<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 22, 2005

Föstudagur... 

Jæja gott fólk, pínu lítið stittri færsla í þetta skiptið, sorry veit að hin var/er mjög löng en bara þurfti að segja ykkur svooooo mikið! ;) OK! En sem sagt þá er þetta allt saman að verða raunverulegt. Er í Chicago!!! :) Og Jack man alveg eftir mér, sagði í gær að ég liti öðru vísi út, hárið. ;) sætur og orðinn svo stór og klár... vá... :O En sem sagt þau eru farin upp í sumarhúsið sitt, fóru í dag og ég og Lisi förum á morgun. Það trúir okkur enginn til þess að vakna snemma til þess að vera komin fyrir hádegi en eru samt alveg viss um að við rötum. Og þar sem ég er eldri sagði Lisi að ég ætti að hafa yfir umsjón með vegavísbendingunum... well see... Ég verð nú að segja að ég er vanari að aka, hún var að lýsa því fyrir okkur að á miðvikudaginn kom þessi líka rigning og það var varla hægt að sjá, uss... maður hefur nú lent í öðru eins, keyrandi á hálendinu í miklu snjó og snjókomu eða bara innan bæjar í þokkalegum vindi (og ekki hef ég nú mikla reynslu af þessu) any ways... þið höfum sem sagt planað að legga súper snemma afstað, vona að það gangi eftir, svona um 6 eða 7 leitið, hringja svo um 11 leytið því við eigum að hringja og láta vita þegar við leggjum afstað... nú semsagt þá verður ca. klukkutími í okkur en þau halda þá bara að við séum nýlagðar afstað, segjum að við höfum sofið yfir okkur og eitthvað bull... :p hehe... okkur finnst þetta mega fyndið. En sem sagt eftir smá stund förum á Cheesee factory til þess að fá okkkur að borða því það er ekkert til í húsinu. Og Lisi kveður örugglega eitthvað af vinkonum sínum... but over and out... ;) segi ykkur ferðasöguna við fyrstatæki færi og á morgun hitti ég Erin!!! ví hí....!!!! :D

|

Útlandið heillandi fagur blátt... 

