<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 17, 2004

Afmæli o.fl. 

Já þá er nú helst að rifja upp gærdæginn sem var feikna skemmtilegur. Eftir allt að því 12 tíma setu í skólanum með 5 tíma svefni kvöldið áður og 12 tíma vinnu deginum áður í skólanum þá loksins kláraði ég lokaverkefnið! :D jejj... að svona næstum því... það er samt enþá fult eftir að gera... eða mér finnst það en svona er brannsinn það er endalaust hægt að gera fíneríseringar! Nú eftir alla þessa vinnu og orðin nett pirruð á skólanum sótti Þóra mig og ég fór í mat heim til hennar og síðan hjálpaði smá við jólabaksturinn! Nú svo var haldið á Bínukvöld þar sem við drukkum danskan jólabjór og horfðum að vanda á Alias. Svo skelltum við okkur náttúrulega á Bítlatónleika, eða svona næstum því Bítlatónleika því Jói var ekki heldur Gunni og einhverrri skítahljómsveit... :p man ekki hvað þessar hljómsv. heita allar. Enýveis að það var magnað stuð í húsinu og upp úr miðnætti fór fullt af fólki að streyma inn og afmælissöngurinn var sunginn fyrir Þóru því, allt í einu var búið að breyta þessu í afmæli. Þóra geðveikt ánægð ;) og við gáfum henni pakka í dönsku fánalitunum, bolur með Steingrími J. og bókina Superflört. Það var margt góðra manna þetta kvöld og má þar nefna hinn Bítilinn sem kom í hús og tók 2 lög svo í smá tíma vorum við komnar á alvöru Bítlatónleika. :D Sveppi tóksíðan lagið með "Bítlunum"... En skyndilega vorum við allt í einu staddar í mekka "fræga fólksins á Íslandi" allir 70 mín. gaurarnir voru mættir á svæðið, Sjonni Idol stjarna, Tóra Takkefúsa, Ragga Gísla, Gísli Marteinn og örugglega allveg fullt fullt fleira af svona fólki. Já þetta var allveg frábært kvöld! Takk fyrir... :)
Afmælisbarn dagsins er: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, betur þekkt sem Þóra Bína! ;) Óska þér hér með til hamingju með daginn ;)

|

fimmtudagur, desember 16, 2004

Skrýtnir dagar... 

já... eða segi bara svona... hver dagur er náttúrulega bara sérstakur sko...
en hérna sit ég í skólanum og bara hef ekkert að gera er bara allveg strand. Málið er nefnilega að í gær var allveg svakalega lengi í skólanum. Frá morgni og fram yfir miðnætti. Var allveg á fulli í að klára verkefnið. Það tókst ekki allveg svo ég þurfti að vakna eldsnemma í morgun til þess að mæta í skólann. Nú ég vaknaði fyrir allar aldir, rosalega dugleg og fór upp úr 7 í strætóinn. Það var allveg yndislegt að vera svona snemma á fótum og kuldinn og kyrðin sem beið eftir mér úti vakti mig. :) En þegar ég kom í skólann fattaði ég allt í einu að ég hafði gleymit öllu! Eða svona nánast. Ég ætliði nefnilega að taka tölvuna með og bók til að klára ritgerð og svo að fylla út vinnuskýrslur því þeim þarf að skila í dag. :( Ekki allveg nógu gott þar sem mig vantar pening. Svo núna sit ég í skólanum, næstum búin með verkefnið mitt get bara ekki allveg klárað það því tölvan er upptekin og hef barasta ekkert að gera. Á svo að mæta á fund kl.16:00 og eftir það er ég frjáls, eða vona það. Þ.e. að kennaranum lýtist vel á þetta. Því ef hann gerir það þá þarf ég ekki að vera hérna frameftir og missa kannski af Bínu kvöld, annað fimmtudagskvöldið í röð. :( En fingurnir eru fast krosslagðir svo ég vona, vona, vona það allra, allra besta!
Já og þá er bara klukkutími í þetta, best að finna sér eitthvað skemmtilegt á netinu til að skoða!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?