sunnudagur, maí 29, 2005
skyn og skúrir...
Finnst þessi titill hérna á blogginu stundum svo erfiður, en vil ekki taka hann niður því það er miklu flottara að hafa hann. :p Já bloggið er þurrt og ég lofa engu um þessa færslu því það hvílir svona stórt grátt ský yfir mér þessa dagana. Veit ekki alveg afhverju, og jú þó það er ýmislegt... og held að mig hafi dreymt fyrir þessari slæmu tíð sem er að læðast inn í líf mitt. Mig dreymdi nefnilega um daginn að ég væri ólétt sem er allt í lagi, en vita ekki hver faðrinn er mjög slæmt.
:( Ég var bókstaflega út um allan bæ að leita af föðurnum. Þetta boðaði engan veginn gott.
Mig hafði dreymt svona draum áður en það hafði ekki slæmt í för með sér svo ég var lítið að ama mér yfir þessu, en samt innst inni hvíldi þetta mjög á mér. Og ég strax með póstinum um hádegið, næsta dag, fékk ég leiðinlegt bréf, sem ég laga nú bara á mánudaginn. En versta af öllu og það er það sem draumurinn hefur sennilega boðað eru afskipti af persónulífi einstaklings. Ég nenni ekki að hugsa um neinn annan en sjálfan mig! Hugsa jú um vini mína og fjölskyldu því mér þykir vænt um ykkur ;) En þetta er allt annað og meira. Og ég er búin að fá nóg. En samt get ég ekki slitið mig frá þessu og finnst ég endilega þurfa að skipta mér af, og ætti. Enn á hinn bóginn þá æli ég og fæ útbrot og fer í þunglyndiskasst þegar þetta ber upp á góma. Oh... þoli ekki svona fólki. Sem hendir manni til og frá...
En nóg komið af þessu öllu saman, ætla að reyna að segja ykkur eitthvað skemmtilegt. Nenni nú ekki að segja frá helginni því hún var bara róleg en góð. Byrjaði reyndar snemma með tónleikum á Hverfis með Sjonna og Gunna og þeir voru nú bara, næstum eins og ávalt, skemmtilegir. En það fynndnasta er að ég er núna ein heima, fólkið skrapp bara út í búð. Ég er inn í eldhúsi að ganga frá matnum, núbúin að borða morgun mat og er að hugge mæ í náttfötunum. Þegar það er svo bankað á hurðina, Hrappur náttúrulega sprettur upp og lætur í sér heyra. Ég fer bara til dyra og reyni að láta hurðina skýla mér svona því þetta er sennilega einhver ókunnugur. Og jú þetta var hr. ókunnugur. Illa til fara, svona róna looking guy, reykingar stibban lá af honum, hárið reitt og væri til valinn nauðgunnar persóna í bíómynd. Hann fór að tala um að það væri nú komnir maðkar hérna í öll trén og lús og eitthvað fleirra svona. Fullt um eitthvað garðyrkju eitthvað (hann vissi náttúrulega ekki að hann var að tala við Miss Sardína eða radísur 2005) En ég svona fylgdi honum eftir, kynnkaði kolli þegar við á og annað. Hann malaði og malaði svo mikið og ég allveg að reyna að fylgjast með að ég þegar hann segir mér að koma út þá fer ég bara út á náttfötunum (og svona eftir á að hyggja var ég mjög fegin því að vera ekki í einhverjum sexy náttkjól :p ;) Og ég labba svona um garðinn á náttfötunum og fylgist með honum skoða trén og tala um þennan maðk sem er að koma í trén og lúsina... Fæ síðan miða þar sem pabbi getur hringt í þennan gaur. Og núna er hann aftur kominn, já hann gerir líka almenna garðyrkju...
