<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 14, 2004

og aðeins fl. ... 

Var að horfa á Animal Planet áðan þar var þáttur sem heitir My baby eða eitthvað þannig. Nú það var verið að fylgjast með konu sem var að gefa hvolpana sína í burtu. Hún hélt svona baby show fyrir þá og beinlínis grét yfir að þeir væru að fara. En hún hafði valið handa þeim góð heimili og ætlar að vera í sambandi við fjölskyldurnar svo hún geti fylgst með hvolpunum "sínum". Nú svo komu fjölskyldurnar að sækja hvolpana og allir með svona baby shower blöðrur og dót. :) -Happy happy creazy americans...- Svo var tala við ein hjón sem eiga engin börn en voru búin að bíða eftir þessu hvolpi sínum í 2 og 1/2. Þau gerðu seps hvolpaherbergi fyrir hann og útbuggju húsið svona hvolpa prufe eða þannig að það er ekkert í húsinu sem gæti slasað tiltla hjálparvana hvolpinn þeirra, svo hann ætti að vera seif. -Ætli það hafi komið fyrir dómstóla í ameríku mál á hendur hvolpa eigendum. Þar sem nágrannar eða eitthvað eru að segja að þau fari og hirði ekki nógu vel um hvolpinn sinn?-
Svo sá ég hesta þátt, ekkert voðalega skemmtilegan en þar sem þetta voru íslenskir hestar þá horfði ég smá, hryssan með folaldi og allveg að eiga...
Jæja ætli ég segi þetta ekki gott í bili. Fékk að hætta snemma í dag því ég á afmæli :D En hef reyndar ekkert að gera. Hangi bara hérna í tölvunni. En allir heima sem hafa hringt, rosalega gaman að heyra í ykkur! :D :D jejj... En skemmti þið ykkur vel á Eurovision á morgun! party party party!!!!

|

I´m singing in the rain...  

...just singing in the rain. What a glorius feeling (að vera blautur) I´m HAPPY again. Já það er helli demba úti...
Er að hlusta á Rás 2 jejj... :D alltaf gaman að hlusta á svona íslenskt... mér finnst þetta magnað fyndið :D þetta er eitthvað svo skrítið. Næ ekki einu sinni að fylgjast með... þetta er svo framandi... Ég held að ég sé að fara yfir um af gleði... :D:D:D þetta er líka yndisleg augulýsing, verið að segja frá hvernig hirða á um gras. En ég ætlaði mér að reyna að horfa á danska konunglega brúðkaupið á netinu. En nei, gekk ekki... :s ah kannski ég tékki á einhverji danskri síðu, nema þetta sé búið :( já þetta er sennilega búið... en rás 2 rúllar... jejj... auglýsinga stefið. Íslenskar auglýsingar eru yndi, það er ekki til neitt hérna sem heitir leiðinlegar auglýsingar það er eitthvað stef og ömurlega leiðinleg rödd sem talar alltaf í sama tóni. Svona ódýr auglýsingamáti! Ji súss minn... gaman að hlusta á þetta, NEI!!!!!!!!! Og svo eru þær endurtektar 2x. Gogguburr!!!
,,Jónsi klæðist fatnaði frá Gallreý 17." Allir að fara þangað, þetta er hræðilegt, ætli allir streymi núna í 17 eftir þessa auglýsingu, þetta er nú bara allveg sko... En ég er hætt... ætla að hlusta á mannlífið á íslandi.

|

TIL HAMINGJU! 

Elsku Ólafía mín, afmælisbarn dagsins. Til hamingju með 22 ára afmælið! :)
Luv, María

|

fimmtudagur, maí 13, 2004

Brandarar! ;)  

...fann þennan á fm957.is ;)...

Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni.

Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig. Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo "Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!"

Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. "Blandað grænmeti!" sagði Jónas.

Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo "Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Merkigili að vinna hérna?"

fann þessa á vef Stundarinnar okkar!
Jón: Mamma nú veit ég hvernig þú getur grent þig, mamma. Hvernig? Jón: þú borðar mikið uppþvottalög, að því það stendur á flöskuni að það fjarlagi alla fitu

Akureyringur: veistu hvað gerðist í gær. Hafnfirðingur: nei. Akureyringur: ég festist í lyftu í tvo klukkutíma. Hafnfirðingur: það er ekki mikið ég festist í rúllustiga í fjóra klukkutíma.

