<$BlogRSDURL$>

laugardagur, mars 27, 2004

Tónleikar... 

Skellti mér á netið (þar sem ég hef ekkert að gera) og var að leyta mér að upplýsingum um tónleika hald hérna í Chicago. Nú það er fullt að gerast... í Allstate Arena sem er ,,heimili" Wolves eða hokkýliðs hérna er með fullt af tónleikum.
Í mars voru eftir farandi; Kid Rock (12.03) og Britney (19.03 en henni er frestað fram í apríl) og svo R. Kelly (26.03).
Í apríl Beyonce (2.04) og Britney.
Í may ekkert.
Í júní Prince (25.06)
Í júlí Incubus (14.07)
Í ágúst Metallica (27.08) en því miður verð ég farin. böhö...
Svo í United Center sem er heimili Chicago Bulls og BlackHawk er...
MADONNA 11. júlí jejjj... og ég verð að fara... :D
og svo er Phil Collins 8. september (en það er ekkert áhugvert og ég verð komin heim :D )

Já finnst ykkur þetta ekki ganglegt. Planið er að fara á Prince og Madonnu :) vona að ég fái miða en miðasalan hófst um helgina og ég er ekki búin að kaupa en geri það vonandi eftir helgi... :)

Tilvitnun dagsins á fimmtudaginn var tilvitnun í lagið Girls & Boys með Good Charlotte. Svona fyrir þá sem undruðu. :)

|

föstudagur, mars 26, 2004

MYNDIR! 

Var að bæta inn myndum í PICS-1 og núna er það albúm orðið fullt svo það verða ekki settar fl. myndir í það. Myndirnar voru teknar í Childrens Museum á þriðjudaginn.

Annars er magnað verður í Chicago í dag. :) Hiti og læti gæti allt eins farið upp í 20°C en loftið er rosalega rakt og það ringdi í nótt og eldsemma í morgun en vona það besta í kvöld...

Anna kemur eftir viku, 7 daga, föstudagurinn í næstu viku! Jibbý!!!

|

Finnst þetta svo merkilegt...  

...veit samt ekki hvort einhver nennir að lesa þetta en ég segi bara áfram LAUGARVEGURINN!!!
Grein sem er á msn.com um ,,Shopping Guru Says Modern Malls Turn People Off" Kíkið á: http://www.bcentral.com/articles/isyn/default.asp?newsid=20043238&cobrand=msn&LID=3800

Tvíburar
Já gatan mín er stút full af tvíburum. Það eru ein 5 tvíburapör hérna á mismunandi aldrei. Og ein fjölskyldan sem á fyrir 2 ára gamala tvíbura eiga von á öðrum tvíburum, ég segi nú bara greyin!

Tilvitnun dagsins;
,,Girls don´t like boys, they like guys with money." ...and that´s so true ;)

|

fimmtudagur, mars 25, 2004

Gleði gleði... 

Var að fá bréf frá Hillu eins og kannski fleirri. Nú þar sem Eurovision er í nánd og þar sem mér finnst þessi keppni svo afskaplega skemmtileg og þar sem bréfið hennar Hillu innihélt ýmsar upplýsingar um Eurovision linka(hlekki) þá skellti ég nokkrum inn. Undir Bloggerar er komin ný síða þar sem hægt er að skiptast á skoðunum um Eurovision en þar er líka talið niður í keppnina. Nú undir ýmislegu er tónlist.is og eurovision en þar er hægt að hlusta á Eurovisionlög. Vonandi reynist þetta einhverjum gagnlegar upplýsingar og skemmtilegar...

Sumar, sumar, sumar og sól...
Jhá hérna er sko ótrúlega gott veður... fer allt upp í 71°F í dag og í gær var ég úti á stuttermabol kl. 19:10 sem er alveg ótrúlegt þúst það er mars. En mér finnst þetta bara frábært, verst að það er rigning líka eða meira svona skúrir.


|

sunnudagur, mars 21, 2004

CTA 

Chicago Transit Atorities er verra en Strætó hf. Þessu komst ég endanlega að í gær þegar ég var að taka lestina heim úr bænum. Nú við biðum og biðum í ca. hálftíma eftir lestinni sem átti að koma eftir ca. 5 mín. Ástæðurnar fyrir því að lestarnar eru seinar eru mjög misjafnar; annað hvort hefur lestin farið út af teinunum, það er áreggstur, rafmagnsleysi, það er verið að þrífa brautarpallana eða að því bara lestin er sein eða stop og svo fram eftir. Nú við héngum þarna niðri í ,,subway" og það var verið að þrífa brautarpallinn og bensínstækjan af háþrístivatnsvélinni var óbærilegur. Mér leið eins og í fangelsi eða í útrímingar búiðum því allt þarna niðri er hvít, hvítar flísar, hvítir veggir og brúnar flísar á gólfinu. Og það var fullt af fólki og við þurftum að færa okkur fram og til baka, allt eftir því hvar verið væri að þrífa. Svo kallaði einhver kona og sagði okkur að fara hinu megina við teinanna því lestin kæmi þar. Allir löbbuðu upp og þegar upp var komið sagði einhver kall okkur að við ættum að fara aftur niður því lestin væri að koma. Og allir voru voða ringlaðir og pirraðir eftir endalausa bið svo við fórum aftur niður og viti menn lestin kom eftir smá stund. En skemmtilegasta af öllu var að ég sá hrikalegasta plumer butt ever meðan ég var að bíða. Voðalega sæt stelpa var að beygja sig niður og BAMM við mér blasti helmingurinn af rassinum á henni. Ji dúdda mía mér fannst þetta rosalega vandræðalegt fyrir hana. :s
Já annars var laugard. kvöldið rólegt borðað á Hard Rock... og í dag svaf ég og svaf og er en þá í helmingnum af náttfötunum og ætla ekki að gera neitt... :)


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?