<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júní 03, 2005

thumbs up... 

Afskaplega svona rólegur seinnipartur í dag. Mamma sótti mig í vinnuna klukkan sex og við kíktum á Ólafíu sem var að koma heim úr Reykjadal. En það er eins og hún hafi verið mánuð í sveit hárið á henni er orðið svo sítt og var samt bara í viku :p Vorum ekki lengi og ég ók mömmu í afmæli, kom svo við í 10-11 því mig langaði svo í 7up Free en hann er barasta ekki til í 10-11 sem mér finnst mjög glatað. Fór yfir til Önnu (sem vinnur þarna á Hróa, næsta hús) og bað hana fyrir 8 krónum ef ég ætti að kaupa kók en engu ef hún vildi það ekki og gæti þá fengið pespí þegar hún kæmi heim. Hún var ekki lengi á sér og skrifaði bara á sig eina flösku takk ;) Stuttu seinna vorum við svo komnar heim með risa pizzu og kók og pabbi fegin því borgarinn var engan veginn að fylla magna. :p
Langaði bara svona að deila spádómsgáfu spámansins;
,,Sum ykkar halda, að ég sé of stoltur og hæverskur til að þiggja gjafir. Ég er of stoltur til að taka við launum, en ekki gjöfum.
Og þótt ég hafi etið ber á heiðum, þegar þið hefðuð annars boðið mér að setjast við borð ykkar, og sofið í anddyri musterisins, þegar þið hefðuð annars viljað hýsa mig, þá var það þó vakandi athygli ykkar, sem kryddaði fæðu mína og gæddi svefn minn draumum.
Fyrir þetta blessa ég ykkur:
Þið gáfuð mikið og vissuð ekki til, að þið gæfuð neitt.
Vissulega breytist í stein sú góðsemi, sem horfir á sjálfa sig í spegli.
Og sú dyggð, sem nefnir sjálfa sig fögrum nöfnum, leiðir til ills.
Og sum ykkar hafa kallað mig einrænan og ölvaðan af minni eigin einsemd, og þið hafið sagt: ,,Hann ræðir við trén í skóginum, en ekki við mannfólkið. Hann situr einn á tindi fjallsins og horfir á borg okkar."
Það er satt, ég hef gengið á fjallið og farið einförum um fjarlægar slóðir. Hvernig ætti ég að geta séð ykkur nema úr mikilli hæð og mikill fjarlægð?
Og aðrir meðal ykkar sögðu, þótt ekki í orðum væri:
,,Förumaður, förumaður, þú sem leitar hæða, sem enginn mun ná, hvers vegna situr þú á fjallstindum, þar sem ernir gera hreiður sín?
Hvers vegna leitar þú þess, sem aldrei varður náð?
Hvað vinda hyggstu veiða í net þitt, og hvaða undrafugla eltir þú um himininn?
Kom þú, og vertu eins og við. ..."

Don´t talk about yourself. We´ll do it after you leave...

