<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Fyndið - eða hvað? Ætli þetta sé satt? 


























|

The Departed 

Leigði mér The Departed í gær kvöldi. Hef lengi ætlað mér að sjá hana og loksins í gær lét ég verða af því. Martin Scorsese olli mér ekki vonbrigðum enda hefur hann gert ýmsar myndir eins og; The Aviator, Gangs of New York, Goodfellas, Raging Bull, Taxi Driver og svo óteljandi fleiri.

Það sem kom mér skemmtilega á óvart við myndina var hversu líkir mér fannst Leonardo DiCaprio og Matt Damon vera. Enda gengdu þeir sama hlutverki, annar var þó vondur, hinn góður. Hvort þetta hafi verið einhver pæling hjá leikstjórnanum, eða bara ég, veit ég ekki. En sýnilegasta ástæða, ef hún er fyrir hendi, þá er það vegna þess að þeir eru í rauninni líkir, stöðu sinnar vegna. Endirinn fékk mig til að hugsa og spá í hvaða réttlæti vann að lokum og hvort eitthvað hafi breyst til hins betra. Tákn myndarinnar og rottan sögðu okkur allt. Það eru peningarnir sem spila lykilhlutverkið í sögunni og rotturnar eru allstaðar. Það var þó eitt sem fór fyrir brjóstið á mér og er einhvern vegin erfitt að laga að það er hvernig konur eru ,,látnar vera í bíómyndum" og fannst mér það koma vel í ljós þarna. Eina kvennpersónan, var svolítið tvisted. Að hluta til var þetta hennar karakter, en samt. Hún kom nú bara illa út í byrjun. Gat ekki svarð fyrir sig og var, greinilega, veikur hlekkur. Þó ýmislegt hafi verið fyrir séð í myndinni skipti það ekki máli. Það kom mér þó svo á óvart hvernig hlutirnir voru leystir og mjög litlir vanhagar á öllu saman.

Matt Damon, lék þennan ,,slísí" karakter sinn vel og var hreint óþolandi. Leonardo DiCaprio kom mér stórkostlega á óvart og minnti mig á hversu góður leikari hann er, en ekkert baby eins og reynt hefur verið að stimpla hann í gegnum árin. Hann sýndi að það var ástæða fyrir því að hann hefur komist svo langt og nú ætla ég að sjá nýjust myndina hans Blood Diamond.
Jack Nicholson var eins og hann á að sér að vera. Passaði fullkomlega í hlutverkið sitt, og gerði sitt snilldarlega. Mér finnst yndislegt að horfa á andlitssvipina hans því þeir eru svo sterkir og hann fer svo vel með þá.

Þið sem ekki hafið séð myndina, endilega drífa sig á næstu leigu ;)

|

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Frjálslyndir 

Er með annað augað á tíu fréttunum og það var stuttlega fjallað um málþyng Frjálslyndaflokksins sem haldið var í kvöld. Og ég bara trúi því ekki að mér hafi ekki dottið í hug að fara þarna sér í lagi til að hlusta á og vita hvernig þetta færi fram. Af fréttunum af dæmi, hefði ég næstum getað túlkað þetta sem rasista samkomu. Frekar slæmt! ...könnun á málinu verður gerð á morgun... Ætli það sé ekki hægt að nálgast út komu þessa þyngs?

|

Brotinn spegill 

Er heiti á mynd sem ég sá í gær. Á ensku kallast hún Muslims and Christians. (Musulmans d'Europe, chrétiens d'Orient)
,,Um er að ræða vegamynd þar sem ferðast er gegnum átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem. Líf múslima í Evrópu og kristinna í Evrópu er sett undir smásjána.Tónlistin skiptir miklu máli í myndum Debs, og er jafnvel samin áður en hann hefur tökur. Debs var hér á landi fyrir tveimur árum síðan og komst þá í kynni við Sverri Guðjónsson söngvara sem flutti tónverkið "Liturgy" eftir Ritu Ghosn á armensku. " (tekið af tölvupósti sem ég fékk)

Það er frekar erfitt að finna eitthvað um myndina en þá er bara að segja sitt eigið mat á henni. Myndin leyddi mann frá Bosníu til Jerúsalem þar sem farið var í gegnum múslima í ,,kristnu samfélagi" og kristna í ,,múslima samfélagi". Hvernig fólkið lifði saman og aldar gamlar sögur sagðar af trúarátökum á þessum slóðum. Það sem að stóð mér næst voru sögurnar frá Bosníu og því svæði, enda stutt síðan það var í eldlínunni. Fólkið var að segja frá stríðinu, upplifun sinni og hvernig lífið heldur áfram. Flestum þótti erfitt að bryja allt frá grunni. Það sem stendur mest upp úr er maður frá Líbanon sem fór með ákaflega fallegt ljóð, því miður man ég það ekki :( Og svo var það saga mannsins frá Jerúsalem er hann sagði frá móður sinni. Hún hafði mist, son sinn og fólk spurði hvort hún færi ekki að syrgja. Það höfðu verið mikil átök og hún sagði á móti að hún vildi ekki hugsa um sorgina heldur það sem snéri að framtíðinni. Framtíðin var það koma skildi og hún fór út á akur að plægja.

Mæli með því að ef fólk kemst í að sjá þessa mynd, að gera svo! :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?