<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 01, 2004

Komin heim :D 

Og þá er maður komin heim! Það jafnast ekkert á við Ísland eða svona allt að því. Vatnið í krananum var nú ekki eins gott og mig minnti, steinbragð en þá fór ég bara út í skúr og fékk betra vatn. En heimkoman hefur verið stór skemmtileg. Fullt djammað í góðra vina hóp og svo skellti ég mér í sveitina á sunnudaginn til þess að hitta stór fjölskylduna og það var frábært veður :) og lopapeysan kom loks að gagni! Búin að bíða eftir því að fá að nota hana... Það er nú svona eitt og annað mis merkilegt í fréttum. Ég er búin að fá mér lang þráða Dominos pizzu, hljómar kannski skringilega en mér finnst hún góð og miklu betri hérna en í USA, svo hef ég náttúrulega gætt mér á kókinu og bjórnum sem stendur alltaf fyrir sínu. Súkkulaðið er yndislegt og... skemmtana lífið ruggl og Brennslan söm. En ég á nú eftir að prófa Bæjarins bestu, kíkja í mollinn, kolaportið og bara fullt en það gerist með tíð og tíma. Nú ég fór í skólasetninguna í dag svo alvara lífsins hefst eftir eins árs frí. Þetta var nú ansi skemmtilegt og hlakka ég bara til að byrja og sökkva mér í verkefnum (gæti yðrast þessara setningar seinna en það er seinni tíma vandamál). Röllti svo niður í bæ í góðaveðrinu og fann "allt á sínum stað" í litla miðbænum sem er svo fallegur, sérstaklega í góðu veðri. Nú ég fór í síman og ætlaði að opna símanúmerið mitt en það bara virkaði ekki. Beið og beið svo ég fékk nýtt númer svo allir að breyta núna er ég 8430570 jamm veit allveg út úr kú... þaðan kíkti ég í túristar menninguna í IÐU og Rammagerðinni sem var allveg allt í lagi, keypti póstkort til að senda út. Og svo átti bara að taka strætó heim. Stóð úti í kuldanum (mér var kallt!) og beið og beið eftir bílstjóranum, ásamt fl. fólki og aldrei kom hann. Einhver fór inn að spyrjast fyrir og enginn vissi hvert bílstj. hefði farið, hann var bara horfinn. Svo hringdi einhver í Strætó og það var sagt eitthvað og þessi ferð féll niður. Svo núna er ég allveg fjúkandi reið út í þessar gulu drusslur. Og heyrði út undan mér að þetta hefði víst komið fyrir í gær. Lélegt lið þarna. Og núna(nokkrum klst. seinna) er ég bara stödd hér...
Lifið heil.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?