En eins og eitthvað skáld eða eitthvað sagði ,,Fjarlægðin gerir fjöllin blá" -og langt til Húsavíkur ;) hahaha... bara fyrir ykkur darlings. En svona öllu bulli slepptu að þá er ég náttúrulega búin að breyta lyklaborðinu á tölvunni hérna í íslenskt. Verð náttúrulega að nota þessa vitneskju mína, kunna að breyta lyklaborðinu yfir í annað tungumál ;) og í leyðinni skellti ég því á þýsku líka ;) I know ég er svo góð! En ég er sem sagt lent heil og höldnu hérna í USA. Ferðalagið gekk vel fyrir sig þó ég sé enþá fúl út í flugfreyurnar fyrir að hafa þotið framhjá mér með söluvaginn sinn því ég ætlaði að kaupa hjá þeim í Saga bútikkkk (eða hvernig sem þetta er skrifað) gjöf fyrir Kathy og Mick, en fyrir vikið kaupi ég bara þeim mun meira rauð vín til þess að fara með upp í bústað ;) jájá... en sem sagt þá fór ég til London og um leið og ég heyri í vegabréfs skoðaranum sagði ég "Hello" með eins fallegum breskum hreim og ég gat. En breski hreimurinn var ekki lengi á vörum mér því um leið og ég fór að tala ensku duttu orðin út á ameríska vísu. But that was OK! Nú ég var stödd í Terminal 2 og þurfti að færa mig í Terminal 4. Ég var alveg vilt og ráðalaus að leita aðeinhverju sem ég vissi ekki alveg hvað var og gat því ekki spurt neinn. (Núna er ég sem sagt búin að sækja töskuna mína og svona og komin ,,út"). Svo ég byrjaði á því að röllta í vitlausa átt því ég var að fylgja vitlausu skilti, kom svo til baka og var orðin dauð þreytt í hendinni eftir að rogast með þessa tösku í eftirdragi. Fór upp einhvern pall, settist niður í smástund og horfði á mannlífið, gekk svo áfram og burðaðist með töskuna niður einhver heil 5 þrep. Lagði hana niður og rétti hana af. Var búin að taka stefnu ,,láta örlögin ráða". Leit svo í kringum mig afskaplega rólega þegar ég sá að rétt hjá stiganum var aflíðandi brekka, gert fyrir hverskonar hlut á hjólum, töskur, kerrur, hjólastóla o.fl. :) Æðislegt, á meðan ég furðaði mig á þessu að hafa ekki litið betur í kringum mig þá sá ég það. Sá ljósið. Gula skiltið með svörtu stöfunum. TERMINAL 4!!! Jibbý. Og afstað hélt ég, terminal 4 og ég gekk og gekk og gekk og hendin var alveg að slitna vegna töskunar að þá kem ég loksins að lyftu og ég á að taka hana til þess að komast í lestina sem flytur mig í Terminal 4. Inn fer ég og ýti á eitthvað Express eitthvað merktan hnappa. Á lyftunni eru svo tvær hurðar og á þeim eru lesskilti, yfir þeim renna rauðir stafir sem segja að á þessari hurð ferðu út í Terminal 4 hinu meginn á hinni hurðinn segir að maður fari út hér til þess að fara í London Express... bla bla bla... ég kem niður og hurðin opnast bara öðru meginn og ekki á réttum stað fyrir mig. Svo ég fer aftur upp, í lyftuni hugsa ég, ýti aftur niður og tók áhættuna að fara bara út. Og ég gerði það og við mér blasti Terminal 4 Platform 1, London Express Platform 2. Og handan við hornið var einmitt platform 1. Og ég beið eftir lestinn sem átti að koma eftir 10 mínútur, og af því ég beið að mér fannst lengi var ég farin að hafa efasemdir og tíma skiltin hefði verið hægt að misskilja svo ég sat þarna ein og stressuð en náði svo að jafna mig þegar lestin kom og tölvuröddin í hátalarakerfinu tilkynnti að þessi lest færi að Terminal 4. LOKSIN! Og þetta var mega fansý lest og að fyrstu sín að dæma hélt ég að ég væri aðfara að leggja af stað í langferð því það var sjónvarpsskjár og einhver kona að tala og babbla um öryggisatriðin um borð og hvernig þessir og hinir (fyrirtæki eða eitthvað) ætluðu að gera okkur þessa ferð sem mest ánægjulega. Þegar komið var í Terminal 4 var öll leitin ekki búin. Ég hitti fyrir leiðinlegan breskan afgreiðslumann fyrir British Airline sem hjálpaði mér ekki neitt. Fyrir tilstilli vísbendinga frá honum fór ég og hitti fyrir eldri breska konu sem vann fyrir samastað. Hana spurði ég eitthvað og hún benti mér í áttina að manninum, ég setti upp einhver hissa og "are you sure" svip og hún varð pínulítið móðguð og setti upp "já ég er að segja þér satt sweetie" svipinn sinn og í því fór ég. Sá svo life saverinn minn Custumer Servise desk. En ég beið líka og beið, og þegar röðin kom að mér fór afgreiðslugellan eitthvað í burtu með viðskipta vininn. Og eftir stóð ég ein og tótalý lost. Við borðið var síðan þessi yndislegi maður sem spurði hvort hann gæti hjálpað mér og þakka ég kærlega þessum manni fyrir að hafa loksins bjargað mér því hann var svo frábær! Hann sagði mér hvar ég ætti að láta töskuna mína og talaði við mig eins og ekki væri neitt sjálfsagðara og hlustaði, ekki eins og allir hinir sem bara