<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Blóðbönd og helgin! 

Svakalega mikið um að vera í skólanum. Kláruðum grófklipp og bryjuðum á fyrstaklippi. Þetta lítur allsaman ágætlega út. Búin að vera líka alla helgina í skólanum, ferlegt stuð. Nú svo vorum við svo heppin að fá frumsýningarmiða á Blóðbönd á föstudeginum. Frábærlega góð mynd í allastaði. Leikurinn góður, nýr stíll á íslenskri bíómynd og málefnið þess virði að fara að sjá því það ætti að tengja sem flesta. Svo allir á Blóðbönd, kosstar aðeins meira en það er 1000 kr. virði að sjá hana og styrkja íslenska kvikmyndagerð. Ég ætla pottþétt aftur!!!
Wrap-partý á Pravda
Svo rann laugardagurinn upp og enn og aftur skóli. En eftirvæntingin var mest eftir því að fara í partý á Pravda og fagna því að myndin okkar væri búin í tökum! :) Heineken styrkti það og þvílíkt gaman. Fullt af fólki, hefðu samt fl. mátt koma en þetta var fínt. Og upphófst mikil þynnka daginn eftir :p

|

mánudagur, febrúar 20, 2006

Veröldin í dag... ? 

,,Það er hægt að fremja hermdarverk á börnum og réttlæta það fyrir sjálfum sér og guði og heiminum, lífið sjálft réttlætir nefnilega alt, sættir æskuna við alt; en ekkert er til sem getur bætt fyrir ránglæti framið við gamalt fólk á Íslandi."

Heimsljós. Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins, 9. kafli.

|

OMG!!! 

Datt inn á iTunes og fór á Country útvarpsstöð, nánartiltekið Party Country Radio og þar heyrði ég súrasta lag í heimi. "I´m a red neck and I´m proud of it" OMG! hvað á þetta að þýða og svo "I´m red, white and blue" Ég segi bara helv. ands. Americanar...
Mæli svo með japanaradio.com :) Bara gaman að hlusta á japönsku sungna... eitthvað alveg nýtt... :p
Fullt af skemmtilegu, african radio, Iranian radio og svo bara ýmislegt fleira...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?