<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 13, 2005

Bínurnar 

Saumklúbburinn minn ,,Bínurnar" unnu geggjaðan vinning í femin.is leiknum um daginn. Þökk sé Þóru og hennar snilldar frumkvæði að skrá okkur ;) Og í gær skunduðum við nokkrar Bínur niður á Hótel Borg til að taka á móti herlegheitunum. Þetta var allt afskaplega skemmtilegt svona til að byrja með, á móti tók okkur happdrættismiðið, bailís glas og svo fullt af allskonar básum sem voru mis skemmtilegir. Te og kaffi básinn var skemmtilegur þar sem þau gáfu kaffiprúfur og þar við hliðina var Mosfellsbakarí með bás að kynna súkkulaðið sitt. Geggjað gott og sjúklega flottur súkkulaði gosbrunnur sem maður dífði jarðaberjum í, mega gott. Svo leið og beið og frekar langdregin tískusýning kom eftir langan bið tíma. Við fórum og fengum okkur meira súkkulaði og svo brauð. Og svo héngum við bara þarna... tralla la... Loksins kom að happdrættinu sem ætlaði heldur engan endi að taka, eða sko kynningin á öllum vörunum. Og varð kynnirinn alltaf leiðinlegri með hverri vöru sem hann kynnti og talandi nú ekki um þegar hann var að reyna að vera fyndinn fyrir frama 300 konur og tala um grindarbotna og fræði þær um þá. "halló" langaði mig bara að öskra, hvort ert það þú eða við sem erum heimsk. Mynnir mig bara á Boga sýkla og sjúkdómafræði kennara sem þóttist þetta túrverki og þess háttar þegar við vorum að tala um mannslíkaman, með 20 konur í stofunni. Fíbbl... :p Jájá... Og loksins loksins!!! eftir dúk og disk var komið að því að taka á móti verðlaununum Bínanna. (en það var ástæðan fyrir því að við komum). Já og svo fékk Erla body scrub eitthvað... svaka flott. Og upp á svið við stigum og tókum á móti gjafbréfi á hótel Glym í Hvalfirðinum, kvöldmatur, nótt og morgunmatur. ummm... og þetta er ekkert smá flott hótel. Þegar þetta var búið vorum við ekki lengi að koma okkur út og upp á Hverfisbarinn að hlusta á Sjonna og Gunna spila, og óska Sjonna til hamingju með tiltla guttan. :p núnú við vorum þar lengst til að ganga hálf eitt en þá var meirihlutinn af Bínunum farin heim. Dúda mía hvað ég var fegin að hafa ekki verið að drekka í gær (var bara á bíl) því þegra ég vaknaði í morgun leið mér eins og ég hefði verið á mega djammi, nema hvað ég var ekki þunn! :p Yes... en núna er ég alveg að fara yfir um. Var búin að ákveða að fara upp í Þórsmörk með strákunum að taka upp. En svo á ég afmæli og svona á laugardaginn og var eiginlega búin að ákveða að vera bara heima í faðmi fjölskyldunar og svona. En núna allt í einu eftir að Stebbi hringdi er ég að missa mig mig langar svo að fara. Svo ég er svona að spá enþá meira... á ég-á ég ekki... Dissa bara afmælið mitt í bænum og fara út úr bænum... ah, ætla að heyra í mömmu með þetta... :p En komið gott af löngu skrifi...

|

fimmtudagur, maí 12, 2005

Hvort sem er, þá er það! 

Það gerist nú ekki mikið í svona fríum... er bara að hanga og gera ekki NEITT!!! En það er svo sem ágætt, gott að fá smá pásu áður en allt byrjar. Undirbúiningurinn fyrir Þórsmörk og svona! :D
Loksins, loksins voru upphafs orð boðunarorðanna á stjórnarfundinn í kvöld. Þetta var hinn ágætasti fundur og allir mættu hressir á Vegamót. Vanir menn og konur héldu uppi umræðum á meðin hinir sáu sér bjór og aðrar veigar (býst við því) í hillingum. En svona er þetta. Nú aldrei þessu vant var pínu lítið erfitt að finna stæði á þessu slóðum en ég prísaði mig sæla þegar ég lagi í eitthvað stæði. Stæðið leit mjög skringilega út en mér þótti það fínt á þessum tímapunkti enda alveg að verða of sein. Nú svo eftir fundin röllti ég og Hilla niður á Hressó í spjall og rólegheit yfir kaffibolla. Þegar ég kem að stæðinu mínu, og var þá farin að vera eilítið stressuð um að bíllinn væri heill á húfi þá átta ég mig á stað og stund og að aðstæðum. Hoppa inn í bílinn eins og ekkert væri og bruna í burtu og þakkaði guði fyrir að stöðumælaverðir vinna ekki á kvöldin því þetta var alls ekkert stæði. :p tíhí... Svo fer ég að flakka á milli útvarpsstöðva og þess á milli tók það Hillu mjög langan tíma að fatta að ég væri fyrir aftan hana á ljósum. Eftir bílflaut, mikið veif og ljósablikk. Og konan í næsta bíl horfði ískyggilega á mig (,,hvaða brjálæðingur er þarna á ferð"). Þegar hún loksins áttaði sig. Nú ég enda á rás 2 því ég heyrði rödd sem ég kannaðist við, og vitið menn. Það var verið að spila Leoncy (kann ekki að skrifa það). Sem gladdi mig enþá meir. :) :) :) Og það eina sem ég sá fyrir mér var halló myndbandið sem ég sá með henni við lagið GSM (lesið skammstöfunina á ensku) og snillinginn Ásdísi (vinkonu Hillu). Sem sagt yndislegur endir á mjög svo góðu kvöldi. Svo þið sjáið, það er gott að fara út öðru hverju. ;) :p

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?