brettu enþá meira upp á sér nefið og hlustu 30%. :p Svo ég setti ferðatöskuna mín loksins í geymslu, fann skilti sem stóð á Restauran/Bar og fór þangað, á leiðinni sá ég meira að segja Starbuck og þangað var ferðinni heitið morguninn eftir. Nú svo ég fór og fékk mér bjór og mega góða samloku, hefði samt ekki mátt vera seinni því eldhúsinu var að loka og þjónninn sagðist gera þetta bara fyrir mig :p tí hí... Og mikið var gott að fá sér bjórinn, setjast aðeins niður og chilla áður en ég fyndi mér svefnstað fyrir kvöldið. Og þjónninn var mega næs, kom með diskinn minn og af því hann vissi að ég ætlði að vera þarna um nóttina þá gaf hann mér aukasamloku til að taka með, sem kom sér að góðum notum. Og það leið ekki á löngu uns eldri maður kom og fór að spjalla upp úr þurru. Þetta var skoti að koma frá Belgíu á leiðinni með rútu til Manchester. Talaði við hann heil ósköp og þjónninn kom svo og talaði við okkur líka í smástund. Síðan þurfti maðurinn að fara en gaf mér bjór í kveðjuskini, ferlega næs. Svo var bara haldið áfram að chilla þar til allt lokaði og ég fann mér stað þar sem fullt af fólki svaf og fann mér tvo bekki til að setja saman. Ég náði nú ekki að sofa mikið því það var svo mikill hávaði í kring, ekki frá fólkinu heldur manninun sem var að þrýfa gólfið á stórri þryfvél og svo var brunakerfið testað næsta 1 og 1/2 tímann og svo loksins gat ég sofnað í klukku tíma eða þegar einhverjir gaurar byrjðu að laga staurana sem eru notaðir fyrir raðirnar. Þá fór ég að lesa og gat svo sofið í ca. 2 tíma, en þá var líka kominn tími til að fara og hlýja sér og fá sér Starbucks! :) ummm hvað það var gott... síðan beið ég meir, og meir... og sótti svo töskuna mína í geymslu og beið svo meira og meira og LOKSINS, EKKI HÆTTA AÐ LESA!!!!!! Ég gat loksins tékkað mig inn. Og það gekk ekki betur en það að konan sagði "this is your lucky day" fyrir átti ég miða í ágætis sætum en ég hafði færst ofar í enþá betri sæti, bissness klass og það var ekki nóg með það heldur var þetta 2 hæða vél og ég fékk að sitja uppi!!!!!!!!!!!!!! :D Mega geggjaðislega frábært. Og loksins komst ég út í vél eftir en þá meiri bið og áhorf á breskt barnaefni sem var svo pínu skrítið... :p Og við mér blasti nýr heimur, mér leið eins og krakka aftur og hlakkaði til að fá að vita hvernig þetta allt saman virkaði, þetta var eins og fara í flugvél í fyrsta skiptið að komast í svona, og leið eins og Lucy gose to London, ef þið hafið séð þann þátt. ;) Nú fólk fékk sem sagt eitt sæti út af fyrir sig, sem var síðan nokkruskonar hægt að breyta í rúm, fótaskemill var fyrir framan mann, fékk mitt eigið sjónvarp þar sem var hægt að fara í fullt af leikjum, sjá fullt af bíómyndum, hlusta á fullt af tónlist og það sem mér fannst flottast það var að maður gat fylgst með fluginu, hitastig, hraða, hæð, komu tíma o.fl. og hvar við vorum á leiðinni (landakort). Og svo fékk maður matseðil og fékk að panta sér hádegismat. Mega flott og drekka eins mikið frítt og hægt var, og í rauninni var maður étandi alla ferðina... Nú eftir matinn fóru flestir að sofa sem var fínt, gaurinn við hliðina á mér sem var við gluggan dró loksins fyrir og allt var dimmt og ég gat sofnað og mikið var það gott. Ferðin var síðan afdráttarlaus þangað til flugvélin fór að hrisstast og þá vissi ég hvar við vorum, við vorum rétt sunnan við Ísland ;) yes, know the wind ;) :p Já og jidúdda mía. Mér hefur aldrei fundist flugfreyju búiningar neitt sérlega laglegir en þeira þarna hjá British air verða að fá sér ráðgjafa því þetta var versta sem ég hef nokkurtíman séð. (HAHAHAHAHA :D :D :D get ekki hægt að hlægja að þessu, ef ég verð með myndavélina næst þegar ég flýg með þeim þá tek ég mynd af þessu) Nú sem sagt flugfreyjan sem tók á móti þegar fólk kom inn í vélin var í kjól! Já kjól og hann var svona grænn, rauður og hvítur, allt einhverjar svona rendur settar saman í eitt og svoldið svona ´80-legur.. Og hinar voru í svörtu pilsi og skyrtu eins og þessi kjóll. Og mér skilst að það sé eitthvað nýtt í þessu búiningi þeirra... :p þetta var sem sagt það ósmekklegast sem ég hef séð. En allt gekk sem sagt vel og frábært flugferð, ég komst inn í landið og á Irving Park þar sem Lisi átti að sækja mig. Og þetta gekk vel. En guð hvað það var ógeðslegt að koma út, veggur, þvílíkur hiti... úff... :S en þetta venst... en núna er ég örugglega búin að gera lengstu færslu lífs mins hérna á blogginu og ætla að segja þetta gott... á laugardaginn byrjar svo ballið, ég og Lisi förum afstað til Wisconsin :) ;) jamm...
Over and out...

