<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Back in Chicago #2! 

Jæja þá er ég komin heim, aftur! Einstaklega vel heppnaðar vikur að baki! Wisconsin var allveg snilld og rosalega falleg! Sjóskíðin voru allveg brill og bara að vera í vatninu allan daginn! :D En Portland er sagan í dag. Við gistum á einkar notarlegu hóteli sem er staðsett við ánna sem ég veit ekkert hvað heitir. Nú landslagið er allt annað en sjá má í Chicago, hæðótt og úr fjarska sjást himinhá fjöllin, svona tindar hér og þar! Hæðarnar eru þakktar risatrjám og húsin eru byggð inn í, á og við. Miðbærinn er ágætur (það jafnast náttúrulega ekkert á við Chicago). Portland er mjög svo sportý staður, útivistarmenning í ríkjandi mæli (eða getur maður ekki sagt það?). Við semsagt komum á föstudagshádeginu. Fórum á hótelið, eitthvað og svo í matarboð til fjölskyldunnar sem var að gifta. Þar voru haldnar allskonar ræður... Laugardagurinn fór í dýragarðsrölt sem var ágætt, vann svo um kvöldið meðan á brúðkaupinu stóð og öllu því húllum hæ. Svo var farið eldsnemma í flug, heim! Hefði viljað sjá meira af landslaginu eins og fara í fjallgöngu eða eitthvað en það verður bara að bíða þangað til seinna. Kannski í Seattle.

Já þetta er ótrúlegt. Er ekki allveg að átta mig á þessu. Ég er að koma heim!!!!!!!!!!!!!! Nýja Au Pairin kemur á fimmtudaginn og ég fer á miðvikudaginn í næstu viku. Mér finnst ofboðslega sorglegt að fara. Fólkið hérna er allveg frábært og Chicago er svo falleg borg og svo er líka bara svo gaman að búa í Bandaríkjunum HAHAHA :D þið hélduð kannski að ég myndi aldrei segja þetta. En það er rosalega gaman að búa hérna, hérna finnst mér gaman að versla! Alltaf hægt að finna sér eitthvað! :D Og svo er bara svo gaman að búa á svona stórum stað! ;) En ég hlakka samt rosalega til að koma HEIM!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hitta mömmu og pabba og systurnar mínar og ykkur hin :D ættingja og vini!!!! Get ekki beðið eftir að sjá ykkur! :D Renni svona einstaka sinnu yfir í huganum atriði úr Love Actually þegar allir eru að faðmast á flugvellinum. Get hreynlega ekki beðið eftir að fá að knúsa og kyssa alla þegar ég kem heim. Ætli ég endi ekki á að fá frunsu af öllu kysserýinu! ;) :p tí hí... En ætla að hætta þessu heimi tali bulli áður en ég fer að gráta yfir um af öllu þessu hugserýi!
En hafið það gott þangað til næst ;)
luv...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?