Er Hilda litla með rauðu hundana ?
Nei, hún hnerraði nú bara ofan í tómatsúpuna.

,,Einu sinni mættust tveir menn á götu, annar þeirra var með hund í bandi þá spurði hinn maðurinn " bítur hundurinn þinn? '' Þá svaraði hinn ,, Nei hundurinn MINN bítur ekki ! '' þá beygði hinn maðurinn sinn niður til að klappa hundinum en hundurinn beit hann .
,,Hei þú sagðir að hundurinn þinn biti ekki !! "
,, Já en ég sagði aldrei að ÞETTA væri hundurinn minn"

Einu sinni átti strákur að gera ritgerð fyrir skólann sinn. Og hann spurði mömmu sína mamma hvað get ég skrifað? ,,Bíddu aðeins” og hann skrifaði það niður svo spurði hann pabba sinn, hvað get ég skrifað hann sagði ,,þegiðu sérðu ekki að ég er að lesa blaðið” og hann srkifaði það niður og svo fór hann niður og bankaði á hurðina hjá systir sinni og hún opnaði þá sagði veistu hvað ég get skrifað? ,,Það stendur
Drullu sokkur í dyronum” og benti á hann og hann skrifaði það niður og svo fór hann til litla bróðir síns og spurði hann hvað get ég skrifað og hann stökk úr rúmminu og var búinn að klæða sig í súperman búning og sagði ,,súperman”!
og hann skrifaði það niður.svo næsta dag átti hann að lesa ritgerð fyrirskólan sinn og kennarinn sagði byrjaðu nú nei ,,bíddu aðeins” sagði hann nei byrjaðu nú ,,þegiðu sérðu ekki að ég er að lesa blaðið” og rétt í þessu kom skólastjórinn inn og þá sagði hann ,,það stendur drullu sokkur í dyrunum” og benti á hann þá sagði skólastjórinn, hvað þykistu eiginlega vera? Súperman!

Afhverju, horfa hafnfirðingar alltaf upp í loftið þegar það er frost?
Því að það var spáð fljúgandi hálku.HAHAHAHAHA!!!!!!!!!!!!

Einu sinni var strákur sem hét buxur.
Hann var að fara á fótboltaæfingu,og þegar hann ætlaði að skjóta í markið þá
var sendingin of stutt, Þá sagði þjálfarinn þú gafst of stutt-buxur.Þá var
Buxur svo leiður og skaut í markið og fótbraut sig og þegar var verið að
bera hann útaf vellinum þá sagði þjálfarinn:Þér var nær-buxur.
(finnst þessi persónulega bestu :D )

Kvikmyndastjarna gifti sig og eftir brúðkaupið spurði vinnufélagi hennar
hvernig brúðkaupið hefði verið. Kvikmyndastjarnan svaraði
-Ég hef ekki hugmynd, ég hef ekki enn lesið gagnrýnina!

Nýbakaði faðirinn beið stressaður frammi á fæðingarstofu á meðan konan hans
var að fæða. Loksins kom ljósmóðirin með þríbura í fanginu. -Þetta er ansi
góð þjónusta, sagði maðurinn. Ég tek þennan í miðjunni!

Einu sinni var maður að hlusta á útvarpið
og heyrði þá tilkynningu um að það væri
fljúgandi hálka. Maðurinn kallaði þá á konuna
sína og varaði hana við því að fara út því
hún gæti fengið hálku í hausinn.
ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha.

það var einu sinni strákur sem fór í sund og hann ætlaði að stökva af stökbretinu ákurat þegar vörðurinn kallaði ekki stökva af sundbretinu það er ekkert vatn í sundlauginni það er allt í lagi ég kann hvort sem er ekki að synda

Einu sinni var maður að lakka húsið sitt og þá kom svín og maðurinn misti dolluna á
svínið þá sagði maðurinn lakkgrís lakkgrís.

Drengur: Mamma það er maður að safna fyrir nýju sundlauginni.
Mamma: Láttu hann fá vatnsglas vinur.

Einu sinni voru tveir menn sem hétu Pétur og Óli og þeir voru að tala saman. Svo leit Óli á mann sem labbaði framhjá. Þá sagði Óli þessi hlítur sko að vera boxari annað getur ekki verið!
Þá sagði Pétur: Nei ég þekki hann hann pússar gluggana hjá konunum í Árbæjarlauginni.!!

