<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 15, 2006

Ég er... 

Mamma fór að hlægja um daginn og sagði ,,María þú ert alveg eins og hundur, skilur allt eftir þig bara einhverstaðar" Mér fannst engin ástæða til að andmæla því þar sem hún hafði á réttu að standa með dótið. Og ég sagði við hana á móti að það gæti bara vel verið að ég væri hundur í kínversku stjörnuspekinni. Þetta er nú ferlega fyndið, ef ég kann að lesa þetta rétt þá er ég vatns hundur. Mamma hafði þá á réttu að standa. En hvað er water dog (vatns hundur)?
Elementið vatnið sem hér segir; WATER GIVES STRENGTH TO PERSUADING POWER AND SENSITIVITY
DOGS IN GENERAL.
DOGS ARE DEVOTED TO THEIR FAMILY AND FRIENDS AND WILL OFTEN SHOW THIS IN THEIR UNSELFISH NATURE TOWARDS THEM. ALSO ONE CAN EXPECT TO FIND THEM HONEST, TRUSTFUL AND HIGHLY RELIABLE. DOGS WILL BECOME SPECIALIST AT WHAT EVER THEY ENJOY DOING AND ARE OFTEN VERY RESOURCEFUL TOO.
DOGS ARE VERY GOOD AT CONVERSING AND PROBLEM SOLVING BUT SUFFER WITH OVER WORRYING AND BEING PESSIMISTIC.
LOVE
TIGER HORSE DOG
WORK
TEACHING CAREING COUNSELLING BUILDING
Hjá, þá vitum við það! :) Og vonum bara að þessi síða sé rétt!

|

hlaupa ekki í gönur 

eða er það ekki einhvernvegin þannig? Jú að láta ekki tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Og mikið er nú til í því. Stundum situr maður eða er í amstri hversdagsins og upp kemur einhver tilfinning sem maður getur ekki túlkað. Verð kannski pirruð, eða leið eða það er eitthvað inn í manni sem nagar mann. Og oft veit maður ekkert afhverju þetta er. -Er þetta skuldin í bankanum? Gleymdi ég einhverju? Er það það sem ég sagði við nákomin mér um daginn sem ég hefði ekki átt að segja? Hefði ég átt að breyta rétt? Langar mig í kaffi? Já mig vanntar kaffi... a ha... nei... það er einmitt eitthvað svona sem er svo áhugavert. Afhverju finnum við fyrir hinu og þessu og svo afskaplega nauðsynlegt að komast að því hvað það er sem er að angra mann, leysa úr því en ekki láta tilfinningarnar stjórna okkur og gera þá einhver glopa mistök. Mistök sem eru ekkert alvarleg í fyrstu, en gætu leytt til ýmiskonar annars... Hugsum okkur bara þannig að tilfinningarnar eru að segja okkur eitthvað. Alveg sama hvað það er þær eru að segja okkur eitthvað um okkur sjálf. Er það eðlilegt að mér líði svona í dag. Afhverju líður mér svona? Hvað get ég gert til að breyta rétt? Eða þarf ég að breyta? Það er alltaf nauðsynlegt að skoða afhverju manni líði svona og mætast sjálfum sér. Ef maður hlustar rétt þá er enginn betri en maður sjálfur í að segja manni hvað er að og hvað er í gangi.

|

föstudagur, apríl 14, 2006

Var að klára að lesa bók eftir Paulo Coelho, Veronika ákveður að deyja. Ég veit ekki hvað ég get sagt um þessa bók, en veit eitt að það ættu allir að lesa hana og klára, hvort sem þeim líkar betur eða verra. Það er eitthvað við skrif Paulo, hann nær að segja manni svo marg og opna hug fólks.

|

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Orka, vatn og farvegur 

Fann þennan pistil á mbl.is í dag. Og langaði bara að deila honum með ykkur! :)

Ég var að tala við ágæta konu í gær sem sagði mér skemmtilega sögu um eðli orkunnar. Hún sagðist hafa verið á námskeiði og leiðbeinandinn hefði sagt að orka væri í eðli sínu hlutlaus. Vatnið í Gvendarbrunnum er bara vatn, sagði hann. Því er alveg sama hvort það næri plönturnar á akrinum eða endi í klóakinu. Vatnið sem slíkt er hlutlaust. Það sem skiptir máli er í hvaða farveg það er sett.


Ef við tölum um okkur sjálf og hæfileika okkar sem orkufyrirbæri þá má segja að við séum hvorki góð eða slæm að upplagi. Það sem skiptir máli er hvað við gerum, hvernig við nýtum hæfileika okkar. Málið er að velja hæfileikum okkar réttan farveg og þá verður útkoman farsæl.

Leiðbeinandinn sagði einnig að það sama ætti við um orku sem aðrir sendu til okkar. Við réðum því hvort við létum hana berast til okkar. Neikvæð persóna getur sent okkur skeyti í formi leiðinlegra athugasemda, en það er okkar val hvernig við bregðumst við. Hvert við látum neikvæðnina fara, hvort við stoppum hana eða tökum hana inná okkur.

Hvernig tengist þetta stjörnuspeki? Jú, stjörnukortið segir til um upplag okkar. Staða pláneta í merkjum og húsum segir til um það hvaða athafnir henta hverjum og einum.

Upplag hvers manns er eins og vatnið. Það er okkar val, ákvörðun okkar og sá farvegur sem við veljum hæfileikum okkar sem ákvarðar hvort líf okkar verður farsælt eða ekki.

Það er farvegurinn sem ákvarðar hvort vatnið okkar renni beint í klóakið eða græði plöntur á ökrum lífs okkar.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?