<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 24, 2004

Úfff... 

vá hvað þetta er erfitt... er búin að vera að nördast hérna á síðunni frá því ég kom heim úr skólanum í dag og þangað til núna. Er að spá í litabreytingum. Ég hreynlega vissi ekki að ég gæti verið svona mikill tölvunörd :p En hvað með að fá smá ábendingar. Einhverjir litir sem þið vilduð sjá síðuna í? Endilega komið með einhver tilmæli... vantar smá feed back... síðan var orðin ansi skrautleg á tíma bili. Græn, dökkblá, bleik og gul og eitthvað. Mig langar rosalega að hafa bakgrunnin bleikan. Hvað finnst ykkur, og hvernig ættu þá stafirnir að vera? endilega kommenta mar... :) en bíð ykkur bara góðrar helgar, ætli ekki að fara með tölvunörda lyktina mína út í kvöld svo ég ætla að skella mér í sturtu og gera mig vonandi smá sæta fyrir kvöldið! ;) heeh...

Tilvitnun dagins; (í KK því ég er að hlusta á hann núna, Grand Hótel)
,,Tími frosinn, stendur kyrr. Mér finnst ég hafi séð þig fyrr..."

|

föstudagur, apríl 23, 2004

Helgin 

Já þá er helgin að ganga í garð... skóli á morgun og svo vonandi eitthvað skemmtilegt um kvöldið.
Djö. varð ég pirruð í dag. Lagði bílnum í stæði og setti pening í mælin, þegar ég var búin að setja 2 quarters (25 cents) þá sá ég að mælirinn var bara að éta peninginn. Svo ég þurfti að setja Jack aftur upp í bílinn en sem betur fer var næsta lausa stæði beint fyrir framan mig svo ég þurfti ekkert að fara langt og leita. Nú svo ætlaði ég að hringja í stöðumæladótið og láta þau vita af því að mælirinn virkaði ekki en það er bara pengingaeyðsla því það byrjar einhver kona að tala. Og segir að núna sé hægt að borga sektina sína á netinu og heimasíðan er bla bla bla e-d (og hún talar endalaust hægt). Svo byrjar hún að telja upp 10 valmöguleika allt eftir því hvað maður er að hringja út af svo ég skelti bara á því ég vildi ekki vera að eyða tíma og pengin í þetta og ég var mega pirruð... :s
Nú annars hefur þessi dagur bara verið hin ágætasti. Veðrið hefur verið hið bærilegasta, sól og smá hiti. Svo það er ekkert til að kvarta yfir. Planið í kvöld er að skjótast út á videoleigu á eftir og ná sér í 2 spólur eða svo til þess að stytta sér stundir yfir í kvöld! :D

Gleðilegt sumar allir heima!!!! :D

Tilvitnun dagsins; (vitnað í Heimilistóna fyrir snilldar þýðingu á þessu ABBA lagi, Thank you for the music).
,,Ég segi, takk fyrir tónlistina, fyrir þessa góðu gjöf."

|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Í lagi? 

Jæja þá ætti þetta að vera í lagi en það vantar nokkrar síður hérna hjá mér í ýmislegt... endilega ef þið munið hvað var þarna þá plís látið þið mig vita hvaða síður það voru og linkana! :D Takk takk...

|

Viðgerð... 

Kl. 13:48 Heimilstónar settir í græjurnar. Skotist upp og náð sér í diet Coke caffeine free (hef ekki gott af coffeine-i :þ). Ég legg af stað á vit tölvuheimsins til þess að redda blogg rústinu mínu ógurlega. Með bros á vör en sorg í hjart og von um að þetta reddist og að English version gangi upp! ;)

|

"#%Q$&#%$(/#&%(#%/%$"&" 

djöfull er ég pirruð... var að búa til english version af blogginu og hvað haldi þið mér tókst að breyta lúkkinu á þessari síðu... svo næstu klukkutímana eða svo, fer allt eftri því hvenær Jack vaknar og svona og hvort ég hafi nógan tíma til þess að laga þetta aftur... þá "liggur" síðan niðri.... URRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ég og blogg eigum greinilega ekki saman.... og ég er farin að gráta böhö.................. :S :(

|

Áhugavert 

Var að kíkja á spjallið á URKÍ síðunni www.redcross.is/urki og svo umræða, þar sem verið er að tala um palestínska rauða hálfmánann. Mæli með að fólk kíki á þetta og commenti ef það vill og svo að kíkja á þessa heimasíðu http://www.palestinercs.org/EMS_Under_Fire.htm palestínska Rauða hálfmánans þar sem þeir eru eða telja upp árásir á sína menn og sjúkrabíla og annað. Mjög áhugavert.

