föstudagur, janúar 14, 2005
Leiðinleg helgi...
Já þá er komið að því. Það er leiðinleg helgi framundan. Ég stóð endalega frammi fyrir því í gær að eiga bara 60 kr. Svo ég geri ekki mikið um helgina. Planið er eins og allar leiðinlegar helgar að þá ætla ég að glápa á myndirnir á RÚV, hanga heima hjá mér og bora í nefið (hlýtur að vera mikið þar því langt síðan leiðinleg helgi var síðast) og já bara gera sem mest allt sem er sem minnst. :)
Helgar knús til ykkar allra, skemmtið ykkur! :)
|
Helgar knús til ykkar allra, skemmtið ykkur! :)
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Sá vægir sem vitið hefur meira.
Ég verð alltaf jafn pirruð þegar ég sé hversu dónalegt fólk er. Það er allveg vangefnislega fáránlegt hversu sjúkt fólk er! Ég bilast allveg á þessu... fólk er fíbbl, fólk er geðveikt... Nei nei nú er ég kannski aðeins farin að fara oflangt. En það er kannski ekki allveg hægt að láta svona þegar maður er á Hlemmi þar sem fólkið þar er hálf svona klikk... en allveg sama þá var nú samt fullt af fólki þarna sem er með fúlle 5 og kannski einhver með sjötta skilningar vitið :p eníveis... Þá var ég á leiðinni inn í strætó og það var röð (aldrei þessu vant) og fólk svona fer í einhverskonar beyglaða röð... síðan arkar maður fram yfir allaröðina og inn í vagninn og annar maður kemur hinu megin við mig og treður sér áfram og fram fyrir... vá hvað það sauðörugglega úr eyrunum á mér...
|
miðvikudagur, janúar 12, 2005
heimasíða
var að bæta inn heimasíðu skólans... ...endilega kíkja á myndirnar þar... :p
|
Hvað?
Var að horfa á stuttmynd sem skólafélagi minn gerði fyrir lokaverkefnið sitt. Hún var um mann sem fór yfir um af ofmiklu tölvuleikja hangsi. Síðan spruttu upp alskonar umræður um tölvuleiki og áhrif þeirra og aumingjans börnin sem alast núna upp. Þau hljóta að verða heilalausir hálfvitar. Við deildum ýmsum sögum um okkur og tölvuleiki og þær eru nú svona... og bara afþví að hafa hangið í nokkra tíma...
Ef við byrjum á snilldinn Sims2 að þá er sá leikur mjög raunverulegur. Bekkjabróðir minn var í þeim leik og festist í marga marga tíma. Þegar hann kom ósofandi í skólann var hann svo svektur yfir því að féló hafi tekið barnið hans. Og allir yfir sig hissa því hann á ekki krakka. Eftir þetta henti hann leiknum ofan í skúffu. Nú ég hef líka fest í þessum leik og var búin að sitja einn daginn, allt of lengi, í þessum leik þegar ég fer svo og hitti fólk. Ég var þá næstum búin að segja hversu erfitt það er að vera með tvö smábörn. En sem betur fer fattaði ég að ég var föstu í tölvuleiknum og þetta ekki mitt líf.
Svo töluðum við um bardagaleiki og áhrif þeirra. Einhverjir höfðu séð áfram kallana og fannst þeir vera í leiknum þó allt væri slökt.
Og svo saga af snilldar leiknum Tetris en það er mjög einfaldur leikur. Einu sinni fór ég í hann einu sinni á dag. Eftir svoldin tíma fór þetta að hafa áhrif á mig því þegar ég tók upp bók og fór að lesa sá ég alltaf kubbana fyrir mér á milli stafana og var að hugsa hvern væri best að setja hérna og þarna. Og annar bekkjarbróðir minn fór líka flatt á þessum leik. Hann var í einhverri vinnu og hlakkaði alltaf til þegar hann fékk að stafla því þa var hann læf í Tetris.
Já svona erum við rosalega viðkvæm og auðveldlega heilaþvegin. Farið varlega í tölvuleikjunum, lifið heil! ;)
|
Ef við byrjum á snilldinn Sims2 að þá er sá leikur mjög raunverulegur. Bekkjabróðir minn var í þeim leik og festist í marga marga tíma. Þegar hann kom ósofandi í skólann var hann svo svektur yfir því að féló hafi tekið barnið hans. Og allir yfir sig hissa því hann á ekki krakka. Eftir þetta henti hann leiknum ofan í skúffu. Nú ég hef líka fest í þessum leik og var búin að sitja einn daginn, allt of lengi, í þessum leik þegar ég fer svo og hitti fólk. Ég var þá næstum búin að segja hversu erfitt það er að vera með tvö smábörn. En sem betur fer fattaði ég að ég var föstu í tölvuleiknum og þetta ekki mitt líf.
