<$BlogRSDURL$>

laugardagur, ágúst 06, 2005

am I crazy? 

Fékk allt í einu klikkaðislega og sjúka hugmynd af stuttmynd áðan. Tengist sjónvarpsefninu sem ég var að horfa á fyrr í dag. Skrifaði þetta niður hjá mér og... Skaust allt í einu upp í huga mér að ég vona bara að ég sé ekkert klikkuð. Svo plís, ef ég segi ykkur einhvertíman frá þessari hugmynd eða ef þessi mynd verður að veruleika ekki halda þá að ég sé eitthvað klikk. OK! :) Þetta er þúst hitt fólkið! ;) Finnst þessi hugmynd reyndar þræl góð, það er kannski það sem hræðir mig mest, að mér finnst hún góð og að kannski það að mér hafi dottið hún í hug. :S
Annars var ég að horfa á Kólumbíska mynd ,,Maria full of grace". Mjög góð, mæli með henni ef þið hafið ekki séð hana.
Bíð ykkur annars góða nótt bara. Þarf að keyra Lisi út á lestarstöð í fyrramálið því hún er að fara í ferðalag. Ætla svo að kíkja í bæinn og skoða mig um í Virgin og svona skepptilegt...
out...

|

föstudagur, ágúst 05, 2005

Back in the city! 

Loksins loksins er ég komin með íslenskt lykklaborð, rugglast og rugglast yfir þessu amreíska því það er pínu ogguponus öðruvísi og náttúrulega ekki íslenskir stafir.
En sem sagt í gær lögðum við afstað, ég og Lisi, til Chicago og vorum rúmlega 6 tíma á leiðinni og leiðinn heim virtist miklu auðveldari. Ferð gekk super vel lögðum afstað þannig að við mindum losna við mest alla traffík þangað til við vorum alveg að kom inn í Chicago og þá fór umferðin að þyngjast og þyngjast og við rétt hreyfðumst og þurftum að troða okkur áfram í umferðinni til þess að komast eitthvað. Hérna þarf maður sko að vera frekur ef maður ætlar sér eitthvað... :p
En dvölin í "sveitinni", Wisconsin, var alveg frábær. Geggjað að hanga bara og lesa bók við vatnið ,fyrir utna það að svitna eins og svín, en þá fær maður sér bara smá sundspret. Svo þegar maður er orðinn þreyttur á því þá er allt dótið dregið fram, sjóskíðin, hnébrettið, dekkið (tube) og wakebord-ið og maður skellir sér í bátinn og tekur nokkrar sveiflur á skíðunum. Ég lét wakebord-ið alveg eiga sig í þetta skiptið, reyndi þó við hnébrettið en það er fáránlega erfitt að halda jafnvægi á því og mér tókst það aldrei, svo ég var bara mest á skíðunum og reyndi að skíða á einu skíði en það er hægara sagt en gert. Þarf að æfa mig betur á því því það tókst ekki alveg (ferlega vont að detta líka). Svo eftir nokkra tími á skíðnum var svo farið í sturtu, kaldur og súper góður Wisconsin bjór tekinn úr ísskápnum og byrjað að elda. Stöku sinni skellir maður sér svo í heitapottinn ef einhverra hluta vegna manni er kalt eða bara til þess að losna við harðsperrur eftir átökin. Svona er lífið í "sveitinni" og ef veðrið er ekkert súper gott eða ef manni langar eitthvað að hreyfa sig þá fór maður bara í bæinn (Minocqua eða Lac Du Flambeau) og kíkti í búðir, skelltum okkur eitt kvöldið á water ski show, farið í göngutúr í nágrenninu eða lengra í burtu, hjólað eða skellt sér í kayakaferð/kanoo, annað hvort niður litla á sem er þarna rétt hjá eða á vatninu og það eru 3 vötn sem liggja saman og mjög skemmtilegt að róa í gegnum þau öll. Svo það eru endalausir möguleikar. Og núna er ég bara búin að vera að hanga heima (chicago) og njóta þess að vera í fríi, familyan er enþá í Wisconsin og kemur ekki heim fyrr en seint á morgun (laugardag). Ég hef þó eitt mestu mínum tími fyrir framan skjáinn enda er frábært að geta flakkað á milli allt of margra sjónvarpsstöða. Datt inn á sjúklegan þátt á History channel sem fjallaði um sögulega morðingja í USA og UK. Í USA voru það tveir gaurar sem lokkuðu til sín alskona fólk, fjölskyldur og hórur, misþyrmdu þeim og drápu svo. Drápu yfir 20 manns, annar þeirra framdi sjálfsmorð enn hinn fékk dauðarefsingu árið 1998 og bíður hennar enþá. Í UK voru svo hjón sem lokkuðu til sín ungar konur, misþyrmdu þeim og drápu. Drápu meðal annars sitt eigið barn, fyrrum eiginkonu mannsins og dóttur þeirra. Grófu þau í bakgarðinum eða í kjallaranum. Þau höfðu verið saman að drepa fólk síðan þau konan var 17 ára. Hún situr í fangelsi og dómarinn bætti því við að hún ætti aldrei að geta fengið að fara þaðan út, hún heldur sakleysi sínu fram. Alveg ferlegt að horfa á þetta, sjúklegt fólk... Og bróðir eiginmannsins var líka sakfeldur fyrir nauðganir og eitthvað slíkt. Og hjóninn áttu nokkur börn, sjúkt...
En sjónvarpsefnið var ekki allt svona dramatískt, heldur er ég líka búin að hanga í playstation sem mér finnst geggjað... kann þó ekkert á þessa leiki :p En allt of mikið að segja, læt þetta gott heita...

|

mánudagur, ágúst 01, 2005

I sandolum og ermalausum bol... 

oh uff... tad er svo heitt herna ad eg er ad kafna!!! buin ad hafa tad sem sagt mjog gott, naestu of mikil leti... for i dag med Lisi, Liz og Kathy i tveggja tima kayakaferd nidur litla a sem er herna... mjog gaman og nuna sit eg solbrend a hnjanum og blogga. Buin ad borda einn af uppahalds matnum minum herna en tad er barbeque kjuklingur og, og... man ekki hvad hitt heitir a islensku og kann ekki ad skrifa tad a ensku... :s ups... svo eru bara nokkrir dagar tangad til eg fer aftur a road trip til Chicago... en laet heyra betur i mer seinna. ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?