<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Hálendið 

Það var heldur erfitt að komast aftur til siðmenningarinnar í dag. Sálin var orðin vön skítuga hárinu og táfýlunni og þeim yndisleika að fá að hanga bara á meðal fjalla og dýra og gera ekki neitt. Á hverju kvöldi var grillaður dýrindismatur og bjórinn teigaður. En það tók óneitanlega á að komast í þessa fjallaró. Hilla og bróðir hennar, Biggi, skuttluð mér, Stebba og Ara upp í Landmannalaugar á sunnudagsmorgninum á ofur Pony hestinum hennar Hillu sem tók ána með léttum leik. Þar hittum við fyrir Nonna, Bryndísi og Árna Jökul sem voru á leið í bæinn eftir helgardvöl. Þóra uber skálavörður tók svo á móti okkur hlægjandi því Pony hesturinn kom henni verulega á óvart, honum var svo lagt við hliðina á stórum, stórum Econline (eða hvernig sem þetta er skrifað). Ég og Stebbi stoppuðum ekki stutt við því Laugarvegurinn tók við með allar sínar útsölur og læti, stefnan var tekin á Hvanngil þar sem Biggi, Erla og Daniel biðu okkar. (Ari varð eftir því hann ætlaði að vera eina nótt og taka Laugarveginn á sólarhring). Nú Þóra var knúsuð rosalerga vel og lengi því ég mun ekkert sjá hana fyrr en í nóvember þar sem skvísan er á leiðinni til Gambíu. Ferðin inn í Hrafntinnusker gekk vel þrátt fyrir mikla þoku seinni partinn og tók um 3 tíma sem mér þykir nokkuð ásættanlegt. Þar fengum við okkur smá að borða og héldum svo afstað í Hvanngil. Ekki leið á löngu þar til það fór að kvessa og helli rigna og fyrri vikið óðum við tvær ár en oft má sleppa þeirri fyrri sé maður heppin með veður. Þegar við vorum svo komin að seinni ánni vorum við orðin ansi blaut og köld og ég búin að tína sætu rauðu vaðskónum mínum. :( Um ellefu leytið vorum við svo komin í Hvanngil yfir okkur þreytt og blaut. Það voru allir ný farnir að sofa og við drifum okkur hægt og hlóðlega úr blautufötunum og í þau þurru og hlýju, fengum okkur svo kvöldmat og hlýtt að drekka og svo beinustuleið í háttinn. Eftir slitrjóttan átta tíma svefn hittum við svo Bigga, Erlu og Daniel sem við urðum svo samferða það sem eftir var. Og núna var stefnan tekin á Langadal (Þórsmörk). Ferðin yfir sandana (þ.e. að Emstrum) var heldur dræm, enda er endalaus sandkassi ekki alveg það skemmtilegasta að ganga í. En þennan dag var hann blautur og allt í lagi. Við komumst klakklaust svo inn í Emstrur þar sem við tókum okkur góða pásu, kvíldum lúin bein og sefuðum hungrið. Eftir gott stopp var svo haldið afstað. Ég dró lestina enda var ég farin að haltra því hnéð fór að segja til sín rétt eftir Hvanngil og örlítill sinadráttur í náranu. Veðrið var gott, smá gola og aðeins nokkrir dropar létu sjá sig til að byrja með en svo hvarf allt. Hæðirnar voru endalausar, upp og niður, upp og niður og hefði minnt óneitanlega á fyrrihluta leiðarinnar ef ekki væri fyrir allan gróðurinn og fastara undirlag. Og næstum því má segja að allt í einu var komið að þessu, síðasta áin til að vaða og við okkur blasti Hamraskógur. Eftir dágott halt þar vorum við svo kominn inn í Langadal þar sem Lilja og Heiðurnar tóku vel á móti okkur. Pokanum var hennt af sér ásamt skónum og hlammað sér á tröppurnar. Þegar skyndilega "ARI"!!! Þá var Ari komin rétt á eftir okkur og hafði röllt þetta á 15 tímum... alveg hreynt ótrúlegur. Eftir þessa frábæru göngu sem tók verulega á og hnéð hefur ekki enþá fyrirgefið mér eyddum við öll saman frábærum dögum inn í mörk. Og núna sit ég sólbrend á litin eins og rautt epli á leiðinni á Sin City. Gæti ekki tekið fyrsta daginn minn í borginn betur en það að skella mér í bíó.
Lifið heil...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?