<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, mars 26, 2006

Trúi þessu hreinlegast bara ekki... 

Já þetta er skrítið... ég bara fatta það ekki. Að núna er ég búin í tökum og á barasta eftir að klippa. Ég svona veit ekki alveg hvernig mér á að finnast eða líður. Ég er svona bæði fegin en kvíð samt mikið fyrir klippivinnunni því ég er svo hrædd um að mér hafi ekki tekist til. Úff... en sjáum hvað setur... :p

|

laugardagur, mars 25, 2006

Allt að koma... 

Eftir langa og stranga mánuði í vinnu næstum því 24 - 7 þá er þetta alveg að koma!
Ja við skulum kannski ekki orða þetta svona, eða þó. Ég er alveg að verða búin. Bara rétt um mánuður eftir í skil á einstaklings og sameiginlegu útskriftar verkefni. Ég klára tökurnar mínar annað kvöld. Það er ekki mikið eftir, en nauðsynlegar tökur. Þetta er búið að vera samt mjög mikil reynsla og alveg ótrúlega mikið að gera. Ég er t.d. ekki búin að sofa mikið síðustu 2 nætur en tek það út í kvöld. Fer snemma að sofa og get sofið út :) Sem ég hef ekki getað gert, mjög lengi. Svo fylgir þessu líka nokkuð mikið stress. Að fylgjast með öllu, ljósum, hljóði, tal, mynd og leik, svo fátt eitt sé nefnt. Ég væri alveg til í að geta bara einbeitt mér að leiknum, og verið með fólk til að skoða hitt, en það er ekki svo gott því miður. Annars er þetta skemmtilegt og miklar pælingar. Ég var næstum því þó komin í bobba í dag þegar ég fattaði að við vorum að krossa línu. Línan er 180° og það má ekki fara yfir hana í tökum því það kemur illa út. Sé þetta gert verður það að vera mjög sérstakt og vel að því staðið. En ég fattaði þetta áður en það var um seinan... :)
Jhá verð að segja ykkur frá gærkvöldinu. Föstudagurinn var ótrúlegur dagur. Tökur fóru fram í bílskúrnum hjá Fanný þar sem var SKÝT kalt. Það var hlýrra úti! Það var erfiður dagur og ég er mjög efins með hann, en við sjáum til. Nú svo til að toppa kuldan skaust ég á Bæjarins bestu og fékk mér pylsu. Stóð þar úti og í flíspeysu og borðaði eins og sönnum Íslendingi sæmir. En vá hvað mér varð kalt. Nú svo var brunað upp í skóla og ég fór að stússast í stúdíóinu fyrir daginn í dag. Var ferlega dugleg að byggja ein sviðsmynd :p En það vildi ekki betur en svo að einn veggur réðst á mig þegar ég var að smíða við hann og í mér tókst að rústa á mér hendinni. Eða svona, úlnliðurinn svolítið aumur svona. :p
En, ætla að fara og ,,leika" mér. Pússla og svo kíkja í Sims og hver veit nema það verði einhver mynd fyrir valinu í kvöld... það er ef ég sofna ekki bara bráðum. :)

|

miðvikudagur, mars 22, 2006

Loka - loka - lok... 

Þá fer að líða að þessu. Tökur á lokaverkefninu mínu byrja á morgun og það eru blendnar tilfinningar í gangi. Svo mikið búið að vera að gera og nóg eftir. Handritinu verður lokað í dag með smávægilegum breytingum frá því á mánudag þar sem það hafa bæst við heilar 3 bls. (sem mér finnst nú nokkuð gott) En þakka námskeiðinu sem ég fór á í síðustu viku og um helgina hversu vel handritið gengur núna. Svo er bara að hringja fullt í dag, fara vel yfir handritið með leikörunum og ógislega eitthvað... en ég verð að klára handritið fundur í hádeginu og svo aftur kl. 14... það verður að vera tilbúið kl. 14:00 svo... over and out!!!!

|

þriðjudagur, mars 21, 2006

Simpsons 

Alvöru Simpsons

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?