<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Menningarlegt 

Í tilefni Vetrarhátíðarinnar gerðist ég afar menningar-og þjóðleg. Á föstudeginum nýtti ég mér opnun safnanna í bænum og kíkti í Perluna og rifjaði upp sögukennsluna frá því í skólanum. Þaðan héldum við Unnarnar í Þjóðminjasafnið. Ákaflega skemmtilegt að koma þangað þar sem ég hef ekki komið í safnið eftir breytingar. Á neðri hæðinni rifjðist upp allt sem kom fram í Perlunni en á efri hæðinni tók við þar sem perlusafnið hætti og enduðum við við færibandið. Sem var ákaflega sniðugt, og fannst mér skemmtilegast af öllu. Næst skemmtilegast fannst mér að skoða skartgripina og svona :p Matarmenningin var ekki skilin eftir og eftir safnaröltið héldum við á Food and Fun háttíðina þar sem við snæddum kvöld mat á Apótekinu. Eldaðan af Bandaríkjamanni. Frábær matur þangað til kom að eftirmatnum, en New Jersy banana kaka er ekkert sérlega á hugaverð. Að lokum var svo menning næturinnar teygð langt fram eftir kvöld! :)
Upprann kaldur og fagur laugardagur. Sem fór í lítið sem ekki neitt, og endaði fljótt. Því ég sofnaði afskaplega snemma. Ég var svo þreytt allan daginn, að ég bara get ekki fyrir mitt litla rifjað upp hvað ég gerði.
Í dag skrapp ég á afskaplega skemmtilega tónleika, Kammerkórs Kvennakórs Reykjavíkur. Þar söng Unnur einsöng og stóð sig frábærlega vel. Vissi að stúlkan gæti sundið, en svo fallega ;) Alveg frábært! Næst mest spennandi við daginn í dag er að ég fór að skoða flug til Chicago. Spjallði nefnilega við Lisi sem er að fara þangað og ég hef svona verið að tékka á þessu. Sjáum til hvernig það fer. En ótrúlega spennandi. Og kannski heldur snemmt að fara að hlakka til þess. :p
En fyrir mig er kominn tími á háttinn. Heldur dofin svona í dag, vegna kefs, sem veldur aðalega hellu í hægra eyra :p og svo núna er það magaverkurinn endalausi. Sjáum hvað morgun dagurinn ber í skauti sér.
Góða nótt! :)

|

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Sól úti - Sól inni ... 

Daginn daginn!
Mikið er yndislega gott að sofa þangað til líkaminn getur ekki sofið meir, vakna í mannlausu húsi, hella sér upp á bragð gott kaffi, rista sér brauð, setjast fyrir framan tölvuna og vakna í róleg heitunum. Ennþá á náttfötunum náttúrulega. :) Uppáhaldstíminn minn á hvaða degi sem er nefnilega klukkan 10:00 Á sumrin er svo fallega bjart, á veturna svo hæfi leg dimmt, þegar daginn fer að lengja er þetta morgun byrtan og þegar daginn fer að stytta er þetta byrtan mitt á milli þess sem myrkrið og sólin mætast. Já kl.10:00 er uppáhalds tíminn minn. :)
Er búin að bíða eftir þessum degi mjög lengi, fá að vakna í róleg heitum í miðri viku, slappa af og hafa það kósý. Verst að það er ekki hlýrra úti! :)
Og í tilefni þess að ég skrifa á bloggið hérna heima hjá mér og á líka svona fullt af skemmtilegum myndum, og mynd vikunnar hefur dottið upp fyrir þá er þetta bara mynd mánaðarins. :)

En þetta er einmitt frá þeim tíma sem ég var mest hlynt lýtaaðgerðum að var að spá í að minnka á mér nefnið, það tókst ekki betur en þetta. Því er mynd mánaðarins tileinkuð minni hlutahópnum ,,fólk sem hefur farið í lýtaaðgerðir" En ég er samt vissum að þessi hópur sé ört vaxandi og fleiri og fleiri halda að þeir þurfi að vera eitthvað ,,annað" en þeir eru raunverulega. Fólk er orðið geðsýkt og gegnsýrt af öllum myndum sem heita ,,tísku myndir" og fattar ekki að allar fyrirsæturnar og leikkonurnar eru photoshopaðar, vel farðaðar af fólki sem heitir förðunarfræðingur, vönum ljósmyndara sem fær það fallegasta fram ásamt því að lýsa þær rétt. Sjáiði bara;
















|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?