|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Fannst tilvalið að skella þessum pósti sem ég fékk sendan hingað! 

Nokkrar hugleiðingar varðandi jafnrétti á Íslandi.
Ef við ímyndum okkur að kynjamismununin sem á sér stað í dag sé öfug, þ.e. að karlar eiga undir högg að sækja í ýmsum málum þjóðfélagsinns, þá sjáum við eftirfarandi:

Skólabræður okkar munu hafa einungis u.þ.b. 60% af launum stúlkna í sama árgangi
Stúlkurnar sem voru með drengjunum í bekk munu vera í stjórnunarstöðu í hinum og þessum fyrirtækjum lansinns, drengirnir munu starfa hugsanlega sem aðstoðarmenn.

Sífelld aukning á kynferðislegu áreiti gegn drengjum á sér stað og fæstir þora að kæra

Stúlkur byrla drengjum lyfjum á skemmtistöðum með kynferðislega misnotkun á drengjunum í huga.

Strákarnir eiga sama lagalega rétt og konurnar en ennþá er langt í land.

Karlar eru aðeins um 35% þingkvenna.

Af 12 einstaklingum í ríkisstjórninni er aðeins um 3 karlar ráðfrúr.

Frá árinu 1875 hafa aðeins 18,5% alþingiskvenna verið karlar.

Menn þurfa að stofna sérstakt félag til þess að gæta réttinda sinna svokallað ,,Karlaréttindafélag Íslands” hefur verið stofnað til að reyna að vinna í jafnréttismálum.

Klámvæðing, karlafyrirlitning (þá sérstaklega til þeirra sem reyna að gæta réttinda sinna) og afturhaldsöm viðhorf gegnsýra samfélagið.

Aukið vændi og niðurlæging karla á sér stað í samfélaginu og fjölmiðlum.

Árið 2001 var 24,5% launamunur hjá körlum og konum. Mætti líta svo á að konur væru lausar við virðisaukaskatt miðað við þetta.

Á atvinnuleysisskrá eru mun fleiri karlar en konur

Mun fleiri karlar hafa aðeins grunnskólamenntun, fleiri konur fara í meistaranám og mun fleiri konur fara í doktorsnám en karlar.

Staða kynjanna hefur aldrei verið jöfn. Karlar hafa alltaf verið undirmálsstétt.

Takið eftir að þetta er skrifað í andhverfri mynd raunveruleikans. Þessir punktar eru byggðir á grein skrifaðri af Þresti Frey Gíslasyni félaga í Feminístafélagi Íslands árið 2003. Greinina má finna á vefsíðunni www.kistan.is

undrakvendið

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Always coka cola! :D 

Bænheyrð
Já kókið stendur alltaf fyrir sínu! :D Loksins loksins er Kóka kóla að koma með á markaðinn kaloríu litið kók, YESSSSSSSS!!!! Það verðuru byrjað að selja það í næsta mánuði í Japan og kemur svo í verslanir í USA í júní! :) Þetta kók heitir C-2 eða eitthvað! Allgjört brill!

Indiana
Já í Indiana getur víst verið banvænt að vinna stórapottinn í lóttóinu. Las í blaðinu í gær að 2 menn sem unnið hafa stóra pottinn dóu nokkrum viku eftir að þeir unnu! Því lík hörmung!

Tilvitnun dagsins; (svona í tilefni þess að það er rigning í Reykjavík)
,,Rain dropps are falling on my hed."

|

mánudagur, apríl 19, 2004

Sunnudagur! 