|

Life is a bitch 

...And tell me another one!
Vandamál, vandamál, vandamál... (sorry en þetta orð situr í mér)
Myndi segja að vandamál væru tvennskonar, hversdagsleg vandamál og persónuleg vandamál. Hversdagsleg vandamál er það sem við þurfum að glýma við yfir daginn og varir ekki lengi á meðan persónuleg vandamál sitja þungt á herðum fólks svo dögum skiptir, jafnvel mánuðum og verstafalli árum. Hversdagsleg vandamál eru yfir leitt létt væg eins og vísareikningurinn, strætóbílstjórinn sem er seinn eða keyrir allt of hratt, hárið sem lætur ekki að stjórn, nágranninn sem byrjar að slá of snemma um helgar, ekkert brauð nema frosið og svo gæti ég lengi talið. En persónuleg vandamál er eitthvað sem erfitt getur verið að losna við og tekur oft tíma. Það er nú ekki hægt að telja þau neitt sérstaklega upp. En hvað ætti maður að gera þegar vinir manns glýma við persónuleg vandamál og mann langar að hjálpa? Getur maður gert eitthvað? Mér finnst svona hægt að líkja vinum sem skák (þó ég kunni nú ekki mannganginn þá þekki ég leikinn... :p ) Í byrjun leiksins er allt slétt og felt, maður lærir að lesa andstæðinginn og sjá fyrir næsta leik. Stundum gengur það og stundum ekki, stundum getur það líka farið þanning að andstæðingurinn kemur manni verulega á óvart. Gerir einhvern leik sem maður hefði aldrei getað séð fyrir og svo gengur þetta líka öfugt. Þegar líður á leikinn magnast upp mikil spenna því hvorugur vill koma illa út úr þessu, leikurinn gæti líka orðið óréttlátur og slæmur. Þanngað til annar aðilinn stendur upp og gerir eitthvað í sínum málum og oft gæti það orðið með högg í borðið svo leikmennirnir sópast út um allt. Og það virðist sem veröldin hafi hrunið en leikurinn gæti líka snúist þannig að annar aðilinn leiki á hinn og upplýsir skák og mát og þannig hefur hann haldið ljóta leiknum áfram og klárað þannig að ekki er aftur snúið í að bæta hlutina upp og sína drengskap. (það má ekki horfa á þennan tafl leik með keppnis anda, heldur eru leikmennirnir og spilararnir líking á fólki).
Stella; ,,En vandamálin eru til þess að leysa þau".
En eftir að hafa verið hjá Steinunni í gærkvöldi í góðu yfirlæti og horfðum á Jay Lo (eða hvernig sem þetta er skrifað) í flotta heimabíóinu þá kíktum við á hin margræmda Hafnarfjarðabar A-Hansen þar sem við skemmtum okkur frameftir og mingluðum við skrítna Hafnfirðinga og dissuðum ljóta útlendinga. :p

|

miðvikudagur, júní 01, 2005

Þórsmörkin... 

Og þá er ég komin heim úr merkurferð dagsins. Við hittum Guðjón Landgræðslukall við Rauða vatn korter yfir átta í morgun (ég, Lilja og Stebbi). Brunuðum beinustu leið inn í mörk þar sem okkar beið mjög gott veður. Við drifum okkur strax í göngutúr eftir stutt spjall við Heiðurnar. Gengum inn að brekkunum fyrir ofan Snorraríki þar sem við munum bera áburð í og sá. Svo var haldið í hádegismat þar sem við hittum Sverri sem var að keyra túrista, ekki þverfótandi fyrir þessu fólki. Gleymdi að ég hefði frekar viljað vera svengri en að sprynga þegar við byrjuðum að ganga eftir mat. Fann bara hvað ég hafði þyngst um mörg kíló :p úff... Gengum á hæðina milli Slyppugils og skálans þar sem við munum sá í líka og fullt af trjám sem við getum grisjað eða tekið dauðu trén og notað í varðeld, niður í Slyppugil þar sem við horfðum á fallegu barrtrén ;) og til baka þar sem við Lilja fórum í smá sólbað á meðan við biðum eftir kaffinu sem Heiðurnar helltu upp á og Maggi úr Landmannalaugum var með köku. Kaffi var vel þegið og rót sterkt en gott þar sem það vakti okkur Lilju eftir sólbaðið. Síðan var bara lagt af stað heim og vorum komin heim fyrir kvöldmat. Auðvelt þó í mínu tilfelli þar sem ég sé um miðvikudags eldamennskuna. Jhá, þá er saga dagsins barasta komin og ég hreynlega get bara ekki beðið eftir því að komast inn í mörk. Vona svo innilega að veðrið muni leika við okkur :) og já er pínu sólbrunninn eftir 10 mínótna sólbað en mikið og gott labb... :p muna eftir sólarvörninni!!!

|

mánudagur, maí 30, 2005

Leynilegur aðdáandi... 

Ég skil þetta ekki allveg. Er búin að fá núna póst frá einhverri Flosrúnu Jóhannesdóttur. Hver er þetta? Ég man ekki eftir að þekkja neinn með þessu nafni... :( Fyrst fékk ég eitthvað sem allir eru að senda invitation eitthvað sem ég nenni ekki að skrá mig á, treysti því ekki og núna Hi5 members... bla bla bla... þekki þið kæru lesendur einhverja Flosrúnu? Mér svona dettur helst í hug að þetta sé einhver stelpa sem var með mér í Ármúla, held ég hafi verið með henni í þýsku og sögu, en er samt ekki alveg viss. :p Og svona minnir að ég hafi látið hana hafa einhvertíman e-mailið því við vorum saman í verkefni. Vona bara að hún sé ekki að fá svona frá mér. :p

|

sunnudagur, maí 29, 2005

skyn og skúrir... 

