<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 21, 2004

kvartanir... 

Já fólk eitthvað farið að kvarta! Farið að þyrsta í sögur... hvað get ég sagt ykkur? Hey það er komið nýtt útlit á "Posting" hérna á blogginu... alltaf verið að breyta... En kvartarinn er nú samt ekkert betri sjálfur. Farð þú að skrifa eitthvað... :p ;) :)
Nú hvað get ég sagt ykkur... Ætli maður byrji ekki bara á því sama. Liðin helgi! Hún var nú barasta fín! Síðasta djammið mitt með Iris vinkonu minni hérna því þegar hún fer heim, eftir 2 vikur og ég þá á leiðinni heim frá Wisconsin og svo til Oregon, Portland. Nú ég ákvað að ná mér í pening þegar komið var niður í bæ. En úps a deisý! Ég var bara staurblönk svo ég varð að lifa á öðrum... Djammið var svona fínt framan af þangað til við fórum á flakk sem endaði sem mesti leigubílarúntur sem ég hef farið á. Það er nefnilega ekkert sniðugt að flakka á djamminu hérna allir staðirnir eru þvers og kruss um bæinn og það tekur of langan tíma að labba. ;) Nú svo við enduðum kvöldið í nágrenninu á kaffihúsinu okkar Pick Me Up en það stendur alltaf fyrir sínu. Fengum okkur ostafranskar klukkan 3 að nóttu til, nokkuð gott! Svo var föstudagurinn snilld. Skellti mér í bæinn strax eftir vinnu og keypti mér andlitshreynsidóti, loksins! Fór svo í GAP og keypti bol og buxur og leiðinni heim kom ég við í Virgin til þess að nota gjafakortið sem ég fékk í afmælisgjöf. Ég hafði nú ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að kaupa en það leið ekki á laungu þangað til ég fann fullt af diskum. Svo eftir klukkutíma röllt og hlustun í Virgin labbaði ég út með 4 diska, Bee Gees -Their Greatest Hits-, Franz Ferdinand (takk björg :D ), Lorietta Lynn (sem er snilldar kántrídiskur og Maus -Absalution-. Sem sagt góð kaup! :D Hummm... Sunnudagurinn var svo bara rólegur, var í náttfötunum allan daginn upp í sófa að lesa The Notebook sem er allveg frábær bók. :D Mæli með henni til lesningar, og einnig að sjá myndina! :D :) ummm... svo sætt, svo fallegt!
Nú það hefur ekki mikið drifið á daga mína hérna eftir þess helgi. Nhei hvað er ég að segja. Veit nú ekki hvort ég á að segja frá þessu samt... humm... æ, læt bara vaða. Á mánudagskvöldið hitti ég stelpurnar yfir bjór á meðan Cubs voru að spila. Við fórum á bar sem heitir The Cubby Beer eða eitthvað þannig. Eftir leikinn komust við í laugardagsfíling og allir að dansa í góðu stuði og við líka. :D Nú þegar ég ákvað að fara heim stoppuðum við fyrir utan staðinn og vorum eitthvað að spjalla. En svo ég geri langa sögu stutta þá lenti ég næstum því í slagsmálum við gaur sem var að bögga mig og vinkonu mína. Og til að gera þessa sögu en þá styttri þá segi ég bara ,,Maður segir ekki við stelpur að þær séu feitar og ljótar."  Hvort sem þær eru það eða ekki. Svo ég sagði bara á móti að hann væri með stór brjóst og ljótt fés. Hann varð voða sár greyið...  En ég hafði nú getað átt gott skot í fésið á honum og náði góðu taki á fingrinum hans en hann var ekki þess virði að meiða angans skinnið... :p en þetta endaði vel ekki halda að ég sé eitthvað ofbeldishneigð... ég hafði ekki einu sinni í mér að puttabrjótamanninn... :p Já svona var mánudagskvöldið. Núna er ég bara að gera mig klára í ferðalagið til Wisconsin en við förum á föstudaginn og komum heim 2 vikum seinna og förum þá til Oregon, Protland svo ég verð eiginlega ekkert heima fyrr en 8 ágúst. Svo gott fólk það verður ekki mikið um skrif og svör á tölvupóstum! Því ég verð að læra á sjóskíði :D En það er nóg að gera fyrir þetta ferðalag því þegar ég kem heim þá á ég bara 10 daga eftir eða eitthvað þangað til ég fer til Seattle og svo heim. :D Svo ég ætla að setja fullt af dóti til hliðar svo það verði reddý ofan í tösku þegar ég kem til baka. Jibbý! Já segjum þetta gott í bili!
Knúsi knús og 1000 kossar úr rakanum í Chicago. Ákvað að vera inni í dag því það er hreinlega ekki hægt að vera úti vegna rakans. :p bjakkk...
Þetta er snilld Kristín svo gott fólk... er búin að vera að reyna að skella þessu link inn en get það ekki svo farið á http://www.weebls-stuff.com/toons/37/ 
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?