<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 18, 2004

og þá er það búið 

Þessi yndislega helgi sem ættlaði bara aldrei að koma er svo bara búin. En það var margt afrekað á svo stuttum tíma. Föstudagurinn fór í skólann og svo skyndihjálparvakt í höllinni á Prodigy tónleikunum sem voru magnaðir, eða það sem ég sá af þeim. Þó höllin hafi ekki verið full var alltaf erill hjá okkur og ýmis verkefni þurfti að leysa. Nú á laugardeginum vaknaði ég fyrir allar aldir til þess að taka þá í öðru Rauða kross activity sem fram fór í Bláfjöllum. Um var að ræða öryggisnámskeið fyrir sendifulltrúa Rauða kross Íslands. Ungmennahreyfingin tók þátt í nokkrum póstum og ég veit ekki betur en þeir hafi allir gengið vel. Verst hvað það var kalt úti því mest allt fór fram úti og því þurfti maður að vera vel klæddur. Svo þegar fór að dimma þá læddist þessi líka rosalega þoka yfir fjöllin svo varla var hægt að sjá á milli staura á tímabili. Það var svo allveg yndislega að koma heim og fara í heita sturtu. En stoppaði ekki lengi þar sem ég ákvað að hitta Hillu og Fanný um kvöldið þar sem ég sakknaði Hillu svo mikið en hún var búin að vera í útlöndum (í viku). Við kíktum svo í bæinn og ég var á bíl og því edrú sem hefur bara held ég aldrei gerst síðan ég fór að fara að djamma. :p Það var nú heldur sorglegt um að lýta í bænum og fámennt. En ég hitti nokkra gamla félaga og komst að því að systir kunningja míns er vinkona vinkonu minnar og var au pair í USA á sama tíma og ég. Sunnudagurinn var svo himneskur og ég svaf til klukkan 2! Hef bara ekki gert það í langan tíma. Svo var planið að horfa á spólu og byrjaði á gamalli John Wayne kúrekamynd. Var ekki allveg að nenna að horfa á hana og rak þá augun í Lion King Special edition. Þegar hún byrjaði að rúlla komst ég að því hversu mikið ég sakknaði þeirrar myndir og hversu góð tónlistin er. Svo horfði ég á gerð og undirbúning myndarinnar sem var frábært að fá að sjá. Og líka um gerð og undirbúning leikritisins sem ég sé núna rosalega eftir að hafa ekki farið að sjá þegar verið var að sýna það í Chicago. :( En vonandi sé ég það þegar ég verð þar næst. Kvöldið endaði svo stórkostlega með för á Vegamót.
Úff... mér líður bara eins og ég hafi verið að ljúka við skýrslugerð... :p þetta er svo leiðinlega skrifað... En mikið er hræðilega kalt úti. Ég hugsaði bara í morgun á leið í strætó, vá ég er ekki að meika þetta. Það er allveg hræðilega kalt úti. Eitthvað svo óþægilega kalt.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?