Finnst þessi titill hérna á blogginu stundum svo erfiður, en vil ekki taka hann niður því það er miklu flottara að hafa hann. :p Já bloggið er þurrt og ég lofa engu um þessa færslu því það hvílir svona stórt grátt ský yfir mér þessa dagana. Veit ekki alveg afhverju, og jú þó það er ýmislegt... og held að mig hafi dreymt fyrir þessari slæmu tíð sem er að læðast inn í líf mitt. Mig dreymdi nefnilega um daginn að ég væri ólétt sem er allt í lagi, en vita ekki hver faðrinn er mjög slæmt.
:( Ég var bókstaflega út um allan bæ að leita af föðurnum. Þetta boðaði engan veginn gott.
Mig hafði dreymt svona draum áður en það hafði ekki slæmt í för með sér svo ég var lítið að ama mér yfir þessu, en samt innst inni hvíldi þetta mjög á mér. Og ég strax með póstinum um hádegið, næsta dag, fékk ég leiðinlegt bréf, sem ég laga nú bara á mánudaginn. En versta af öllu og það er það sem draumurinn hefur sennilega boðað eru afskipti af persónulífi einstaklings. Ég nenni ekki að hugsa um neinn annan en sjálfan mig! Hugsa jú um vini mína og fjölskyldu því mér þykir vænt um ykkur ;) En þetta er allt annað og meira. Og ég er búin að fá nóg. En samt get ég ekki slitið mig frá þessu og finnst ég endilega þurfa að skipta mér af, og ætti. Enn á hinn bóginn þá æli ég og fæ útbrot og fer í þunglyndiskasst þegar þetta ber upp á góma. Oh... þoli ekki svona fólki. Sem hendir manni til og frá...
En nóg komið af þessu öllu saman, ætla að reyna að segja ykkur eitthvað skemmtilegt. Nenni nú ekki að segja frá helginni því hún var bara róleg en góð. Byrjaði reyndar snemma með tónleikum á Hverfis með Sjonna og Gunna og þeir voru nú bara, næstum eins og ávalt, skemmtilegir. En það fynndnasta er að ég er núna ein heima, fólkið skrapp bara út í búð. Ég er inn í eldhúsi að ganga frá matnum, núbúin að borða morgun mat og er að hugge mæ í náttfötunum. Þegar það er svo bankað á hurðina, Hrappur náttúrulega sprettur upp og lætur í sér heyra. Ég fer bara til dyra og reyni að láta hurðina skýla mér svona því þetta er sennilega einhver ókunnugur. Og jú þetta var hr. ókunnugur. Illa til fara, svona róna looking guy, reykingar stibban lá af honum, hárið reitt og væri til valinn nauðgunnar persóna í bíómynd. Hann fór að tala um að það væri nú komnir maðkar hérna í öll trén og lús og eitthvað fleirra svona. Fullt um eitthvað garðyrkju eitthvað (hann vissi náttúrulega ekki að hann var að tala við Miss Sardína eða radísur 2005) En ég svona fylgdi honum eftir, kynnkaði kolli þegar við á og annað. Hann malaði og malaði svo mikið og ég allveg að reyna að fylgjast með að ég þegar hann segir mér að koma út þá fer ég bara út á náttfötunum (og svona eftir á að hyggja var ég mjög fegin því að vera ekki í einhverjum sexy náttkjól :p ;) Og ég labba svona um garðinn á náttfötunum og fylgist með honum skoða trén og tala um þennan maðk sem er að koma í trén og lúsina... Fæ síðan miða þar sem pabbi getur hringt í þennan gaur. Og núna er hann aftur kominn, já hann gerir líka almenna garðyrkju...
En helgin var góð, sérstaklega var laugardagskvöldið ánægjulegt. Fór í bæinn með stelpunum þar sem við rölltum svona á milli staða, byrjuðum á Hressó á live tónlist... síðan á Næsta bar og þaðan á Kjallarana og mikið var nú gaman og gott að fara þangað og sjá allt þetta fólk :) Bara alveg eins og í gamla daga og Gullfoss og Geysir voru náttúrulega að spila. Svo það var mega stemmning í húsinu og nóg að gera :) víhí... þaðan fórum við á Ölstofuna og tókum rúnt á Hressó áður en haldið var heim, og mikið var nú gott að vera bara á bíl ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?