<$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 01, 2004

Leiðni og þreyta 

Já það var tekið hressilega á því í gær. Nú eru fimmtudagar orðnir heilagir því saumklúbburinn Bínurnar koma saman og fá sér bjór, horfa á Alias og fara svo í bæinn. Þannig var það einmitt í gær. Hitti Þóru eftir skóla og við fórum í ríkið og keyptum ódýrasta bjórinn þar sem er alls ekki svo slæmur. Hef nefnilega heyrt fólk tala um hversu slæmur hann sé. Fórum svo í mat til Hillu og það var fjörugt borðhald þar, Bínurnar auk systkina Hillu. Eftir matinn var kominn tími á Alias og var hann spennandi eins og venjan er. Frést hafði að Bítlarnir væru að spila á Hverfisbarnum svo við fórum þangað þegar þátturinn var búinn. Og í 3 tíma, eða eitthvað fullt, héldu Bítlarnir uppi gríðarlegri stemmningu. Þetta var bara allveg eins og í denn því ég hef ekki farið á tónleika með þeim síðan bara ég veit ekki hvenær. Enn mikið hlakka ég til þegar skólinn er búinn, mér leiðist svo og það er einhver þreyta í gangi. Sennilega því ég fór seint að sofa. En þá verður gert skemmtilegt leyndó. Svo verður föstudagskvöldið æði. Er búin að hlakka til og bíða eftir svona kvöldi. Planið er nefnilega að hafa ömurlega leiðinlegt föstudagskvöld. Þrífa fatahrúguna sem safnast hefur saman inn í herbergi og horfa á leiðinlegar bíómyndir í ríkissjónvarpinu. Maður verður nefnilega stundum að hafa svona kvöld og helgar því þá kann maður svo mikið að meta allt hitt. En svona leiðinleg kvöld kalla ég ,,í denn kvöldin" en þetta einmitt minnir mig á þegar ég var yngri og hafði ekki mikið útivista svigrúm og var ekki farin að djamma að þá átti maður oft svona helgar. Nema hvað ég þreyf aldrei. En ég er búin að bæta þeim hluta inn í ekki bara vegna þess ég þarf heldur til þess að gera þetta enþá leiðinlegra. Nú svo er restin af helginn skemmtileg. Erum að búa til sviðsmynd hérna í gamla sjónvarpssalnum en það er verið að taka upp tónlistarmyndband um helgina. Það er verið að vinna í sviðsmynd og ég er eitthvað að búa til pálmatré, eitthvað bull. Svo á sunnudeginum verður tekið upp en ég er ekki viss hvort ég verði með í því. Fer allt eftir þreytu stigi mínu. Sem er mjög hátt þessa stundina og er því ekki bjartsýn.

|

þriðjudagur, september 28, 2004

bara e-ð 

já það er fjör... eða þannig... hef bara ekkert að gera, jú gæti nú svo sem allveg kannski sest og lesið fjölmiðlafræði bókina mína en ekki allveg strax. Það er verið að kjafta á kaffistofunni og því ekki lestrar friður. Er annars bara að bíða eftir að geta gert eitthvað eða eftir að aðalfundur urkí-r hefjist en það gerist ekki fyrr en eftir nokkra klukkutíma. En Esjan er alltaf jafn falleg og húsin hérna í miðbænum. Allgjör draumur að fá að eignast hús hérna. Hann rætist vonandi einhvertíman, svona þegar ég verð orðin rík og fræg leikstjóri eða kvikmyndagerðarkona, eða kannski bara klippikona, hver veit. En hvað segi þið gott? Ekki allir í stuð? Rauða kross fólkið eflaust dauð þreytt eftir liðna helgi enda var þetta ein mesta Rauða kross helgi í mannaminnum held ég bara. ,,Á Flótta" leikur, flugslysaæfing og Skútertónleikar, allt á sama degi. ;) Nokkuð gott bara. Oh, og svo er ég í skítugum bol, ekki allveg að fíla það. Nenni bara ekki heim í strætó að skipta um bol, hanga þar og gera ekki neitt í einhvern tíma og taka svo vagninn aftur niður í bæ því bíllinn er ekki laus á þriðjudögum. Því þá er hundaskólinn fyrir hann Hrapp. En þessi skóli er allgjör snilld, og fullt af sætum, vitlausum hundum. Það er einn tjá váva (kann ekki að skrifa þetta) hundur þarna og hún er mesta frekja sjálfumglaðasti hundur sem ég hef séð. Hlíðir ekki neitt, ríg monntin og nefið lengst upp í lofti.

Verð bara að skella þessu hérna inná. Stelpa í skólanum mínum á 5 ára gamla dóttur og hún er með síðu á barnalandi. Þar eru meðal annars gullkornin hennar en þau eru æði og hérna kemur eitt. ,,V: "Mamma ! Ég ætla að verða lögfræðingur þegar að ég verð stór ! " M: "En skemmtilegt, og hvað gera lögfræðingar ? " V: " þeir búa til lög" :)
lög=tónlist"
Og annað þetta er allgjör snilld ,,"Mamma, búin......" heyrðist kallað úr baðherberginu og eins og vanalega nennir mamman ekki lengur að skeina suma og kallar til baka "skeindu þig sjálf" og eins og ávalt reynir Viðja að komast hjá því að standa í þessu með einhverri afsökun og í dag var hún "En ég er að biðja "... ég kem inn til hennar og þar situr hun á "dæminu" með spenntar greipar ... krúttið ;) Og það er meira... ,,Viðja: Mamma, ef þú deyrð þá á ég ekkert símanúmer..:( Mamma:_Veistu, þú mátt eiga gemsann minn og símarnúmerið mitt ef ég dey ! - Þá færðist breytt bros á andlit hennar...
Ég held að hún hafi verið að pæla í þessu upp á að geta hringt í einhvern ef ég mundi deyja... eða bara af því að hana langaði í símanumer.. hver veit"
Þessi krakkir er allveg bestur sko... ,,Mamma af hverju borar þú aldei í nefið ? M: ég snýti mér bara í pappír. V: En þegar þú ert með hart hor... PÆLINGAR hihi" Þetta er yndislegt barna... ,,Fyrir jólin átti hún súkkulaði-dagatal. Hún er eitthvað að dúlla sér við að opna það og svo upp úr eins manns hljóði heyrist - Vá hvað tíminn líður hratt..." ,,Mamma ! Ohh hvað ég vildi að ég væri kálfur og þú belja. Þá þyrftum við aldrei að fara í vinnu og leikskóla:)
Við vorum á leið heim í strætó eins og vanalega, soldið dasaðar.."
Maður getur ekki bara gefið skít í suma... :) "


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?