<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, desember 23, 2003

Jólinn og gjafir og allt það!  

Á sunnudaginn var tekið smá forskot á jólasæluna og pabbi Kathyar og fjölskyldan hans kom og opnaði gjafir. Það er allveg sjúklegt hversu mikinn pening fólk leggur í gjafir hérna. Kathy og Mick fengu stafræna myndavél, og krakkarnir rosalega flottar gjafir. Jack fékk fjarstýrt Harley Davidson mótorhjól, geggjað flott svo ég á eftir að skemmta mér vel... :)
Svo verður aðfangadagur bara venjulegur dagur, ég ætla reyndar að fara í messu svona til þess að gera eitthvað jólalegt. Og svo á jóladag, jamm við skulum sjá hvernig hann verður.

Hanukkah!
Í gær fórum við yfir til nágranna okkar sem eru Gyðingar til þess að halda upp á Hanukkah. Það var voða fínt. Borðuð og kveiktum á kertum og spiluðum. Fékk einhverskonar kartöflupönnukökur. :) rosalega gott. Mér bauðst að fara á Chicago Bull leik í gær en ákvað að halda upp á Hanukkah með fólkinu því ég mun sennilega aldrei gera það aftur. Og ég veit að ég mun komast á Bulls leik einhvertíman seinna.

Jólatónleikar
Á eftir er ég svo að fara á jólatónleika! Verst að ég get ekki reddað mér skötu hérna til þess að halda upp á daginn ;) en það verður að hafa það! Ég fæ mer bara lax í staðinn ;) það er miklu betri fiskur. Annars er ekki svo slæmt að fá skötu. Ef jólamaturinn misheppnast þá getur hann aldrei orðið verri en skatan! ;)

Tilvitnun dagins;
,,Mary Poppins, particly perfect in every way."

Oh, ég elska þessa mynd! Hin fullkomna barnfóstra. ;)

|

sunnudagur, desember 21, 2003

Svo ég haldi nú áfram 

En einn vitleysingurinn hérna. Var í lestinn í gær á leiðinni heim og fyrir framan mig situr að ég held kona, nema þetta hafi verið hræðilega ljótur kall... Allavegana svo snýr veran sér við og er eitthvað að spyrja mig um geislaspilarann sinn. Hún skilur nenfilega ekki afhverju hann virkar ekki lengur. Hún ýtir á play og þá byrtist lítið batterí sem er búið. Nú, ég segi henni eins vingjarnlega og ég get að batteríið er búið. Vááá... hallóóóó... þetta er með því ótrúlegast sem ég hef séð. Mig langar hálf partinn ekki að trúa því að aumingja manneskjan hafi ekki vitað að rafhlaðan hafi verið búinn! Sorglegt...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?