Svo töluðum við um bardagaleiki og áhrif þeirra. Einhverjir höfðu séð áfram kallana og fannst þeir vera í leiknum þó allt væri slökt.
Og svo saga af snilldar leiknum Tetris en það er mjög einfaldur leikur. Einu sinni fór ég í hann einu sinni á dag. Eftir svoldin tíma fór þetta að hafa áhrif á mig því þegar ég tók upp bók og fór að lesa sá ég alltaf kubbana fyrir mér á milli stafana og var að hugsa hvern væri best að setja hérna og þarna. Og annar bekkjarbróðir minn fór líka flatt á þessum leik. Hann var í einhverri vinnu og hlakkaði alltaf til þegar hann fékk að stafla því þa var hann læf í Tetris.
Já svona erum við rosalega viðkvæm og auðveldlega heilaþvegin. Farið varlega í tölvuleikjunum, lifið heil! ;)
þriðjudagur, janúar 11, 2005
bara eitthvað
chillinn smokinn getting stoned... já já og svo framvegis... svona var GSM samtal 17 ára stelpu við vin sinn í strætó áðan, mjög áhugavert... langaði bara að deila þessu með ykkur.
hérna eru líka myndirnar frá ferðalaginu sem var um helgina.
|
hérna eru líka myndirnar frá ferðalaginu sem var um helgina.
sunnudagur, janúar 09, 2005
Vísur Vodka-Rósu
Að baki eru 3 góðir djamm dagar. Langt síðan ég hef djammað svona mikið... En þetta byrjaði allt saman rólega á góðu nótunum á Hverfisbarnum. Þar sátum ég og Þóra og biðum eftir að Unnur hætti að vinna. Þaðan fórum við svo að hitta Unni og Lilju á Næstabar þar sem kvöldið byrjaði fyrir alvöru þegar fyrsti bjórinn var keyptur. Smá saman fór elíta Þjóðleikhússins að streyma inn og endaði kvöldið að morgni föstudags þegar myndalegasti leikari þjóðarinnar bauð okkur góða nótt :) með stóru faðmi og kossi... :p Nú, eftir þynnkuborgara í hádeigismat hjá Lilju fór ég á skóla setningu en hann byrjar á morgun og ég hlakka ekkert smá til! :D Nú svo leið bara dagurinn og ég tók mig til í sumarbústaðarferð. Yfir helgina dvaldi ég svo í góðra vina hóp á Úlfljótsvatni með heiðan stjörnubjartan himin og norðurljós, fullt af snjó, skíta kulda, góðar veigar og volganpott. Helgin var hreinasta snill og ber ég merki þess þar sem ég er öll hrufluð á höndum og fótum, fékk frostbruna og næstum brákaði á mér ristina. Hef heldur aldrei áður verið með svona þurra fætur og hendur... "Góður gestur" leit við sem var nágranninn úr næsta bústað. Hann kom nú bara í einum tilgangi og það var að leifa okkur að hlusta á "Idol diskinn sinn"(eða svona diskur með típískum Idol lögum). En síðan komumst við að öðru þegar hann fór að spyrja hvort við áttum eitthvað meira en áfengi? Honum var rétt sígaretta og hann bara já maður lýst vel á, en þegar hann tekur smók þá bara oj, nei... eitthvað sterkara! Já svona var þetta og hann dó næstum í pottinum hjá okkur. En því var reddað og við sendum hann inn í sturtu og skyndilega var maðurinn farinn en skildi því miður eftir diskinn sinn.
Vona að fleiri hafi átt góða helgi, þakka lestninguna og lík þessu á kvæði sem bústaðarfólk er búið að vera með á heilanum síðan í gær!
Vodkinn minn og vodkinn þinn
ó þá góðu veigar
mitt er þitt og
þitt er mitt
þú veist hvað ég meina ;)
|
Vona að fleiri hafi átt góða helgi, þakka lestninguna og lík þessu á kvæði sem bústaðarfólk er búið að vera með á heilanum síðan í gær!
Vodkinn minn og vodkinn þinn
ó þá góðu veigar
mitt er þitt og
þitt er mitt
þú veist hvað ég meina ;)