Hafnfirðingur var að taka leigubíl. Á leiðinni sagði leigubílstjórinn við hann: hvað er ekki systir mín, ekki bróðir minn en samt barn foreldra minna? Það veit ég ekki! sagði hafnifirðingurinn. Ja, auðvitað ég sjálfur: svaraði leigubílsstjórinn. Þegar hafnfirðingurinn kom heim spurði hann konuna sína: hvað er ekki systir mín, ekki bróðir minn en samt barn foreldra minna, það veit ég ekki, sagði konan.
Einhver leigubílsstjóti niðri´í bæ.

Á veitingastað nokkrum kom fiðluleikarinn úr
hljómsveit hússins að borði eins gestsins og spurði:
,, Voruð það þér sem báðuð um Mozart?"
,, Ó, nei" stundi gesturinn. ,, Ég ætlaði nú bara að
fá steikta rauðsprettu."

Siggi gamli hafði alltaf verið latur.
Einn daginn lét hann prenta út fyrir sig bænirnar og setti þær uppá vegg í herberginu sínu. Þegar hann fer að sofa á kvöldin bendir hann alltaf á bænirnar og segir:- Drottinn, þú lest þetta bara sjálfur!

Einu sinni var ljóska sem gekk inn í Bræðurna Ormsson og spurði: Hvað kostar þetta sjónvarp? Þá sagði maðurinn: Við seljum ekki ljóskum. Hún fór og litaði hárið á sér svart og gekk aftur inn í Bræðurna Ormsson og sagði: Hvað kostar þetta sjónvarp? Þá sagði maðurinn aftur: Við seljum ekki ljóskum. Hún litaði þá hárið rautt og þá sagði maðurinn enn og aftur seljum ekki ljóskum.
Þá varð ljóskan reið og spurði hvernig veistu alltaf að ég er ljóska þá sagði maðurinn: Þetta er örbylgjuofn.

Maður gekk að leigubíl fyrir utan flugstöðina á Reykjarvíkurflugvelli og spurði:
,,Hvað kostar leigubíll upp í Breiðholt?"
,,Um eitt þúsund krónur."
,,Hvað kostar fyrir ferðatöskuna?"
,,Að sjálfsögðu ekkert!"
,,Viltu þá fara með töskuna? Ég tek bara strætisvagn."

já þetta eru allveg snilldar brandarar og ekkert breyttir... :p

|

miðvikudagur, maí 12, 2004

Forseti Íslands! 

Bara svona af því ég hef ekkert að gera og var að vakna eftir síestuna mína þá langar mig bara að segja. ,,Munið eftir að flagga fyrir forseta vorum Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni á föstudaginn því hinn háttvirti á afmæli!"
Nú ef þið ómögulega viljið ekki gera það þá megi þið allveg flagga fyrir mér! :) Og svo sem bara hvaða degi sem er. Það má alltaf flagga fyrir mér. :) Þegar ég verð forsetisráðherra Sjálfstæðisflokkins (kemur enginn annar flokkur til greina ;) hehe... og þá mun ég öðlast nick name-ið Mæja Drottning eftir minni helstu fyrirmynd, Dabbi kongur) þá ætla ég að setja inn í lög að 14. hvers mánaðar skulu allar opinberar byggingar draga fána að hún og flagga fyrir mér, og öll heimil sem príða fánastöng skulu gera hið sama. (neðanmálsgrein; ef einhvert heimili á ekki fánastöng skal það kaupa sem fyrst. Ef einhver á ekki efni á fánastöng geta þeir tekið lán hjá bankanum mínum fyrir stönginni). Flaggað skal frá sólarupprást til sólseturs, nema í skammdeginu þá skal flaggað frá sex að morgni til átta að kveldi. Og þessi fáni verður mjög sérstakur. Því þar sem skjaldamerkið hefur áður verið verður mynd af mér! :D

|

þriðjudagur, maí 11, 2004

Trúi þessu bara ekki!  

Hvað haldi þið að hafi komið fyrir í morgun. Jú ég svaf yfir mig :s :( ekki nógu gott. Ég stein gleymdi að setja vekjaraklukkuna í gang áður en ég fór að sofa. Þetta hefur bara aldrei komið fyrir áður.
Annars er ekkert að frétta! Þung skýjað úti og ekkert spes veður, ekki einu sinni hlýtt sko! :p
Úff... og ég verð sennilega að vinna lengur í dag, uss ekkisegja neinum, en það er í key. Fæ þá bara meiri pening! ;D víhí... gogguburr ég á eftir að fara í bankann!

