<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 09, 2003

já það er gaman af þessu lífi. Ég fór til heimilislæknisins um daginn vegna Au Pair umsóknarinnar, ég þarf að fá samþykki hjá honum um að ég sé heilbrigð og fl. Nú ég fór í sprautur sem var nú ekki í lagi þar sem ég hata þetta drasl... En tíminn hjá lækninum kostaði 500kr. það er nú ekki mikið miða við hvað þessir læknar geta gert. Og prísaði mig sæla yfir að þurfa ekki að borga fyrir þessa pintigu nema þennan 500 kall. Svo hringdi hann í mig í morgun og sagði að ég mætti koma og sækja Medical Formið sem hann fyllti út fyrir mig og svo þarf ég að borga 4000kr. fyrir þessar sprautur sem ég fór í. Mér finnst þetta ekki hægt... endalausar peningaúthlutanir... Þetta væri nú allt í lagi ef læknirinn hefði verið sætur (ekki það að hann sé beint ljótur) en þá væri ég meira en til í að borga þessa peninga og bara fara aftur til þess að hitta hann... Hvernig stendur á því að læknar yfirhöfuð eru ekki sætir? Allir þessir heimilislæknar t.d. þetta eru allt gamlir kallar. Mér finnst að læknanemar eigi að fara í fegrunarsamkeppni, þeir gáfuðustu og sætustu komast inn. Keppnin gæti heitið unglæknar.is eða ???? e-h. En nú ætla ég að fara að koma mér afstað á Brennsluna og fá mér eitthvað gott að borða því ég á eftir að borða morgumat og það fer að nálgast hádegi... svo verði ykkur að góðu!!!

|

fimmtudagur, maí 08, 2003

Það kemur ýmislegt margt fram hér á þessari síðu sem ber að taka með varúð... sem betur fer er ég ekki með comment á þessari síðu ennþá því ég vil ekki fá neitt komment á það sem ég skrifa... ekki strax. Enda er ég ekki mikið að skrifa sem þarf að kommenttera...
Það getur velverið að fólk sé ósammála því sem ég skrifa hérna fyrir neðan sem er gott og gilt því fólk hefur sem betur fer mismunandi skoðanir. Þetta er ekki skrifað til þess að hefja umræður um þetta málefni við mig! :) Takk fyrir og góða nótt!!!

|
og nú er allt í gangi... ég er að fylla út umsókn nr. 2... og svo eru prófin í gangi og kosningar og maður er í óða önn við að hugsa um 3 hluti í einu, en þar sem ég er kona þá á ég auðvelt með þetta, ekkert að kvarta!!! :)
En málið er með þessar kosningar. Hvað á maður að kjósa? Já eitt skal ég segja og það er að ég mindi ekki kjósa Samfylkinguna, allt annað en þann flokk. Það getur vel verið að hann sé með góð málefni á dagsskrá, ekkert síðri en hinir flokkarni en að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé í þessu flokki fær mig bara ekki til þess að kjósa þau. Í fyrstalagi þá hefur mér þótt Solla Bolla (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) vera óviðfelldin kona allt frá því ég sá hana fyrst og þá var ég örugglega 10 ára. Ég átti mynd úr Laugardalnum þegar það var þvottakonudagur og það sást örlítið í hana, og ég reif myndina get ekki hugsað mér að eiga mynd af þessari konu.
Í 2 lagi þá er... hver er aftur leiðtogi flokksins, já auðvitað það er Hobbitinn hann æææ hvað heitir hann aftur... jú Össur eða nei það er Mjallhvít... nei Solla Bolla... ??? æi ég veit ekki.
3 lagi, þá finnst mér að kosningabarátta eigi ekki að snúast um persónulegar árásir. OK, það er ok ef Solla er orðin þreytt á Dabba kongi en það er samt óþarfi að henda manninum út í horn og leggja hann í einelti og vera öfundsjúku yfir því að hann er búin að vera forsetisráðherra en ekki þú. Það er ljótt að öfunda og það er ljótara að leggja í einelti.
4 lagi, þessi sér meðferð sem prinsessan okkar fær hún Solla Bolla. Hún er í 5 sæti listans í norðukjördæmi og þó hún nái ekki inn þá fær hún samt að verða forsætisráðherra Samfylkingarinnar! Mér finnst þetta ekki hægt! Og hvað ef hún verður forsætisráðherra, eftir ár þegar hún er búin að prófa það og orðin þreytt á því starfi, ætlar hún þá bara að hætta eins og hún gerði þegar hún hætti sem borgarstjóri en sagði að hún ætlaði að vera borgarstjóri næstu 4 árin. Hún sveik Kvennalistan á sínum tíma til þess að mynda R-listan, hún gekk gegn stefnu Kvennalistans. Gæti hún ekki allt eins svikið Samfylkinguna eða alla landsmenn sem hún hefur jú gert og það oftar en einu sinni?
Og svo er það þessar auglýsingar. Hvað halda þau eiginlega að maður sé. Sá í mogganum eða fréttablaðinu í vikunni auglýsingu frá þeim þar sem þau stilla upp þekktu fólki í þjóðfélaginu, listamönnum. Þar sem allir segja að þeir styðji Samfylkinguna. Halló!!!! Mér finnst þessi auglýsing fáránleg. Á þetta að fá fólk til þess að kjósa þau frekar. Ah, Halldóra Geirharðs er þarna OK ég ætla að gera eins og hún, kjósa þennan flokk.
En það er alltaf gott að setja X við M því þú vilt gera rétt!!!! :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?