<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júní 14, 2006

Kalvinn 

Merkis dagur í dag! :) Óska nýbökuðum foreldrum, Fanný & Sverri, TIL LUKKU MEÐ DRENGINN. :D Lang þráð stund þeirra og að sjálfsögðu okkur Bínanna runnin upp. Ætli hann hafi ekki bara verið að bíða eftir henni Hillu okkar sem er núna loksins komin heim. ,,Nýr" meðlimur kominn í hópinn. :) Hlakka rosalega til að sjá hvítvoðunginn.

Annars er lítið annað að frétta af mér nema það að ég er að vinna bara á fullu. Nóg að gera og lítið annað gert en sofið þegar heim er komið.
En tími á háttinn... Góða nótt

|

sunnudagur, júní 11, 2006

Viðhorfskönnun 

Það er eitt sem mér finnst afskaplega leiðinlegt og það er varðandi viðhorf fólks til hluta. Ég ætla mér ekki að gagnrýna þetta þannig að fólk megi ekki hafa sín viðhorf. Það er allt í lagi, það er bara smekks atriði eins og fyrir bílum. En sum viðhorf mætti laga. Sum viðhorf eru alfarið röng og hafa mótast með mannkyninu öldum saman, eða bara árum. Sumt sem við sjáum ekki alltaf en er til staðar á ekki að vera þar. T.d. finnst fólki stelpur ekki getað bjarga heiminum, stelpu verða drottningu í lok sögu/myndar, stelpu vera þáttastjórnanda, stelpu aka í kappakstursbíl... Við erum svo gegn sýrð af því að hafa alltaf stráka í þessum hlutverkum. En ef stelpur eru settar í þessar aðstæður (og nú er ég að tala um persónur í bókum og myndum) þá er allt afskaplega stelpulegt og henntar takmörkuðum hópi. En ef þetta á að hennta öllum þá mætir á svæðið mega hot babe-ið Lara Croft, eða einhver álíka skuttla, bara til þess að fá áhuga stráka á efninu. Á meðan strákur getur gert hvað sem er og allir fýla það.
...eða hvað?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?