|

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Langferð 

Lang þráð langferð verður loks farin seinni partinn á morgun. En þá eins og flestir ættu að vita verð ég á leið til London og þaðan til USA. Foreldrar mínir hafa sem betur séð séð sér fært um að aka mér út á völl en öllum sem sýndu mér mikin samhug í því að þurfa að taka strætó og rútu og vildu mikið gera til þess að svo færi ekki þakka ég kærlega fyrir. Jæja, dvölin í London verður ekki stórvægileg að þessu sinni þar sem ég ætla sem minnst að hætta mér út fyrir flugvöllinn. Ástæðan er sú að ég hef ákveðið að verja nóttinni á flugstöðinni (Heathrow) og hyggst taka fyrstu kinni af London hægveirsklega. Þetta tengist engan veginn hryðjuverkaárásunum, þetta var löngu ákveðið vegna peningaleysis á sínum tíma. En fyrir vikið hef ég ákveðið að fara mjög seint að sofa í kvöld, kaupa mér svo hin ýmsu tímarit og 1 til 2 Gameboy leiki mér til skemmtunnar og kvöld/nætur styttingar. Svo hef ég komist yfir heimasíðu þar sem hitt og þetta fólk hefur lýst reynslu sinni af Heathrow sem næturstað og líkar öllum vel, sér í lagi þeir sem hafa verið í Terminal 4. Kannski maður taki smá Tom Hanks takta á þetta og raki sig inn á klósetti og svona. En stólarnir í Terminal 4 kun vera betri en Tom þurfti að kvíla á fyrstu næturnar sínar í Terminalinu sínu því ég hef lesið að þar sé hægt að finna armlausa stóla og því ágætis legustaður. Nú ég vonast til þess að geta sofnað eitthvað og ekki verða rænd en ég sá ekki að neinn hafi skrifað um að hafa verið rænt. Verst bara að allar búðir loka yfir nóttina svo ég verð nú eitthvað að byrgja mig upp. Svo verður bara rótstert kaffi drukkið um morguninn og þegar að Ameríkufluginu verður loksins komið þá reyni ég bara sofna og vera róleg í þægilegu flugsætunum. Svo þetta gæti nú bara orðið hið ágætasta hótel, allt til alls. Þrifið nokkrum sinnum á dag, gæsla, veitingastaður og búðir, svefnaðstaðan er kannski ekkert firsta flokks en má láta sé nægja. Já ég hlakka mikið til og get ekki beðið eftir að hitta allt fólkið mitt í Chicago. Ég hringdi út í gær og talaði við Kathy og ég varð svo spennt að ég gat bara ekkert sofnað. Og núna er ég yfir mig þreytt á seinasta snúningi við að þvo þvott og langar svo að sofan en bara get það ekki því þá verð ég með myglaðan þvott þegar ég kem til Chicago. En sem sagt þegar ég kem þangað þá er mér ætlað að taka lest "The Blue line" á Irving Park, sem er sem betur fer gata sem ég þekki. Þar á ég að hringja collect "heim" og segja Lisi að ég sé komin og hún og Jack koma þá og sækja mig. :) Og þegar ég kem "heim" verða allir hinir komnir sveittir heim úr vinnunni. Bæði vegna þess að þau eru að klára að vinna svo þau komist í sumarfríið á réttum tíma og það er svo ferlega heitt þarna. 100°F í gær sem er eitthvað, 35°-40°C eða eitthvað álíka bilaðislega mikið og allt ógeðslega þurtt því það hefur ekki ringt í langan langan tíma. Svo ég verð örugglega bara með sundbolinn í töskunni og bíð á lestarstöðinni í sundbol ég á svo þokkalega eftir að kafna... :S og búin að tilkynna þeim það að ég á eftir að liggja í ísköldu baði og þess á milli sofa vegna allt of mikilla hitabreytinga fyrstu vikuna. Hugsið þið ykkur, helmingi heitar þar heldur en hér og vel það. Sem sagt stórkostleg ferð framundan... ;) Jæja, núna held ég bara að það sé komið gott. Læt heyra í mér þegar ég verð komin og svona. Annað hvort verð ég í Chicago eða Wisconsin að keyra flotta Ford Galaxy blæjubílinn þeirra ;) Það er að segja ef við villumst ekki
over and out...
ps. eitt svona í lokin að því maður er svooo klikk... , er svo óvön að pakka fyrir ferðir til heitra landa að ég hef staðið sjálfa mig að því á nokkra tíma fresti verandi að spá í það hvort ég ætti nú ekki að taka með mér bara eitt stykki ullarsokka og þunnu flíspeysuna, það gæti alltaf orðið kallt.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?