En helgin var góð, sérstaklega var laugardagskvöldið ánægjulegt. Fór í bæinn með stelpunum þar sem við rölltum svona á milli staða, byrjuðum á Hressó á live tónlist... síðan á Næsta bar og þaðan á Kjallarana og mikið var nú gaman og gott að fara þangað og sjá allt þetta fólk :) Bara alveg eins og í gamla daga og Gullfoss og Geysir voru náttúrulega að spila. Svo það var mega stemmning í húsinu og nóg að gera :) víhí... þaðan fórum við á Ölstofuna og tókum rúnt á Hressó áður en haldið var heim, og mikið var nú gott að vera bara á bíl ;)
|
:( Ég var bókstaflega út um allan bæ að leita af föðurnum. Þetta boðaði engan veginn gott.
Mig hafði dreymt svona draum áður en það hafði ekki slæmt í för með sér svo ég var lítið að ama mér yfir þessu, en samt innst inni hvíldi þetta mjög á mér. Og ég strax með póstinum um hádegið, næsta dag, fékk ég leiðinlegt bréf, sem ég laga nú bara á mánudaginn. En versta af öllu og það er það sem draumurinn hefur sennilega boðað eru afskipti af persónulífi einstaklings. Ég nenni ekki að hugsa um neinn annan en sjálfan mig! Hugsa jú um vini mína og fjölskyldu því mér þykir vænt um ykkur ;) En þetta er allt annað og meira. Og ég er búin að fá nóg. En samt get ég ekki slitið mig frá þessu og finnst ég endilega þurfa að skipta mér af, og ætti. Enn á hinn bóginn þá æli ég og fæ útbrot og fer í þunglyndiskasst þegar þetta ber upp á góma. Oh... þoli ekki svona fólki. Sem hendir manni til og frá...
En nóg komið af þessu öllu saman, ætla að reyna að segja ykkur eitthvað skemmtilegt. Nenni nú ekki að segja frá helginni því hún var bara róleg en góð. Byrjaði reyndar snemma með tónleikum á Hverfis með Sjonna og Gunna og þeir voru nú bara, næstum eins og ávalt, skemmtilegir. En það fynndnasta er að ég er núna ein heima, fólkið skrapp bara út í búð. Ég er inn í eldhúsi að ganga frá matnum, núbúin að borða morgun mat og er að hugge mæ í náttfötunum. Þegar það er svo bankað á hurðina, Hrappur náttúrulega sprettur upp og lætur í sér heyra. Ég fer bara til dyra og reyni að láta hurðina skýla mér svona því þetta er sennilega einhver ókunnugur. Og jú þetta var hr. ókunnugur. Illa til fara, svona róna looking guy, reykingar stibban lá af honum, hárið reitt og væri til valinn nauðgunnar persóna í bíómynd. Hann fór að tala um að það væri nú komnir maðkar hérna í öll trén og lús og eitthvað fleirra svona. Fullt um eitthvað garðyrkju eitthvað (hann vissi náttúrulega ekki að hann var að tala við Miss Sardína eða radísur 2005) En ég svona fylgdi honum eftir, kynnkaði kolli þegar við á og annað. Hann malaði og malaði svo mikið og ég allveg að reyna að fylgjast með að ég þegar hann segir mér að koma út þá fer ég bara út á náttfötunum (og svona eftir á að hyggja var ég mjög fegin því að vera ekki í einhverjum sexy náttkjól :p ;) Og ég labba svona um garðinn á náttfötunum og fylgist með honum skoða trén og tala um þennan maðk sem er að koma í trén og lúsina... Fæ síðan miða þar sem pabbi getur hringt í þennan gaur. Og núna er hann aftur kominn, já hann gerir líka almenna garðyrkju...
En helgin var góð, sérstaklega var laugardagskvöldið ánægjulegt. Fór í bæinn með stelpunum þar sem við rölltum svona á milli staða, byrjuðum á Hressó á live tónlist... síðan á Næsta bar og þaðan á Kjallarana og mikið var nú gaman og gott að fara þangað og sjá allt þetta fólk :) Bara alveg eins og í gamla daga og Gullfoss og Geysir voru náttúrulega að spila. Svo það var mega stemmning í húsinu og nóg að gera :) víhí... þaðan fórum við á Ölstofuna og tókum rúnt á Hressó áður en haldið var heim, og mikið var nú gott að vera bara á bíl ;)
þriðjudagur, maí 24, 2005
Merkilegt...
