<$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 08, 2005

Eurovision 2005 

Alveg er ég búin að missa mig í þessari keppni þetta árið. Fór á íslensku eurovison síðuna og er búin að hlusta á öll lögin, og mig langar nú bara svona að deila því með ykkur hvað mér fannst, meira svona til gamans gert en alvöru. Og gaman væri að fá smá komment á þetta. Stofna til smá umræðu, veit að það er smá í þessa keppni, en aldrei er of seint að byrja. Og bara gott að hita pínu upp. ;)
Albania, Tomorrwo I go; Kröftugt lag í byrjun og heldur elektrónísku stuði uppi með smá angurværð. Skemmtilegt feikspilið á fiðlurnar. Og afskaplega gaman að heyra enskuna þeirra. Er samt ekki viss um að myndbandið haldi mörgum út í gegn.
Andorra, La mirada interior; Skemmtileg í byrjun á myndbandinu en eitthvað við lagið sem minnir mig á Eurovision. Hef heyrt eitthvað svona áður. En konan alveg hræðileg með sinn stóra geyblandi munn þramandi í átt að vélinni. Ekkert sérstaklag og myndbandið heldur manni ekki, nema maður sé svo forvitinn að vita hvort það komi ekki eitthvað fleirra. -Ég spólaði áfram- Jú þarna var hún út í skó, komin svo á hestbak (eftir meira spól). Og tek eftir því að maður hefur séð þetta allt í byrjun. Svo ég hætti bara, spá þessu ekki miklu. Nema það sé í tísku svona lög, en þá fylgist ég ekki með. :p
Austria, Así; Byrjar á skemmtilegum trompetleik og tengist einhvernveginn við gamlatíman með upphafsmyndinn í myndbandinu. En þegar ég sé söngkonuna lýst mér ekkert á þetta. Hvað er þetta með munngeiflur? Þetta er svona nýtíminn settur til fortíðar auk fortíðarmynda. Seinnastríð? Annars er þetta svona la la lag... Allt afskaplega þjóðlegt.
Belarus, Love me tonight; Hélt hún væri að syngja frönsku í byrjun, en svo var ekki. Athugið kynnbeinin á henni!!! Mjög sexý lag ef svo má segja. Svo kemur rosalegt stuð... En það gerist samt ekki neitt, bíð og bíð eftir að sexý gellan fari í tras við taktinn í laginnu, en ætli hún verði ekki að passa brjóstin. :p Ásamt bakdönsurunum sem greinilega eru að taka slökunnar- og kikkbox æfingarnar sínar. Semí myndband, þar sem fer eftir fólki hversu lengi það endist í að horfa alltaf á það sama frá mismunandi sjónarhorni.
Belgium, The big night; Þessi er allavegana að syngja frönsku! Sætur strákur í hvítum jakka á rólegu nótunum. Svolítil minningu um Jónsa síðan í fyrra. Veit ekki alveg, nennti ekki að horfa svo ég spólaði pínu. Þá var komin aðeins meiri kraftur í þetta og ég fékk svona þjóðfélagslegan baráttu fíling. En gaman að sjá hvað hann meikar að brosa svona mikið. :)
Bosnia-Herzegovina, Call me; Og það fyrsta sem mér datt í hug, vá söluvara, þetta á að slá í gegn. 3 ljóshærðar skvísur með poppað lag, stemmari, minnir mig samt á ABBA og nokkur skot í myndbandinu sem eru ABBA-leg. ABBA er greinilega júróvisíon bandið! Skemmtilegt lag og got myndband þangað til í lokinn en þá er það orðið leiðigjarnt.
Bulgaria, Lorraine; Sexý gaur í rigningu. Mætti samt vera blautari ;) Rómantísktlag, dettur í hug að Lorraine sé kvennmans nafn og hann sé að syngja til hennar. En finnst lagið er ekkert spes.
Croatia, Wolves die alone; Ágætis byrjun, ekta svona Króatískt lag eitthvað :p Veit ekki hvað ég get sagt meira... Sorglegt eitthvað, skil ekki kóratísku svo ég veit ekki um hvað þetta er, missti ástina í vatnið eða eitthvað? Fallegt myndband, úff en einhæft. Þetta er allt í lagi, ég hætti í miðju lagi.
Cyprus, Ela Ela; Símaútgáfan af Russlönulaginu (vinningslagið í fyrra). Get ekki sagt meira.
Denmark, Talking to you; Annað myndbandið í keppninni sem er með bílaupphafsatriði. Ég held því fram að Danir eigi með þeim fallegustu karlmönnum í heiminum. En hérna stóðust þeir ekki undir væntingum mínum. Þessi er ekkert spes. Lagið er rólegt og... hræðilegt þegar röddin hans brotnar. En stelpan er sæt. Býst samt ekki við því að hún verði ekki upp á sviði, en það er hægt að sjá hana í sturtu í myndbandinu.
Estonia, Let´s get loud; Eistar eru greinilega miklir töffarar, með kúlið á hreinu. Besta útlenska enskan hingað til :p Svona allt í lagi bara lag. En hefði samt haldið að það væri meira fútt í því svo með heiti lags til hliðsjónar. En það á sín dansspor ;)
Finland, Why; Byrjuninn er minnir mig á lag með The Eagles, Hotel California, og rödd söngvarans er svipuð. Mikil sorg og mikill söknuður þarna á ferð. Ég meikaði ekki að hlusta lengur á sorgarsögu söngvarans. Á sjálf nóg með að vera glöð á rigningardeginum mikla og hrofa á eftir snjónum. Þetta lag fer ekki langt.
