sunnudagur, janúar 22, 2006
Bjútifúll
Afskaplega er fallegt veður úti svona fyrir utan rokið, þetta er ekta gluggaveður. :) Gaman að þessu.
Fór í matarboð í gær, afskaplega gott. Borðaði svo mikið :) Og var svona að kveðja Hillu, hún er að fara til Danaveldis næstu helgi svo þetta var síðasta djammið okkar þangað til í sumar! :( Fellega glatað...
æi nenni ekki að skrifa meir...
|
Fór í matarboð í gær, afskaplega gott. Borðaði svo mikið :) Og var svona að kveðja Hillu, hún er að fara til Danaveldis næstu helgi svo þetta var síðasta djammið okkar þangað til í sumar! :( Fellega glatað...
æi nenni ekki að skrifa meir...
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Pæling úr síðsta kommenta dóti
Já varpaði fram hérna spurningu um íslenskan þátt sem sýndur var í sjónvarpinu á sunnudaginn og eru tveir þættir eftir. Þetta er leikin sakamála sería í þrem hlutum. Ég er alveg sammála því að þetta er frábært framtak eins og allt er gert varðandi íslenskt dagsskrár efni. Á mánudeginum fór ég svo í leikstjórnartíma þar sem við ræddum aðeins um þennan þátt. Og þar komst ég að því að það er alveg sama þó þetta séu frábærir íslenskir leikarar og hvort sem þeir eru vanir á sviði eða ekki, það er ekki málið. Þetta er nefnilega leikstjórans. Það er hann sem mótirverar leikinn og byggir upp karakter með leikurnum. Leikurinn í þessu var einganveginn sannfærandi sem þýðir að leikstjórinn stóð sig ekki. Þetta var róbota leikur (til eitthvað annað fræðilegt orð yfir þetta sem ég man ekki) og leikararnir bjuggu til persónurnar án þess að leikstjórinn kafaði eitthvað ofan í þær með leikaranum. Sem varð til þess að þetta virkaði ekki. Við trúðum ekki því sem var að gerast. Annars fannst mér þetta ágætt og ætlað að klára að hrofa á þetta. :)
|
mánudagur, janúar 16, 2006
Sjávar-Regnboginn
Jæja mikið er gaman að vera til :) Veður hefur áhrif á andlega og líkamlega orku og mig langar svo að fara undir sæng og kúra mig bara, en líka að fara út og leika mér... :)
Horfði einhver á Allir litir hafsins eru kaldir á Rúv í gær? Hvernig er stemmarinn fyrir þessu?
|
Horfði einhver á Allir litir hafsins eru kaldir á Rúv í gær? Hvernig er stemmarinn fyrir þessu?