
Hvað ætli fólk hugsi þegar það kemur til Íslands? Hvað ætli fólk hugsi þegar það flytur til Íslands? Hvað ætli fólki finnist um Ísland og Íslendinga?
Best í heimi er leikrit sem ég sá í gær. Hópinn skipa 4 útlendingar sem allir hafa búið mis lengi á Íslandi. Leikritið byggist á nokkrum stuttum sögum um lífið á Íslandi og nokkrum í flugvél sem er á leið til Íslands. Verkið og sviðsmyndin, sem er einföld, flæða vel saman og ekkert fer framhjá neinum og ef maður skilur ekki alveg þá er texta varpað á vegg fyrir þá sem skilja ekki alveg íslensku eða ensku. Sögurnar sem segja frá lífi og samskiptum Íslendinga og útlendinga eru mis gaman saman og mis alvarlegar. En í heildina er þetta spreng hlægilegt leikrit sem leikararnir leysa afskaplega vel af hendi. Best í heimi er best í heimi og mæli ég með því að allir sjái það. Það ættu allir að geta tekið sér kvöldstund yfir helgi, skellt sér í betri fötin, og notið góðrar stundar, burtu frá ysi og þysi hversdagsleikans og hlegið aðeins. Mér finnst líka einnig sýningar formið gott. Sýningin er 1 1/2 tími án hlés, svo það er ekki langt liðið á kvöldið og tóm fyrir eitt og annað ef fólk vill áður en haldið er heim í hvundaginn.
# posted by super-darling : 12:19

...hljómar sennilega mjög sorglega, eða hvað?
Ætli árlega blogg stíflan sé að koma yfir mig? Mig langar ekki að skrifa um síðustu helgi, því það vita allir um síðustu helgi. Og langar bara svona almennt ekki að skrifa um hvað ég var að gera í gær eða hef verið að gera. En það er eitt þó sem mig langar að segja frá að einhverju leiti og það er það sem ég gerði í gærkvöldi. Ég kynntist Islam mun betur. Ég hitti mann sem kom í heimsókn í URKÍ-R og hann fræddi okkur heil ósköp um Islam. Og eftir þetta hugsaði ég með mér að þetta er eitthvað sem allir ættu að gera. Og ég svona vaknaði til lífsins eftir að hafa hlustað á þennan mann. Ekki lærði ég bara um Islam heldur svona almennt bara um lífið líka og fordóma sem maður hefur. En ég mæli alveg með því að fólki taki sig saman, hvort sem það hefur enga skoðun eða skoðun á Islam og skoði aðeins út á hvað trúarbrögðin snúast og hvaðan þau koma. Það er einfallt að hafa skoðun, einfaldara að hafa enga en bestast að hafa skoðun út frá raunhæfum upplýsingum.
# posted by super-darling : 13:05