France, Chacun pense á soi; Og eins og öll hin árin þá syngja Frakkarnir á frönsku. Og þar sem ég kann ekki frönsku veit ég ekkert hvað sagt er á fallega bleika sviðinu þeirra. En þetta er, verð bara að halda mig við la la lag. Sæt stelpa, en það sem gerir útslagði eru bakraddadansararnir. Og ég bara spyr, hvar er smekkleg heiti? Þessar mjaðma hreyfingar í anda Jacksons eru alveg... finnst þetta svona frekar asnó. Eiginlega ókvennlegt. Og ég hlusta meira, og spóla... Sýndist ég skila eitthvað þarna að þetta væri um peninga, eða að græða. Fæ ekkert út úr þessu og næsta lag er...
F.Y.R . Macedonia, Make my day; Allt ákaflega þjóðlegt og skemmtilegt. Svona náttúru eitthvað bætt þarna inn í ... þið hlustið bara, gæti farið langt.
Germany, Run and Hide; Þjóðverjar farnir að syngja á ensku? Hevý þýskt rokk popp með stelpu með allt of sítt hár sem klessist í klístru glossinum hennar því krafturinn á viftunni er allt of mikill. Og það er kafli og kafli í laginu sem minnir mig á lag/er alveg eins og lag sem ég man ekki hvað heitir en er síðan ég var í 8.-10. bekk held ég. Hluti af tekstanum er ,,Hey, hey, hey... what´s going on. (wigfíld eða eitthvað). Já og alltí einu skaust upp í huga mér Manson-fólk-gotharar þegar ég sá hana fyrst. Í þessum leðurjakka með keðjurnar sínar. Síðan reynist þetta bara hið rólegasta lag, en mér finnst hún ekki vera með neina spes rödd svo ég slekk.
Nú svo fer ég nú bara svona að leita að löndum sem mig langar að heyra frá.
Hungary, Spin, World; Varð fyrir valinu næst. Skalla Pétur byrjar á ekkert smávegis flottum dansi og flott lag. Þetta er í svona rússneskum stíl, kósakka dans og flott. Svo verður þetta allt mjög þjóðlegt, og litríkt. Þetta er flottur hópdans og hlakka bara til að sjá endanlega úrlausn því þetta gæti komist eitthvað áleiðis.
Svo er íslenskalagið ekki af verri endanum og ef Selma stendur sig jafn vel og hún gerði síðast og við fáum smá heppni að þá komumst við langt.
Ireland, Love; Varð bara að tékka á landinu sem við erum hvað blóðflokkalega skildust. ;) En þeir hafa unnið ansi oft... #)"$("#$"# Æi nei, trommur, klént, sami taktur og annarstaðar, rauð djöflastjarna í bakgrunni. Ekki. Finnst þetta 16 ára par ekki syngja neitt spes, er þetta söngvakeppni framhaldskólana? Og auðvitað urðu þau að vera þjóðleg og troða þjóðdönsunum inn í þetta. Mega riverdans hífir lagið upp, eða allavegana sviðsframkomuna, spurning hvort þau fari með út? Nú þetta var nú bara stutt og klént.
Norway, In my dreams; Norðmenn hafa nú ekki verið neitt sérlega svalir, þeir hafa verið hallærislegi stóri bróðirinn sem Ísland hefur passað að líta ekki upp til. En geta þeir breyst? Hafa þeir kannski húmor? Á þetta að vera fyndið eða er þetta há alvarlegt gigg hjá þeim? Allavegana er þetta Queen hljómsveit norðmanna, gjörið þið svo vel.
Poland, Czarna dziewczyna; Ákvað að skoða vini mína í Póllandi því pólskir strákar eru svo sætir. En þessir eru ekki vinir mínir, það er greinilegt. Drekka líka alltof mikið vatn og safa. Er þetta ekki líkt króatískalaginu? Já þetta er eitthvað wanna be Spain...
Romania, Let me try; þessi koma sterk inn í ár með takt fastan dósaslátt ásamt tekknórithmanum í eyðimörkinni. Alltsaman mega töffarar. ;) Fíla þetta lag bara. Skemmtilegt líka með hreiminn hennar.
Russia, nobody hurt no one; Rússland skín í gegnum þetta. Segi ekki meir.
Spain, Brujería; Það sem ég hugsaði áður en lagið fór af stað, ég vil fá krullóttar, cheese senjorítur. Og hvað haldi þið... Svona spænskt popp eitthvað, lofa Spánverjum samt ekki miklu.
Sweden, Las Vegas; maður getur nú ekki slept frændum sínum. Í dag eru það frændu mínir Svíjar sem eiga fallegustu karlmennina, flottur strákur! :) Með góða rödd ;) Lagið er svona Dick Traicy/Chicago stíll enda heitir það líka Las Vegas. Leðrið er greinilega að taka völdin í Svíþjóð :p Síðan hlustar maður lengra og þá verður þetta eins og introductionlag að Sitcom þætti að kynningu á Las Vegas spilavíti. Ég segi bara að ég vona að það verði fullt af nærmyndum af þessum sæta strák og að hann verði í aðeins öðruvísi fötum, vonandi verða þau pínu þröng :) (slef, slef)
Ukraine, Razom nas bahato; Já alveg er þetta leiðinlegt lag... fer ekki langt.
Og að lokum verður maður að kíkja á...
United Kingdom, Touch my fire; Aftur er þessi fiðlu og trumbusláttur sem er svo ríkjandi í dag. Tveir bumbu trommarar á sviðinu... Já, þetta er svona african style. Og ég hef áhyggjur af þessari söng konu, var henni ekki kalt? Já mér finnst þetta ekkert spes. En ætli þetta verði ekki eitt af fá litaða fólkinu í keppninni?

