<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 01, 2006

24 

...og hér er ekki verið að tala um sjónvarpsþátt heldur hversu langt er til jóla! :) En í dag er ekki bara komin desember og tilvalið að byrja að skreyta fyrir þá sem ekki eru byrjaðir. Heldur er alnæmis- og rauði nefs dagurinn í dag. Stöð 2 verður með opna útsendingu í kvöld þar sem fullt af skemmtilegu skemmtiefni og tónlist verður og svo á að safna peningum til styrktar bágstöddum börnum á vegum UNICEF. ALLIR AÐ HORFA
Svo hefur vikan verið alveg hreint stór skemmtileg. :) Fékk að vera símadama í hálfan dag á mánudaginn, gerðist svo klippari í þrjá daga og vááá... hvað það var gaman! :D Í kvöld verð ég svona allt múlígt manneskja skilst mér, í Rauða nefs þættinum. Þar sem ég var að frétta bara núna að ég verð sennilega á kameru og svo að passa að fólk sé á réttum tíma á réttum stað. Já já... ætlaði að skrifa svo margt hérna en er bara alveg búinað gleyma því svo ég ætla að skella bara inn mynd vikunnar! :)
Svona í tilefni jólanna og kvennlegrar virðingu!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?