<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Þa er það buið 

Eins og margur hefur gert sér grein fyrir eru páskarnir ný afstaðnir. Fjölskyldan fékk sér eitt stórt páskaegg saman, og búið er að hakka það í sig ásamt fleira góð gæti. Svo skemmtilega raðaðist almanakið þetta árið að móðir mín varð fimmtug á páskadag og í tilefni þess skáluðum við í kampavíni og átum góðgæti með fjölskyldumeðlimum. Amma tók sér bæjarleyfi og kíkti til okkar og átti með okkur daginn og kvöldið. Það var afskaplega næs. Við gerðum ekkert annað en að borða og spjalla þennan dag, sem var yndislegt, alveg eins og páskarnir eiga að vera :) Það er mér sannkallaður heiður að hafa fengið að lifa með móður minni helming af hennar æfi. :)
Annars er lítið að frétta annað en ég er farin, aftur, að vinna við myndina Stóra Planið. Og því hætt að leysa af í símsvöruninni. Sýnist allt ganga vel. Er núna bara að hanga og bíða eftir frekari fyrirmælum um hvað ég get gert. En sú sem segir mér fyrir verkum er stödd á fundi, og verð því bara að bíða eftir henni. Steingleymdi að taka með mér bókin sem ég er að lesa og er því að hanga bara á netinu. Ætli ég endi ekki bara bubbles :p
Segjum þetta gott í bili. :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?