<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 11, 2006

Viðhorfskönnun 

Það er eitt sem mér finnst afskaplega leiðinlegt og það er varðandi viðhorf fólks til hluta. Ég ætla mér ekki að gagnrýna þetta þannig að fólk megi ekki hafa sín viðhorf. Það er allt í lagi, það er bara smekks atriði eins og fyrir bílum. En sum viðhorf mætti laga. Sum viðhorf eru alfarið röng og hafa mótast með mannkyninu öldum saman, eða bara árum. Sumt sem við sjáum ekki alltaf en er til staðar á ekki að vera þar. T.d. finnst fólki stelpur ekki getað bjarga heiminum, stelpu verða drottningu í lok sögu/myndar, stelpu vera þáttastjórnanda, stelpu aka í kappakstursbíl... Við erum svo gegn sýrð af því að hafa alltaf stráka í þessum hlutverkum. En ef stelpur eru settar í þessar aðstæður (og nú er ég að tala um persónur í bókum og myndum) þá er allt afskaplega stelpulegt og henntar takmörkuðum hópi. En ef þetta á að hennta öllum þá mætir á svæðið mega hot babe-ið Lara Croft, eða einhver álíka skuttla, bara til þess að fá áhuga stráka á efninu. Á meðan strákur getur gert hvað sem er og allir fýla það.
...eða hvað?

|

þriðjudagur, júní 06, 2006

Konur 

Dagurinn í dag er dagur “ógeðslega flottra” og “andskoti klárra” kvenna. Sendu þennan póst áfram á þær konur sem þér finnst lýsingin eiga við. Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.

Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.

Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.

Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara.

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip.
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!

Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna. Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?