að kveðja alla. Kathy, Erin og Jack keyrðu mig út á lestarstöð og það var svo erfitt að kveðja alla. Jack skildi ekki afhverju ég þurfti að fara, þó ég segði honum að skólinn minn væri að byrja. Og Erin spurði hvort ég gæti ekki bara orðið Au Pair aftur... En það var svo erfitt að kveðja að ég bara gat ekki sagt neitt við þau, gleymdi öllu og fattaði eiginlega ekki að ég væri farin fyrr en ég var orðin ein á flugvellinum og þá var frekar erfitt að gráta ekki. Vildi ekki vera eins og eitthvað fíbbl hágrátandi út í horni :p Nú svo var það flug með British Airways og ég sat í venjulegu farrými, var ekki heppin í þetta skiptið. Sat á milli feits, meðal gamals indverja og meðal gamalli konu. Kallinn sötraði svo hrikalega að ég var næstum búin að slá hann utan undir og konan hóstaði svo svakalega og hélt ekki fyrir munnin að ég var farin að hugsa um að ganga með hvíta læknagrímu. Nú þetta 6, 7 eða 8 tíma flug leið ótrúlega hratt. Þó það hafi ekki verið neitt í sjónvarpinu sem ég var með, allir með sé sjónvarp, og aðal efnið mitt var að fylgjast með hvar flugvélin var á leinni, hraðanum, klukkunni og hæðinni að þá leið þetta allt afskaplega hratt. Allt í einu var ég hálfnuð og svo bara 2 tímar eftir og þá náði ég að dotta pínulítið, þó konan með hóstan hélt fyrir mér vöku. Nú svo lentum við um 10 leitið að morgni í London og ég skellti mér í info deskið og bað um kort og leiðbeiningar til að komast inn í London því nú hófst skoðunnarferð mín um borgina miklu sem ég hef aldrei komið til. Nú ferðinn inn í London og um London gekk mjög vel. Lestarkerfið til fyrirmyndar, allavegana það sem ég sá af því gífurlega umdæmi. Fór á Piccadilly st. þar sem ég tók 2 hæða sightseeing bus og fór í 2 og hálfs tíma skoðunnarferð um borgin. Settist síðan inn á staupastein og snæddi hádegisverð, skrifaði kort og hélt svo afstað í róleg heitunum til baka á flugvöllinn, þar sem ég beið í nokkra tíma og vafraði um eftir að komast í flug með Iceland Air. Það flug gekk mjög vel og vélin rétt rúmlega hálf full. Kósý flug bara. Kom svo heim í faðm foreldra minni en í kalda rok veðrið létt ekki á sér standa og Ísland var just like it used to be ;) Og svo bara svaf ég og svaf enda ekki búin að sofa í meir en sólarhring. Svo var bara haldi út úr bænum á laugardaginn, þar sem lítið ættar mót í Hlíðinni tók við og svo í gær hélt amma upp á áttræðis afmælið sitt. Og núna sit ég bara heima og reyni að læra á iPod-inn minn og setja eitthvað af þessum 2000 lögum sem Mick var svo elskulegur að skrifa fyrir mig. :)
|
Nú ferðalagið mitt frá Chicago til Íslands var heldur langt. Á flug frá Chicago klukkan átta á þriðjudags kvöldið og það var rosalega erfitt að kveðja alla. Kathy, Erin og Jack keyrðu mig út á lestarstöð og það var svo erfitt að kveðja alla. Jack skildi ekki afhverju ég þurfti að fara, þó ég segði honum að skólinn minn væri að byrja. Og Erin spurði hvort ég gæti ekki bara orðið Au Pair aftur... En það var svo erfitt að kveðja að ég bara gat ekki sagt neitt við þau, gleymdi öllu og fattaði eiginlega ekki að ég væri farin fyrr en ég var orðin ein á flugvellinum og þá var frekar erfitt að gráta ekki. Vildi ekki vera eins og eitthvað fíbbl hágrátandi út í horni :p Nú svo var það flug með British Airways og ég sat í venjulegu farrými, var ekki heppin í þetta skiptið. Sat á milli feits, meðal gamals indverja og meðal gamalli konu. Kallinn sötraði svo hrikalega að ég var næstum búin að slá hann utan undir og konan hóstaði svo svakalega og hélt ekki fyrir munnin að ég var farin að hugsa um að ganga með hvíta læknagrímu. Nú þetta 6, 7 eða 8 tíma flug leið ótrúlega hratt. Þó það hafi ekki verið neitt í sjónvarpinu sem ég var með, allir með sé sjónvarp, og aðal efnið mitt var að fylgjast með hvar flugvélin var á leinni, hraðanum, klukkunni og hæðinni að þá leið þetta allt afskaplega hratt. Allt í einu var ég hálfnuð og svo bara 2 tímar eftir og þá náði ég að dotta pínulítið, þó konan með hóstan hélt fyrir mér vöku. Nú svo lentum við um 10 leitið að morgni í London og ég skellti mér í info deskið og bað um kort og leiðbeiningar til að komast inn í London því nú hófst skoðunnarferð mín um borgina miklu sem ég hef aldrei komið til. Nú ferðinn inn í London og um London gekk mjög vel. Lestarkerfið til fyrirmyndar, allavegana það sem ég sá af því gífurlega umdæmi. Fór á Piccadilly st. þar sem ég tók 2 hæða sightseeing bus og fór í 2 og hálfs tíma skoðunnarferð um borgin. Settist síðan inn á staupastein og snæddi hádegisverð, skrifaði kort og hélt svo afstað í róleg heitunum til baka á flugvöllinn, þar sem ég beið í nokkra tíma og vafraði um eftir að komast í flug með Iceland Air. Það flug gekk mjög vel og vélin rétt rúmlega hálf full. Kósý flug bara. Kom svo heim í faðm foreldra minni en í kalda rok veðrið létt ekki á sér standa og Ísland var just like it used to be ;) Og svo bara svaf ég og svaf enda ekki búin að sofa í meir en sólarhring. Svo var bara haldi út úr bænum á laugardaginn, þar sem lítið ættar mót í Hlíðinni tók við og svo í gær hélt amma upp á áttræðis afmælið sitt. Og núna sit ég bara heima og reyni að læra á iPod-inn minn og setja eitthvað af þessum 2000 lögum sem Mick var svo elskulegur að skrifa fyrir mig. :)