miðvikudagur, júlí 05, 2006
Sjö Systur

Þá er þetta allt að gerast! Sjö Systur leggja afstað norður á Akureyri í dag. Þetta er fyrsta Pollamót þeirra systra og er mikill spenningur en jafn framt ótti í liðinu. Þær eru vel skipaðar, með breiðan hóp hæfileika ríkra kvenna. Nokkrar þeirra eru gamlar kempur úr boltanum og kunnu sitt hér á árum áður og voru fljótar að ná listinni upp þegar æfingar hófust. Aðrar koma vegna áhuga og hafa lítið sem ekkert snert bolta nema þegar þær neiddust til þess í leikfimi í gamla daga. Liðið er velskipað góðum og fjölhæfum einstaklingum en umfram allt er það gleðin í liðinu sem mun fleita þeim áfram. Gleðin, þrjóskan og ætlunar verkið að vinna! :p ...eða alla vegana einn leik eða svo.
Áfram Sjö systur.