<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, október 15, 2003

Hafnarbolti 

Já í gær var Cubs leikur. Ef þeir hefðu unnið hefðu þeir komist í heimsmeistarakeppni, eða eitthvað á líka. Allavegana þá töpuðu þeir leiknum, og það er bara einum hægt að kenna um það, áhorfanda. Cubs áttu að grípa boltan, boltin flýgur í átt að áhorfendastúkunni og bamm... einn áhorfendana teigir sig í átt að boltanum og leikmaðurinn því náði ekki boltanum. Núna er nafn þessa áhorfanda á vörum "allra". Fólk veit hvað hann heitir, hvar hann býr, hvar hann vinnur o.s.frv. Aumingja maðurinn, hann mætti meira að segja ekki í vinnuna í dag því hann var svo sorry! :s Svo er ekki víst að þetta hafi verið hans sök, það þarf bara að kenna einhverjum um! Svo það er allt brjálað hérna í dag, og verður allt vitlaust í kvöld því Cubs eru aftur að fara að spila. :) Fólk er mjög reitt sérstaklega þar sem Cubs menn ekki komist svona nálagt verðlaunasæti síðan 1908.
...og þá er fréttum að Chicago lokið í bili. "Lifið heil" :)

|

sunnudagur, október 12, 2003

Yndislegir draumar 

já allt frá því um síðustu helgi er ég búin að vera með brownees á heilanum. Mig er búið að dreyma nótt eftir nótt þennan yndislega eftirrétt sem hægt er að fá á Hard Rock. Ég fékk nefnilega að smakka ís með súkkulaðidýfu og brownees köku með og namm namm namm þetta var allveg sjúklega gott... svo gott að ég er ennþá að hugsa um þetta... og mig dreymir meira að segja að ég sé að borða!!! :)

|

Leti leti leti 

já... já... já... hef ekki gert neitt annað en á glápa á sjónvarpið um helgina og leika mér í play station2 jibbý!!! Ég ætlaði að gera svo mikið, en ekkert gerðist... kannski kíki í bæinn á eftir en býst ekki við því að það sé neitt opið í dag... veit ekki... það er sunnudagur.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?