föstudagur, maí 20, 2005
...but it´s over now...
Jæja þá er þetta búið... Ísland enn og aftur ekki með í aðalkeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Játa það að mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Alveg fram á síðustu mínótu var ég með hjartað í buxunum að fara yfir um að spenningi og hugsaði bara að við yrðum þá síðust, but ó nei!!! En ég er með back up plan. Mér finnst nefnilega norsararnir mjög flottir. Passaði mig á því í byrjun að fíla þá ekki of mikið því ég fann strax ógnina frá þeim. En mér finnst þeir flottastir og eiga eflaust eftir að sigra, vona það allavegna. Og þeir eru ekki þeir einu í þessari keppni því Eistnesku stelpurnar frá Sviss, Vanilla Ninjas, eru ótrúlega flottar. Og þar sem ég var alsgáð og mikið að pæla í lögunum sem framkom sem mjög mörg voru ótrúlega fölsk og eitthvað lítt spennandi að þá er norska og svissneska lagið mjög svipað upp byggt. Rokkað alveg á fullu, svo kemur rólegur kafli og svo svaka rokk and ról alveg í lokin. Mega uppskrift sem virkaði flott! Og jú svo má ég nú ekki gleyma Rúmeníu sem mér finnst ótrúlega cool. Held svona pínu með þeim líka því Wig wam sé í efsta sæti og næst á eftir Vanilla eða öfugt? Oh jú norðmenn, frændur vorir! Þeir vinna þetta! :) Júróvisíon rokkar feitt í ár!
Speki dagsins er frá Hillu sem er stödd út á landi þessa stundina og góðs viti ef hún er sofanid (áfengissvefninummikla því þá hefur hún verið að skemmta sér of vel ;) ) En hún segir að í dag sé áfengið lausn allra mála. Og þar hafi þið það ef þið eruð sorgmædd yfir Júróvisíoninu :p
Lifið heil og góða nótt. :+
|
Speki dagsins er frá Hillu sem er stödd út á landi þessa stundina og góðs viti ef hún er sofanid (áfengissvefninummikla því þá hefur hún verið að skemmta sér of vel ;) ) En hún segir að í dag sé áfengið lausn allra mála. Og þar hafi þið það ef þið eruð sorgmædd yfir Júróvisíoninu :p
Lifið heil og góða nótt. :+
þriðjudagur, maí 17, 2005
Þórsmörk
Daginn, daginn, daginn. Yndislegur dagur hefur tekið á móti okkur eftir langa og góða helgi. Verð nú bara að segja að helgin mín var stórskemmtileg. :) Ákvörðunartaka var mjög erfið. Ég ætlaði ekki að fara, átti afmæli þarna á laugardeginum og svo var útskrift í skólanum og mig langaði rosalega að sjá allar myndirnar. En svo var mér bara litið út um gluggan og einhvera hlutavegna heillaði rigningin mig alveg upp úr skónum og ég bara varð að komast út úr bænum. Svo þá var það ákveðið. Það var alveg yndislegt að komast í mörkina seint á föstudagskvöldinu eftir mikið hoss og lítið sull í ánum. Tækjabúinaðurinn var örlítið prófaður áður en haldið var í háttinn. Síðan rann upp bjartur og fagur laugardagurinn þar sem áttuðum okkur á því að enginn var með sólarvörn. Afstað héldum við í átt að Seljalandsfossi þar sem Halla (móðir Sverris) og Erla vinkona hennar biður okkar. En fyrst óð Biggi út í kross á í flott sexy vöðlunum hans afa Stebba. Þar sem Biggi þuldi einhvern texta þangað til kamerumaður var orðin sátt við sig. :p Nú svo var haldi áleiðis og það var orðið alveg bjart yfir. Jöklarnir skörtuðu sínu fegursta ásamt öllu hinu í náttúrunni. Síðan var fullt tekið á leiðinni úr mörkinni þar sem við ókum nær og nær dökkum himni. En við vorum síðan fljót að koma okkur þaðan og taka enþá fleirri myndir á leiðinni inneftir. Afmælisdeginum (þessum degi) lauk svo í geggjuðum grillmat með leiðbeiningum frá Sigga Hall, afmælis köku úr Bónus og fullt af góðgæti. Næsti dagur var aðeins síðri en engu að síður frábær. Þá gengum við að Tungukvíslajökli og strákarnir kíktu í smá hellisjökulop. Þessi dagur endaði svo í viðbjóðslega ógeðslega grilluðum bellju og svína hamborgurum. Grillað hrossatað hefði smakkast betur. (ég er enþá að jafna mig eftir þennan vibba). EKKI KAUPA HAMBORGARA Í BÓNUS!!!! Kvöldið fór svo í að hlusta á gamalreynda björgunarsveitamenn segja hetjusögur af sjálfum sér. Þegar þeir urðu úti í Surtsey og lifðu á slátri í nokkra daga, þegar uppi varð fótur og fit þegar tómatplantan kom upp í eynni vegna kúks á spítu. Og svo fullt meira. Mánudagurinn fór svo í leti hjá flestu okkar nema þeim helmingi sem gekk í gluggahelli og tók yfirlitsmyndir. Hinir sátu bara niður í skála og gerðu ekki neitt. Síðan var bara haldið heim í rólegheitunum þar sem við litum inn í Hlíðarenda þar sem sumir fengu sér hamborgara (til að jafna upp hitt ógeðið). Góð helgi endaði svo í fínast mat heima hjá ömmu! :)
|