<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 05, 2006

SKILURU ÞETTA? 

Ég segi eitt, en meina annað?
(hvað á í hlut, lesa á milli línana kallast það eða lesa undir, hver er meiningin á bak við það sem við segjum og svo gerða okkar?)

|

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Fyndnast í heimi!!! :D 

Anna var að senda mér hallærislegasta myndband í heimi. Og hver annar en David Hasselhoff syngur. Þetta er bara ferlegt og hljóðið úr sínki við myndina og messt brilljant við þetta lag er gospelkórinn í lokin. Millikaflinn er rosalega kraftmikill og einstaklega gaman að sjá hvað David er alltaf sætur. Endilega kíkja hér á herra David.
Ég pissaði næstum í mig þetta er svo fyndið! :)
Síðan er annað hérna með David Hooked on a feeling. Þetta er massíft...
Og svo er það Crazy for you
Nú er ég búin að horfa á þrjú svona í röð og ég er að bilast á því hversu lélegt þetta allt saman er... urr... oh... þetta er ekki fyndið lengur.
Mæli bara með einu í einu :)

|

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Illi dagsins 

Jhá það kemur stundum fyrir að ég gerist algjör illi og skemmtilegt að segja frá því og tvisvar sama daginn. Ég sem sagt þurfti að brjótast inn til mín um miðjan dag þar sem mér tókst að gleyma lyklunum mínum :p Ferlega gaman...
Nú svo í skólanum í dag situr einhver skeggjaður ókunnugur strákur við tölvuna í stofunni minni. Ég svona furða mig á því hver þetta væri en var ekkert að spyrja. Fékk það svo allt í einu í kollinn þegar ég kom heim að þetta var auðvitað hann Dagur Kári. Svona getur maður verið vitlaus... :p
Svefndagurinn mikli var svo í gær þar sem ég svaf bara og svaf. Kom heim úr skólanum og lagði mig í einn og hálfan tíma. Borðað kvöld mat og eitthvað og fór svo bara aftur að sofa. Það er svona þegar maður verður eitthvað hálf slappur. Enda leið mér ekkert vel í gær... :s
Kringlukráin
Fékk póst frá einum Pörupiltana sem eru með leiksýningu alltaf á miðvikudags kvöldum kl.21 á Kringlukránni, um daginn. Langaði bara svona að deila þessu með ykkur. Á sjálf eftir að fara en stefni að því bráðum. Hef heyrt að þeir séu magnaðir svo allir að kíkja á litla helgi á Kringlukránni.

Nokkrir Pörupiltar


|

mánudagur, janúar 30, 2006

Umræða núsins... 

Já þá er herra Ísland bara horfinn og einhver annar búin að fá titilinn. Ég hef svo sem ekki mikla skoðun á þessu, mér bara leiðast þessir endalausu þættir um djamm í Reykjavík - fólk, fara bara á djammið!!! Hvernig væri að nota peninginn í eitthvað skemmtilegra, ha? Er það ekki hægt? Nú en um þennan fyrrum herra Ísland þá var hann í Kastljósinu núna í kvöld og jújú ég vorkenni greyinu en það er eitt sem ég sá alveg sameiginlegt með honum og strákunum sem voru spurðir á förnum vegi. Þeim fannst þetta allt í lagi, klæmast í sjónvarpinu og bla bla og þetta væri bara útlitið. -Auðvitað er útlitið mjög mikið mál en innri manneskja skiptir líka miklu máli og það á bara ekki heima hjá kallkyninu, eða strákum á þessum aldri. Og kannski sem kvennmaður þá fannst mér stelpurnar á förnum vegi vera mun þroskaðari og skildu þetta. Ég veit ekki... Og aftur að þessu sjónvarpsefni, þetta er alveg það ferlegasta sem ég veit um, hef ekki beint séð þetta en mér finnst þetta ekki vera merki um mikinn metnað í þátttagerð og kvikmyndaiðnaði. :p Er ekki alveg nóg að hafa bara einn svona þátt?

Meðfylgjandi mynd er frá Tyrklandi. Haukur S. bekkjabróðir að mynda.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?