Jæja þá er komið gott, og býst ekki við að margir hafi náð svona langt niður. En ég segi bara takk í dag, og þið verðið að kíkja á þessi lög, þetta er bara gaman. :)
Góða helgi...

|

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Skýring á "Markaðssetningu." 

Fékk þennan snilldar póst...

*Þú ert kona og sérð flottann mann í partýi. Þú ferð upp að honum og
segir, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er bein markaðssetning.

*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottann mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu."
Þetta er auglýsing.

*Þú ert í partýi og sérð flottann mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er
frábær í rúminu."
Þetta er símamarkaðsetning.

*Þú ert í partýi og sérð flottann mann, þú lagar til fötin þín, labbar
upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu,
má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir,
"Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
Þetta eru almannatengsl.

*Þú ert í partýi og sérð flottann mann. Hann labbar upp að þér og
segir,"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
Þetta er þekkt vörumerki.

*Þú ert í partýi og sérð flottann mann. Hann langar í þig en þú færð
hann til að fara heim með vinkonu þinni.
Þetta er söluorðspor.

*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
Þetta er tækniaðstoð.

*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgvötar að það gætu verið flottir menn
í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á
þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun,
"Ég er frábær í rúminu."
Þetta er ruslpóstur.

*Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á
brjóstunum á þér og klípur í rassinn.
Þetta er Arnold Schwarzenegger.

*Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að
þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn.
Þetta eru Bandaríkin.

|

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Einu sinni enn... 

Ég er farin að halda að ég sé undir einhverjum alögum með lykklana mína því mér tókst að læsa mig úti í dag aftur! En þökk sé fyrir systur mína og hennar snilldar leynihugmynd! :) En það er
alltaf gaman að skríða inn um glugga ;) ég býð bara eftir því að einn daginn hringi nagranninn í lögguna og hún komi og taki... :p

|

þriðjudagur, apríl 05, 2005

 

Og þa virkar a takkinn... :) víhí...

Verð nú bara að segja að ég hef aldrei vorkent hundinum/hundum eins mikið og núna. Í gær sóttum við hann a dýraspítalan eftir að hafa verið í geldingu. Og aumingja hvað greyið bar sig illa. Hann datt þrisvarsinnum a rassinn a leiðinn ur bílnum og inn. :p Svo la hann bara a golfinu og hreyfði sig ekki bofs... En hann er allur að braggast, sýnist að hann verði pínu meira krúsi dýr eftir þetta. Hægt að knúsa hann meira og svona :p
Nokkrar myndir úr skólanum, arshatið og fleirra.

|

sunnudagur, apríl 03, 2005

Heldur sorglegt 

Finnst half skrýtið að segja þetta því ég þekkti manninn ekki neitt. En finnst það heldur sorglegt að heyra að Pafinn sé latinn. Og eg get ekki skrif_ð meir, copy t_kkinn virk_r ekki...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?