...hvað bloggið getur orðið þurt. Fór pínulítið að pæla í því... Og til þess að bloggið verði ekki þurt þarf maður að skrifa vel frá einkar óspennandi lýsingum á dögunum sínum. Og það er líka ósköp venjulegt að hafa ekkert alltaf neitt merkilegt að segja, hvort sem það er að maður gerði ekki neitt merkilegt eða er ekkert að hugsa neitt merkilegt og sniðugt. Það eru nefnilega ekki allir sem eiga heima í þessum "blogg heimi" :p hehe... nú er bara verið að djóka... "blogg heimi" en sorglegasta er að hann er til. Svona bara eins og allt annað.
En ég ætla að skrifa niður draumi sem mig dreymdi í morgun. Og mér líður svona hálf illa eftir hann. Mjög skrítinn draumur og algjört bull. En hann byrjar á því að ég er orðin nemandi í framhaldsskóla. Byggingin er öll mjög gömul og löng en samt kósý. (Veit ekkert hvernig hún er að utan var bara þarna inni og allir veggir úr tré minnir mig). Nú ég var á leið í tíma og kennarinn minn var uppáhalds kennarinn minn síðan úr grunnskóla. Við áttum að flytja sögu í tímanum sem ég var nokkurnvegin búin að skrifa en ætlaði svo bara að bulla eitthvað eða redda mér fyrir horn. Síðan var tíminn að byrja og fór að gramsa eftir dótinu mínu en fann það ekki svo ég lét fara lítið fyrir mér, tókst það einhvernvegin og ég held að sæta raðirnar hafi ekki verið notaðar. Sennilega að því þetta var svona óhefðbundinn tími. Loks voru allir búinir og farnir nema ég og fór eitthvað að tala um þetta við kennarann að ég hefði tínt sögunni og bla bla bla... Svo man ég ekki hvað gerðist eftir þetta heldur var ég á vappi í skólanum (byrtist allt eins og bíómynd) með einhverri skrítinni lítill manneskju (svona dverg eða eitthvað). Ég er ekki allveg að fíla þessa manneskju, við göngum síðan fram hjá einu herbergi þar sem ég sé mjög óskýrt en þegar ég ríni í vegginn þá er vatn að leka niður hann og verður síðan meira og meira. En hefur enginn áhrif á herbergið, hverfur einhvernvegin bara. Ég segi við manneskjuna að þetta sé eitthvað tákn. Þetta þýði eitthvað... Herbergið var frekar lítið, allavegana ekki skólastofulegt, hvítt og fullt af einhverju dóti. Þegar ég segi að þetta þýði að það sé lík eða eitthvað þarna inni sprettur (auðvitað) lík fyrir framan okkur. Ég náttúrulega æpi og öskra og hleyp út úr þessu herbergi og finn einhverj hjálp. Það var komið kvöld og fáir í skólanum, dvergurinn skildi ekki neitt í neinu því hann/hún hafði ekki séð neitt. Síðan var kominn næsti dagur og allt voða rólegt en ég var farin að sjá drauga. :p Og sá engan mun á lifendum eða dauðum svo ég hafði lært að smella bara fingrunum í átt að þeim sem ég var ekki viss um og ef þeir smelltu til baka, than I knew. Svo hitti ég fullt að dauðu fólki sem var þarna í skólanum. Var eitthvað að hanga með þeim og bað þau að fara út í horn því við stóðum á miðju gólfi og ég vildi ekki líta út fyrir að vera algjört kú kú, standi þarna ein og talandi út í loftið :p
|
