sunnudagur, júní 04, 2006
Lazy - Dazy
Núna hefur vinnan tekið við lífinu, en ég geri mitt besta til að lifa því þrátt fyrir það! :) Nóg og fullt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Annars er ég búin að vinna núna í Latabæ í viku og þetta er nú bara ferlega skemmtilegt og fullt af nýja dóti að sjá á hverjum degi, nóg að læra og skilja þarna. Eins og t.d. þetta tölvudótarý! Svo á föstudögum er 100 kr. dagur og þá setja allir merkta 100 kalla í krukkur og dregið úr vinningshafa. Það merkilega gerðist var að ég vann! :) Ég sem vinn aldrei neitt. Fékk nú ekkert sérlega mikið, en samt eitthvað. Það munar öllu og auðvitað fer þetta bara í vitleysuna! :p
Annars er bara verið að hanga og njóta þess að gera ekki neitt og Ólafía var að koma í heimsókn og var að fá nýjan innistól sem er ferlega flottur og tæknilegur!
|
Annars er bara verið að hanga og njóta þess að gera ekki neitt og Ólafía var að koma í heimsókn og var að fá nýjan innistól sem er ferlega flottur og tæknilegur!