sunnudagur, janúar 29, 2006
ÁFRAM ÍSLAND!!!
Jæja þá er Hilla farin og nokkrar Bínur drekktum sorgum okkar í gær yfir því. Hilla, sakkna þín! :) En það var samt afskaplega gaman og Ásgeir (sjald séður skeggjaður hrafn á djamminu) og Ari voru með okkur í því. Ásgeir átti líka brandara kvöldsins þegar hann móðgaði stelpu sem var vinkona stelpu sem Ottó var að reyna við (náðu þið þessu?). Nú djammið byrjaði á Grettisgötunni þar sem við fengum eðal landa/vodka Vestfirskt ,,pabbabrugg" eins og það kallast á því heimili. Þetta var afskeplega gott út í kaffi og kláraði ég alltað því tvo bolla auk tveggja skota. Svo var haldið á Ölstofuna þar sem við hittum fyrir Ásgeir og Tinnu. Tinna stoppaði ekki lengi, tókum hringinn - skot og svo kvaddi hún bara. Við stoppuðum líka stutt þar sem strákarnir voru ekki alveg að fýla þetta. Löbbuðum út og eftir mikla umhugsun fórum við á Celtic cross þar sem við Ari fengum okkur góðar sveiflur á dansgólfinu. Ásgeir var ekki alveg í stuði fyrir þetta svo við fórum bara út, bjölluðum í Önnu syss sem var á Hverfis, biðum örlittla stund í röðinni en hættum svo við - mjög fegin!!! En þetta var svona meira gert fyrir greyið hann Ottó! Nú þaðan var farið á Kofan mér til mikilllar ánægju því tónlistin er svo skemmtileg. Því miður var Ingi ekki að spila en það er bara von að hann verði þar næst. Það var bara vel tekið á því á Kofanum og fullt af sætum strákum og sumum aðeins of gröðum, hvað er þetta með ykkur Kallpening? Slappa aðeins af sko!!! Loksins kom svo Unnur sem var búin að vera að vinna og vinna og selja fyrir mörg hundruð þúsund! Hún hitti svo "vin sinn" og þau áttu fallegar endur upplifanir. Og ég hlakka svo til að hitta hann næst því þá ætla ég að kynna mig fyrir honum og hann ætlar ekki að þykjast þekkja mig - held að ég hafi móðgað hann pínulítið þar sem ég kynnti mig með nafni og alles og hann vissi alveg hver ég væri... :) ég vildi bara vera kurteis. Nú svo var kominn tími á heimferð eftir mikin dans, mikla drykkju og geggjó stemmningu! :p Við rölltum aðeins um bæji en allt var að loka svo við tókum á okkur góðan krók til að pissa, fengum okkur svo besta-feitasta og mest djúsí hamborgara í hamborgara bílnum á Lækjartorgi :) ummm hvað hann var góður og sjúklega vel þegin! Síðan kom leigubílstjórinn okkar sem var svo yndislegur að ná í okkur og skuttla heim! :)
ÁFRAM ÍSLAND!!! Leikur Ísland-Ungverjaland eftir smá ÁFRAM ÍSLAND!!! (þeir sem þekkja Jónka - lesið þetta eins og hann myndi segja þetta)
Nú fór á Carmen í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þetta var svona allt í lagi. Söngurinn var samt alveg afleitur og leikurinn hjá Carmen skelfing, í loka atriðinu þar sem hún er að rífast við óver-obsesst - "ástvin sinn" - var mjög svo ósannfærandi að ég grét næstum því. Ég veit að hún er enginn leikkona en það hefði verið hægt að gera þetta betur... Æi mér fannst uppsetninginn ekki alveg nógu góð. En það sem stóð uppúr voru búningarnir, dansin og tónlistin. :)
Vá OK! ég veit að þetta er orðin löng færsla en það var allt í einu að rifjast upp fyrir mér draumurinn sem mig dreymdi í nótt. Ferlega var hann skrítin.
