<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 09, 2003

Ymislegt 

Já það hefur ýmislegt skemmtilegt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég fékk t.d. versta hausverk sem ég hef nokkurntíman á ævinni fengið! :( þetta var allveg hræðilegt! En hér er ég í dag svo ég lifði þetta af.
Í gær hætti ég snemma, sótti miða á tónleika. Já ég fór á tónleika í gær. Ég fór á tónleika með Sting. Þetta var frábært! Tónleikarnir voru úti, fólk sat bara úti í gúddí fílíng og hlustaði á Sting! :) Veðrið er búið að vera rosalega gott þessa dagana og verður áfram fram yfir helgi allavegana, 24°C! Jibbý!!!! Svo er löng helgi framundan. Engin vinna á föstud. og ekki heldur mánud. og ég er náttúrulega í fríi allar helgar. Svo ég ætla að slappa og og njóta þess að hafa húsið út af fyrir mig. Verð að segja ykkur að ég fór á videoleigu á laugardaginn og sá að það er hægt að leigja Alias þættina á DVD! Mér finnst það geggjað, svo ég ætla að horfa á Alias!!! um helgina! :)
Úff... en nú sit ég fyrir framan tölvuna með hraðsperrur í fótunum eftir lengsta labbitúr dvalar minnar hérna. Já ég fór í göngutúr til klaustursráðgjafans míns eða hvað þetta nú kallast á íslensku. Ja, skulum bara kalla hana Abbadís! ;) hihii... Ég hélt að þetta yrði ósköp sakleysislegur og þægilegur göngutúr en hann endaði sem kvöl og pína í 2 klukkustundir. Ákkúrat núna er baseball leikur, Cubs, sem er annað af 2 liðum hérna í Chicago.Þeir eru að keppa um úrslit í heimsmeistarakeppni í baseball. hehe... Ég vissi ekki að það væri til heimsmeistarakeppni í hafnarbolta. Mér finnst að Íslendingar ættu að taka þátta í því, gætum skammstafað það HH eða WB. ;) eða eitthvað... já þá held ég að þessum ýmislegum fréttum mínum sé lokið, vona að þið hafið haft gaman af! ;) ,,Lifið heil! Bless". (Kveðja að hætti Bólu,fyrir þá sem ekki föttuðu) :)

|

mánudagur, október 06, 2003

Fiskur 

Loksins, loksins fékk ég fisk! ummm nammi nammi gott, silungur í sesamfræjum.

|

sunnudagur, október 05, 2003

AFMAELI 

Unnur og Ari, til hamingju með afmælið! Núna eru þið löglegir drykkjufélagar mínir í ammeríku. :) Afmæliskort á leiðinni! Vona að helgin hafi verið skemmtileg, sá þið mig ekki í anda með ykkur. Allveg vissum að þið hefðuð séð mig ef þið hefðuð farið í andaglas, því ég ákvað að ég skildi bara vera með ykkur í anda víst ég gat ekki komið! :)

|

Geisladiskabúðir 

ég get bara ekki að því gert en ég missi mig allveg þegar ég fer inn í svona búðir. Fór í plötubúð í gær og ég var næstum búin að kaupa helminginn af búðinni, en átti bara ekki nægan pening. Svo er rosalega þægilegt sistem þarna. Við Hvern rekka er hægt að stipla inn disk í búiðinni og hlusta, svo þægilegt! :)

|

Hestareglur 

Hef nú ekki séð það með eigin augum en það eru víst til hestareglur um það að ef maður er yfir 200 pundum þá má maður ekki ríða hesti í stuttbuxum!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?