Datt allt í einu í það að skoða myndir af heiman hérna af netinu. Mér finnst allveg merkilegt hvað ég finn ekkert svona kósý fílingu hérna. Er að skoða myndir af heima og hugsa ah já þetta er svo næs. Allt svo næs heima. Samt er ég allveg að leita og bíða eftir að ég fái þess kósý fílingu fyrir USA líka. En kannski fæ ég hana ekki fyrr en ég fer heim, veit ekki. Held samt ekki að þetta tengist því að vera að heiman þessi kósý fýling gangvart íslandi því mér finnst Ísland alltaf kósý líka þegar ég var þar. Kannski af því það er meira heima heldur en hérna. Kannski fæ ég svona kósý fílingu þegar veðrið veður betra, sól og hiti. Það er alltaf kósý þegar fólk fer á stúfana. Spókar sig úti í góðaveðrinu og svona. Mannlífið kemst á stjá. :) Held bara að kósý fíling tengist því að vera á stað sem maður fílar allveg í botn. Ekki það að ég fýla ekki að vera hérna, ég bara fíla Ísland í botn! :)

Jæja segjum þetta gott í bili.

|

Helgin 

Já þá er það yfirlit yfir helgina en hún var ansi skemmtileg. Fór á djammið með dömunum á laugardagskvöldinu sem var ansi skemmtilegt. Fórum á The Leg Room og dönsuðum allveg fullt. :p

sunnudagurinn var allveg frábær. Fór á hafnarbolta (Cubs vs. Colorado)leik eftir hádegið. Veðrið var hreynt framúrskarandi gott! :D Reyndar fór svo að rigna þegar líða tók á daginn :( ekki nógu gott það og við urðum allveg hundblautar á því að labba heim eftir leikinn. En ég er búin að setja nokkrar myndir frá leiknum á Myndir #2! Nú svo var skipt um blaut föt hjá Iris og við fórum þaðan með Marge og 2 öðrum stelpum á the Blue Man group sem er allveg snilldar sýning. Geggjuð tónlist, magnað fyndið og góður leikur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er. Þetta eru 3 gaurar sem eru blári í framan og í svörtum fötum. Geggjaðir trommarar, sem eru að gera allskonar svona stand up, veit ekki hvað svona listgreinkallast. Eitt sem þeir gerðu var að einn stóð með bolta og henti í gaurana sem gripu þá með munninum. Einn fékk lit en hinn fékk tyggjó. Þessi með litina sprautaði á blað og bjó til listaverk. Hinn fékk tyggjó og týggjó og tyggjó sem hann tróð í munnin (greyp þetta alltsaman með munninum, ótrúlegt hvað hann gat troðið í sig). Nú hann bjó til skúlptúr úr sínu. Svo voru þeir að spila lög á pípur (svona pípur sem eru sett í hús fyrir niðurföll), magnað flott. Svo í lokinn voru ljósin í salnum slögt og kviknaði á svona ljósum sem gera hvítt fjólublátt eða eitthvað og það fór tonn af einhverskonar pappírsrúllum af stað. Fólkið í aftöstu röð byrjaði að traga úr rúllunum og þetta endaði allt upp á sviði. Þetta var magnað. Mæli með þessu, þeir eru að byrja með svona sjóv í Berlín svo fólk skella sér! ;)

Dagurinn í dag ekkert spes, bara þetta venjulega. Vinna og ræktin! ;) nokkuð dugleg bara! :D Er bara að blogga núna. ;) just so you know! :þ

Heyrðu mamma! Ertu til í að senda mér súkkulaðiköku uppskrift sem fyrst langar að baka eina á afmælisdaginn minn! :D Eða Anna þú mátt líka gera það ef mamma getur ekki. Spyrjana bara um einhvera djúsí uppskrift! :D nammi nammi! :)
Jæja segjum þetta gott í bili. Búin að blogga svo mikið síðustu daga.;)

Tilvitnun dagsins; (Spilverkþjóanna, Hippi. Snilldar band :D )
,,En eitt sinn hippi, ávalt hippi. Jejj jejj jejj..."

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?