Ég byðst innilegar afsökunnar á að það vantaði íslenskastafi en það er komið í lag. Fattaði það ekki fyrr en of seint og var því bara að laga þá því ég var komin í tímaþröng.
En ég fór í afmælismatarboð til Marge vinkonu minnar (hef víst verið að skrifa nafnið hennar með C-i en núna breytist það... ekki það að hún muni taka eftir því) En já hún átti afmæli á mánudaginn var og host fjölskyldan bauð henni og vinkonum hennar með sér út að borða í tilefni að því. Þessi fjölskylda er hreynasta snilld! Við komum heim til hennar 1/2 6 og þá var hún ekki heima en við biðum bara í róleg heitum eftir henni. Ég get nú ekki annað sagt en að fylgjast með þessari fjölskyldu er eins og að vera í sirkús. Allgjör snilld! Og önnur stelpan sem hún er að passa er 4 ára og allgjör dúlla. Nú svo fórum við á Ítalskanveitingastað og gengum ótrúlega góðan mat, og feitustu afmælisköku ever!!!! Ummm þetta var svo gott. Og áfram hélt fjölskylan að vera eins og í sirkús þegar við vorum að borða. Stelpurnar 2 voru óðar í að taka okkur í skoðunnarferð um staðinn og við öll fengum eina ferð. Ef þær hefðu mátt hefðu allir farið tvisvar eða þrisvar. Nú svo þegar matnum lauk fórum við heim til hennar og á bar þar rétt hjá. Og yngri stelpan var sko ekki til í að fara inn. Hana langaði sko að fara á bar líka. ,,Mamy can I go to a bar?" Ég sagði henni að eftir ca. 20 ár skyldi ég taka hana með mér á bar. Og þá sagði systir hennar sem er að vera 6 ára. ,,You´re going to be dead than." :D hehe... mér fannst þetta besta svar ever!!!! Svo við fórum á bar og þaðan heim... Og á leiðinni heim sá ég líka þessa ofur fullu gellu sem var sko ekki til í að fara heim og var að reyna að draga kærastan á fl. bari en hann var ekki til í það og var að reyna að draga hana heim! :) Stór skemmtilegt! :)

|

sunnudagur, apríl 18, 2004

Lon og don eignuðust London! 

Heiður grámyglulegur himinn, sólin steikjandi á svartbolnum mínum, grasið er orðið grænt, blómin farin að blómgast og flest öll trén sýna grænt. Hleyp inn og sæki mér kók. Það er svo hiett... Lítli garðurinn er að verða fallegur aftur eftir kalda veturinn. Það er búið að setja sólhlífina í holuna á borðinu sem ég sit við. Sandkassinn er kominn í notkun, rennibrautin og klifurhúsið í garðinum, rólan ber Jack fram og aftur. Sápukúlur hylja loftið, hlól, línuskautar, hlaupabretti og hlátrasköll óðra krakka í vor fýling fylla loftið ef tónlistin er ekki of hátt stilt. Núna fylla drunur mótorhjóls loftið eins og öskrandi ljón. Svali nágranni minn var að koma heim. Ekta amerískur mótorhjóla töffari. Á Harley, fimmtugur með tattú, sítt grátt hár og með skegg, svartur klútur hylur efsta hluta höfuðsins, ermalaus jakki með Harley Davidson merkinu aftan á. Hann stoppar og spjallar aðeins við Mick og Kathy en ég heyri ekki mikið því Jet Black Joe halda mér kompaníi. (She moved away, another way...).

