<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 04, 2003

TV 

Já það er margt og mikið í sjónvarpinu hérna. Horfði á spænska stöð áður en ég fór að sofa í gærkvöldi og ég hélt ég myndi aldrei hætta að hlægja. Ég sá versta sápuóperuþátt sem ég hef á ævinn séð. Margfaldið 50 við Leiðarljós og alla þá þætti og þá fáið þið út spænskan sápuóperuþátt kallaðan Camile. Tónlisin í þættinum var meira að segja hræðileg. Og ég sá versta sjónvarps koss sem ég hef á ævi minni séð. Það sást svo greinilega að þau voru ekki að kyssast. :s horrable! Sviðsmyndinn var glötuð, lélegasta feik sviðsmynd sem ég hef séð. Það var svo augljóst að þetta var tekið upp í krappí stúdíói. Allt svo einfalt og flatt.
Ég elska sjónvarpið hérna, á hverjum degi þegar strákurinn fær sér blund, eða hvað það er nú kallað, þá er The Cosby show í sjónvarpinu og í gær var ég að horfa á Staupastein. Ég hélt að ég myndi aldrei sjá þessa þætti aftur. Þetta eru þættir sem ég hrofið á á hverju laugardagskvöldi með fjölskyldunni, og Rosann. Yndislegt!

|

föstudagur, október 03, 2003

Barnaefni! 

Allveg eru þessir krakkar ótrúlegir. Horfa alltaf á það sama aftur og aftur. Ég er til dæmis búin að horfa á Bob the builder trilljón sinnum síðan ég kom hingað og núna langar mig til þess að tortíma honum. Ég þoli til dæmis ekki litla steypubílinn og afhverju geta Bob og Vendy ekki byrjað saman? Ég veit það, ég sé það, það er einhver neisti þarna á milli þeirra. Þetta getur ekki verið bara vinátta. Það hlítur að eitthvað að gerast á bakvið tjöldi þegar þátturinn er búin. Það eina sem fær mig til þess að lifa þessar 45 mín. af Bob er að hugsa hvað ég mindi láta karakterinn segja ef ég myndi dömpa teipið. Oh, það væri æðislegt að geta gert það!!! :)

|

miðvikudagur, október 01, 2003

Charmed - Law & Order - Alias 

...o.fl. þættir...
Já það er himneskt að vera hérna. Er að fylgjast með nýjustu Charmed þáttunum, ég hef greinilega mist af miklu. Law & Order eru á sínum stað, alla daga en ekkert Alias. En Alias gellan var að leika gestahlutverk, held ég, í Law & Order. Og svo er nýjasta serían af Gilmor Girls að byrja í kvöld, verð fyrir framan imban í allt kvöld. :)

|

þriðjudagur, september 30, 2003

BENO 

...svo þú prumpir ekki! Sá þessa líka skemmtilegu auglýsingu í dag. Þetta er meðal svo fólk prumpi ekki eftir gasmiklar máltíðir eins og brokkólí og bauna át. Annsi hentugt :)

|

Men in uniforms 

Ég held, reyndar held ég ekkert um það sem ég veit, að flestum konum finnast einkennisklæddir karlmenn sexy. Hvað það er veit ég ekki en mér finnst þeir allavegana mjög sexy. Get nú samt ekki sagt að mér finnist póstburðadrengirnir sexy eða það sem dregur okkur enn og aftur að Mcdonalds, þá fyrir finnast þar ekki sexy búningar og bæ ðe vey þá eru örðuvísi búningar hérna en á Íslandi. Veit ekki allveg við hvorn ég kann betur, bleik/blá skrita með teningum og bláarbuxur eða svartar buxur og hvít skyrta. Allavegana svo ég komi mér að flottum búningum þá stíga á land trilljón einkennisklæddir sjóliðar um hverja helgi. Haldi þið að það væri ekki hentugt að eigna sér einn svona sem maður er laus við alla vinnudaga en kemur svo heim um helgar þegar maður þarf á að halda ;)

|

The Big Breast Club - Rock and Rolling... 

...eða hvað nú þessi bjór heitir!
FÖSTUDAGUR
Útborgað. Skandinavískt kvöld. Hitti, stelpu frá Svíþjóð og Danmörku. Fórum á Starbuks (veit ekki hvernig maður skrifar þetta) og fengum okkur kaffi. Mjög gott kaffi en heldur dýrt. Kost að því að Swiss Mokka heitir Caffee Mocka ( held að það sé skrifað svona).
LAUGARDAGUR
Sjónvarpsgláp fram eftir degi. Hitti svo dönsku stelpuna og þýska stelpu. Fórum út að borða á Hard Rock og svo á djammið. Standarverð til þess að komast inn á staði hérna er $10 sem er heldur mikið, eða mér finnst það og það kostar inn á flesta staði. :( Svo er ég ekki allveg komin inn í tippsið hérna. Við borðuðum og drukkum 3 fyrir $85.12 og þurftum að gefa $12 í tipps. Keypti mér kaptein í kók á $7 og svo þarf maður að tippsa, en mér sýndist að flestir gáfu bara dollara fyrir glasið, en ég trúi því ekki allveg, það er ca. 100kr.
Já og takk fyrir símtalið Biggi. Stelpurnar voru eitt stórt spurningarmerki ? ? ? ? :)
SUNNUDAGUR
Letidagur dauðans. Horfði á 3 bíómyndir, man ekki einu sinni hvaða myndir þetta voru. Svo eftir kvöldmatinn hitti ég 2 þýskar stelpur og fengum okkur bjór. Núna er markmiðið að smakka alla þessa Ammerísku vatnsbjóra. Fékk mér einn Rock and Rolling. Hann var ekkert spes, vatn og smá bjór. En ég ætla að komast í gegnum þetta því innfluttur bjór er dýrari. :(

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?