<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 22, 2005

krúúút!!! 

Mick var að senda mér tölvupóst með fyndnum sögum af Jack. Nú þau sögðu Jack að ég hefi farið með flugvél heim til mín en kæmi bráðum aftur. Fyrir nökkrum dögu stóð hann úti með mömmu sinni og flugvél flaug yfir. Hann horfði upp og sagði "I think that is María´s airplane" Svo í fyrradag var þáttur í sjónvarpinu um hingnum jökla ´96 eitthvað og einhver jarðfræðingur að tala. Mick segir Jack að þetta sé Ísland. Jack horfir á manninn og segir "I think that is María´s boyfriend" hehehe... :D:D:D he is so cute... ;) langaði bara að deila þessu með ykkur :)

|

Klukk 

Byrjum bara á þessu...
Ég var sem sagt klukkuð í dag, ferlega skemmtilegt að blanda sér svona inn í málin... En dæmið er þannig (copy-pastað frá Kristínu)
"Klukk er internetfár sem tröllríður bloggheimum þessa klukkutímana og felur í sér að viðkomandi fórnarlamb klukks á að skrifa fimm handahófskennd persónuleg atriði (sem hinn sótsvarti almúgi vissi ekki fyrir væntanlega) og klukka svo nokkur stykki bloggara til viðbótar."

1. Mér finnst ferlega ógeðslegt þegar einhver borðar jógúrt eða skyr á sama tíma og ég er að borða júgúrt eða skyr.
2. Mér bauðst afnot af bíl í vetur, þurfti að borga allt nema kaupin á honum. Eftir nokkra daga meðan ég var enþá að hugsa mig um læddist að mér hroðaleg tilfinning. ,,En hvað um strætó? Ég er strax farin að sakkna hans."
3. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég er svona ferlega skrítinn og hausinn á mér virkar stór skryngilega og ég er ekki að djóka að það hvarlar stundum að mér að fara í tékk. En þegar ég var svona ca. 8 ára og á leið úr tónlistarskólanum og heim að þá var ég bara pínu lítill krakki á leið í strætó. Fullt af stóru fullorðnu fólki á undan mér í strætó og bílstjórinn sá mig ekki svo úps! hausinn á mér varð á milli hurðanna. Ferlegur þrýstingu á þessum hurðum. Ég hef verið alltaf hálf skrítin eftir það... :p tíhí...
4. Ég var einu sinni alveg ótrúlega dugleg að muna nöfn á fólki. Ég heyrði 20 nöfn í einu og mundi hver var hvað eftir 5 mínótur. En ég hætti að nota þennan "hæfileika" því það nennti enginn að muna hvað ég hét.
5. Ég er haldin áráttu og þráhyggju varðandi það hvernig borða eigin brauðsneið. :D Maður á alltaf að byrja á réttum enda, endinn sem snýr niður og mjúka skorpan er, borða svo til hliðanna og geyma skorpuna ofan á þangað til síðast því hún er lang best, hörð og góð! :)

Þetta er alveg ferlega skemmtilegt... gæti haldið svona áfram lengi lengi...
Svo verður maður víst að klukka einhvern svo ég klukka, Hillu, Þóru, Önnu Pönnu ms David´s og... og... jájá segjum það barasta... :)

|

þriðjudagur, september 20, 2005

Þórsmörk og Ástarfleygið 

Jæja komst loksins áfram í Ástarfleginu, búin að bíða spennt alla þessa helgi eftir að komast í þessa prufu og var meira að segja ekki allan tíman í mörkinni svo ég gæti komist á sunnudagsmorguninn!
Nei nei smá djók... hef nú pínu meiri sjálfsvirðingu en það að fara í svona, er samt ekkert að setja út á þá sem vilja vera með í svona raunveruleika þætti, bara ekkert fyrir mig.
En helgin byrjaði á að fara í Þórsmörk þar sem við unnur helltum í okkur bjór með Heiðu og kjöftuðum langt fram á nótt. Svo var bara vaknað um hádegið, fengið sér að borða PB&J og skellt sér í göngutúr og fullt af myndum teknar... Mega gaman... svo var Biggi svo elskulegur að skuttla mér niður í stóru mörk á laugardeginum þar sem mamma og pabbi biðu mín því ég þurfti að mæta á sunnudagsmorgninum í casting hjá Storm og Cirkus...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?