Draumur
Mig dreymdi að ég væri í litlum bæ einhverstaðar út á landi. Steinunn var þarna og hárgreiðslustofan hennar og eitthvað fólk sem ég veit ekki hverjir eru. Það var nýbúið að falla snjóflóð á bæinn (en það var samt enginn snjór í bænum, ekki þar sem ég var allavegana) og það var verið að leita af fólkinu. Líkunum var síðan safnað saman í samkomu húsið og eitt skiptið var ég að ganga þar fram hjá með fólki og prestinum og hann sagði okkur að kíkja inn um gluggan og skoða líkin, það væri allt í lagi og bara gott. Ég þorði því ekki alveg en gerði það samt, hann sagði að þarna væri hægt að sjá allskonar lík, heil lík, sundur liðuð lík, hendur, hausa o.fl. Það sem ég sá voru lík sem ýmist lágu eða sátu, og það var allt dökkt þarna inni svo engin andlit sáust. Nú svo var ég allt í einu komin á sjónvarpsstöðina í bænum þar sem ég var á fundi með Erni Árnasyni Spaugstofumanni með meiru, stelpu sem var með mér í kvikmyndaskólanum og einhverjum öðrum sem ég veit ekki hver er og þau voru að fela mér eitthvað verkefni. Ég átti að taka upp og fylgjast með. Ég var valin í þetta af því þetta var eitthvað sem var alveg frábært fyrir mig og enginn annar gæti höndlað. Ég man ekki alveg hvað ég átti að taka upp en held að það hafi verið leitin af fólkinu í snjóflóðinu. Svo var ég komin eitthvað annað og var ein í gömlu húsi sem var við hliðina á samkomuhúsi bæjarins. Þau voru allavegana alveg föst saman og ég var eitthvað að gera, undibúa mig eða eitthvað. Allavegana, allt í einu verð ég alveg yfir mig hrædd og hleyp út því ég var ekki að fýla að vera svona nálægt líkunum sem voru farin að gera mér órótt. Og svo vaknaði ég.
|
ÁFRAM ÍSLAND!!! Leikur Ísland-Ungverjaland eftir smá ÁFRAM ÍSLAND!!! (þeir sem þekkja Jónka - lesið þetta eins og hann myndi segja þetta)
Nú fór á Carmen í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þetta var svona allt í lagi. Söngurinn var samt alveg afleitur og leikurinn hjá Carmen skelfing, í loka atriðinu þar sem hún er að rífast við óver-obsesst - "ástvin sinn" - var mjög svo ósannfærandi að ég grét næstum því. Ég veit að hún er enginn leikkona en það hefði verið hægt að gera þetta betur... Æi mér fannst uppsetninginn ekki alveg nógu góð. En það sem stóð uppúr voru búningarnir, dansin og tónlistin. :)
Vá OK! ég veit að þetta er orðin löng færsla en það var allt í einu að rifjast upp fyrir mér draumurinn sem mig dreymdi í nótt. Ferlega var hann skrítin.
Draumur
Mig dreymdi að ég væri í litlum bæ einhverstaðar út á landi. Steinunn var þarna og hárgreiðslustofan hennar og eitthvað fólk sem ég veit ekki hverjir eru. Það var nýbúið að falla snjóflóð á bæinn (en það var samt enginn snjór í bænum, ekki þar sem ég var allavegana) og það var verið að leita af fólkinu. Líkunum var síðan safnað saman í samkomu húsið og eitt skiptið var ég að ganga þar fram hjá með fólki og prestinum og hann sagði okkur að kíkja inn um gluggan og skoða líkin, það væri allt í lagi og bara gott. Ég þorði því ekki alveg en gerði það samt, hann sagði að þarna væri hægt að sjá allskonar lík, heil lík, sundur liðuð lík, hendur, hausa o.fl. Það sem ég sá voru lík sem ýmist lágu eða sátu, og það var allt dökkt þarna inni svo engin andlit sáust. Nú svo var ég allt í einu komin á sjónvarpsstöðina í bænum þar sem ég var á fundi með Erni Árnasyni Spaugstofumanni með meiru, stelpu sem var með mér í kvikmyndaskólanum og einhverjum öðrum sem ég veit ekki hver er og þau voru að fela mér eitthvað verkefni. Ég átti að taka upp og fylgjast með. Ég var valin í þetta af því þetta var eitthvað sem var alveg frábært fyrir mig og enginn annar gæti höndlað. Ég man ekki alveg hvað ég átti að taka upp en held að það hafi verið leitin af fólkinu í snjóflóðinu. Svo var ég komin eitthvað annað og var ein í gömlu húsi sem var við hliðina á samkomuhúsi bæjarins. Þau voru allavegana alveg föst saman og ég var eitthvað að gera, undibúa mig eða eitthvað. Allavegana, allt í einu verð ég alveg yfir mig hrædd og hleyp út því ég var ekki að fýla að vera svona nálægt líkunum sem voru farin að gera mér órótt. Og svo vaknaði ég.