Endursögn...
Ég var nú aðeins búin að segja ykkur frá föstudagskvöldinu. En ég bara nennti ekki að segja ykkur frá hommagaurnum sem við hittum. Ja við höldum allavegana að hann sé hommi því allt í framkomu hans bendir til þess. Nú ég veit ekki allveg hvernig við hittum hann en ég skellti mér á WC-ið, eins og venja er við bjórdrykkju. Þegar ég kom til baka var þessi gaur að tala við stelpurnar. Svo fer hann og Iris og koma stuttu sinna með staup, kallað Snake bite. Nú hann segir að þetta sé svona afmælis eitthvað og byður okkur um að drekka með sér í tilefni afmælis síns í síðustu viku. En eftir á sé ég að þetta er ömurlegasta pick up lína ever. Því svo var hann alltaf að reyna að fá afmæliskoss á muninn frá okkur... heeh en seinna um kvöldið á öðrum bar náði hann stelpu svona! ;) En hann var fínn á þann hátt að við fengum frítt áfengi. ;) En annars var hann allveg glataður. T.d. þegar við vorum að spá í að fara annað; ,,Hér sko eigum við að fara annað? Ég sko vi lekki vera að fara annað, nei sko ef þið viljið vera lengur þá er það allt í lagi. He... ég vil ekki vera ýtinn en, sko ef þið viljið vera hérna þá er það OK. En bíddu leifðu mér að orða þetta betur. Vilji þið fara annað eða vera hérn, en ég vil ekki var ýtinn. Hvað vili þið gera?" Og þetta var svona allt kvöldið. Nú svo fórum við á endanum því staðnum lokaði, og skelltum okkur niður í bæ. Við tókum leigubíl frá staðnum og bílstjórinn var mjög skemmtilegur. Við sátum öll 4 aftan í, gaurinn hélt í höndina á mér og ég var að reyna að dissa hann og tala við bílstjórann sem er frá eyju í Afríku sem til heyrir Gana og er við Atlantshafið. Hann sagði mér að ef maður ættlaði að fara til Afríku að fara þangað því það er svo markt að sjá. Nú svo var gaurinn alltaf að reyna að káfa á hnénu á Marce, sem sat við hliðina á honum og aumingja Iris var allveg komin í kremju hinu meginn því Marce var alltaf að reyna að færa sig. Nú við fórum á einhvern stað sem ég man ekkert hvað heitir og þar virkaði afmælis pick up línan feina vel! Og við sáum sem betur fer ekkert meir af þeim gaur en við fundum okkur annan strák sem við fórum heim til í eftir partý. Hann var með magnað mjúkt teppi á gólfinu. Nú það gerðist ekkert þar því við vorum bara að spjalla og syngja með diskum og Marce sofnaði í sófanum! Og þannig var það

Laugardagur
Þetta var hinn rólegasti dagur. Vaknaði um 11 (eftir allt of litlan svefn). Fór upp, fékk mér ristað brauð og appelsínu safa og jónaði Kathy og Erin úti. Sat fyir framan húsið í dágóða stund þar sem ég lét sólina skína á mig, fór svo í tölvuna og... svo í sturtu því ég ætlaði að hitta stelpurnar um kvöldið og við ætluðum að borða saman! Nú kvöldið var mjög rólegt og ég var komin heim kl.10 og fór að horfa á Charlie Chaplin DVD sem ég keypti um daginn. Allveg var ég búin að gleyma hvað hann er fyndinn, þetta var allveg snilld og ég veltist um af hlátri. :D Nú ég er með þetta sár mitt á heilanum... ég þreif það rosalega vel eftir sturtu og setti svo eitthvað bakteríudrepandi krem á það sem virkar vonandi og svo feitan plástur yfir, sem minnir mig á það að ég þarf að kaupa plástur á eftir. Auðvitað þurfti þetta að gerast eftir að ég sendi Önnu heim með first aid töskuna mína en hún hefði sko komið sér vel núna! :) Nú jæja...

Kanar og Ísland
Það er svo mekrilegt þegar maður talar við fólkið hérna og segist vera frá Íslandi þá segja þeir strax, Reykjavík. Nú ef þeir vita ekki hvað verið er að tala um segja þeir ekki neitt og eftir smá stund Ireland! Þá segi ég þú hefur greinilega ekki farið til Alaska, eða veist greinilega ekkert um Alaska. :p Nú ég var spurð af því af hommagaurnum á föstudaginn hvort Sykurmolarnir hefðu verið eitthvað frægir á Íslandi. Mér var frekar fátt um svör. Getur einhver sagt mér svarið?

!!!!!!!!!!!!!ATH!!!!!!!!!!!!!!!!
Er einhver til í að útskýra fimmund fyrir mér? Og gefa mér nótna dæmi!!!

Tilvitnun dagsins; (Jet Black Joe)
,,So why can´t we al fly away?"

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?