<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, mars 19, 2006

Auglýsingar 

Undanfarið hef ég tekið eftir nokkrum auglýsingum. Þetta byrjaði þegar við fengum auglýsingabækling frá Olís sem auglýsir Super. Eitthvað nýtt hjá þeim. Það sem mér fannst athygglis verðast og vert að skoða og tala um er að allar myndirnar eru af karlkyns mannveru. Ég var svo núna að koma úr Nesti í Ártúni og þar er auglýsing við bensín dælurnar, með mynd af strák og segir ,,svangur"
Finnst ykkur þetta ekki skrítið? Er þetta virkilega allt svona? Allt stílað á karlpeninginn? Við vitum það öll að við búum í karlegri veröld þar sem konur verða rauðsokkur (sem er ljótt orð yfir kvennréttindar hugsað fólk) þegar talað er um jafnréttindar baráttu. Og mér finnst einhvernvegin eins og jafnréttindar barátta sé að verða ta-bú því það er svo mikið verið að tala um hana. Og fólk hugsar bara um það neikvæða og minnist alltaf þeirra öfgakenndu. Getum við ekki farið að taka meðvitaðan þátt í þessu. Ég veit ekki alveg hvernig á að orða þetta en ég vona að þið fattið hvað ég er að fara. Mér finnst fólk vera svo... einhvernveginn ekki finnast þetta skipta því máli. En það gerir það. Hugsið í heild. Þjóðfélagið á að vera jafnsetið af konum sem körlum annars verður það einhæft. Hættum að lítis virða hvort annað og finnum það sem er jafn á milli okkar.
Og svona talandi um eitt sem tengist mér og finnst ég þurfa að koma að hérna og mér finnst vera lýsandi dæmi um hugsunarhátt sem á ekki að eiga sér stað. Ég var í skólanum og tveir af mínu aðal kennurum þann daginn voru konur. Klukkan var að nálgast sjö og spyr sjálfa mig. Hérna eru tvær konur sem báðar eiga börn, fjölskyldur. Hvernig ætli þetta sé heima hjá þeim? Hver sér um matinn núna þegar þær eru hér? Bíða allir heima þangað til þær koma heim og búa til matinn? Þetta eru alveg eðlilega spurningar, en óþarfi að spyrja sig þær því þær eiga báðar menn og þeir voru heima og auðvitað sjá þeir um að elda. Er það ekki? Það á náttúrulega að vera þannig, en er það?

|

mánudagur, mars 13, 2006

Komið 

Myndir úr Kvennaferð 4x4. Tékkið hér

|

Komið 

Myndir úr Kvennaferð 4x4. Tékkið hér

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?