En ég ætla að skrifa niður draumi sem mig dreymdi í morgun. Og mér líður svona hálf illa eftir hann. Mjög skrítinn draumur og algjört bull. En hann byrjar á því að ég er orðin nemandi í framhaldsskóla. Byggingin er öll mjög gömul og löng en samt kósý. (Veit ekkert hvernig hún er að utan var bara þarna inni og allir veggir úr tré minnir mig). Nú ég var á leið í tíma og kennarinn minn var uppáhalds kennarinn minn síðan úr grunnskóla. Við áttum að flytja sögu í tímanum sem ég var nokkurnvegin búin að skrifa en ætlaði svo bara að bulla eitthvað eða redda mér fyrir horn. Síðan var tíminn að byrja og fór að gramsa eftir dótinu mínu en fann það ekki svo ég lét fara lítið fyrir mér, tókst það einhvernvegin og ég held að sæta raðirnar hafi ekki verið notaðar. Sennilega að því þetta var svona óhefðbundinn tími. Loks voru allir búinir og farnir nema ég og fór eitthvað að tala um þetta við kennarann að ég hefði tínt sögunni og bla bla bla... Svo man ég ekki hvað gerðist eftir þetta heldur var ég á vappi í skólanum (byrtist allt eins og bíómynd) með einhverri skrítinni lítill manneskju (svona dverg eða eitthvað). Ég er ekki allveg að fíla þessa manneskju, við göngum síðan fram hjá einu herbergi þar sem ég sé mjög óskýrt en þegar ég ríni í vegginn þá er vatn að leka niður hann og verður síðan meira og meira. En hefur enginn áhrif á herbergið, hverfur einhvernvegin bara. Ég segi við manneskjuna að þetta sé eitthvað tákn. Þetta þýði eitthvað... Herbergið var frekar lítið, allavegana ekki skólastofulegt, hvítt og fullt af einhverju dóti. Þegar ég segi að þetta þýði að það sé lík eða eitthvað þarna inni sprettur (auðvitað) lík fyrir framan okkur. Ég náttúrulega æpi og öskra og hleyp út úr þessu herbergi og finn einhverj hjálp. Það var komið kvöld og fáir í skólanum, dvergurinn skildi ekki neitt í neinu því hann/hún hafði ekki séð neitt. Síðan var kominn næsti dagur og allt voða rólegt en ég var farin að sjá drauga. :p Og sá engan mun á lifendum eða dauðum svo ég hafði lært að smella bara fingrunum í átt að þeim sem ég var ekki viss um og ef þeir smelltu til baka, than I knew. Svo hitti ég fullt að dauðu fólki sem var þarna í skólanum. Var eitthvað að hanga með þeim og bað þau að fara út í horn því við stóðum á miðju gólfi og ég vildi ekki líta út fyrir að vera algjört kú kú, standi þarna ein og talandi út í loftið :p
mánudagur, maí 23, 2005
Helgin...
Makalaus helgi yfirstaðin. Mjög Rauða kross væn. Hún hófst á því að aðalfundur URKÍ fór fram og glæný stjórn kosin. Ég drakk yfir mig af kaffi og því gat ég bara alls ekki sofnað þegar að því kom að halla sér því mikill og góður dagur var framundan. Ég náði þó 3 tíma svefni áður en ég þurfti að mæta á aðalfund Rauða kross Íslands fram fór í Mosó. Um 5 leitið var ég síðan komin, dreyf mig í að mála mig og skipta um föt og skella mér á Vinbarinn því Stóní aka Steinunn með meiru núveranadi hárgreiðsludama var að útskrifast. :) Þar var mikið húllum hæ og sérstaklega þegar Eurovision byrjaði. Keppnin var náttúrulega ótrúlega spennandi, og fór spá mín á réttan veg að úrslitin myndu koma á óvart. Síðan fórum við í smá dansi partý heim til Fannýar og röltum síðan á Ölstofuna þar sem við Fanný vorum ekki lengi. Sem betur fer var Sverrir í vinnunni svo ég fékk að gista, ja hefði nú fengið að gista en þá bara í sófanum með flísteppi. :p Já svo náttúrulega gerðist ekki mikið á sunnudeginum. Honum var bara eitt í leti, nema fór í smá kringluferð með mömmu. :p Og svo er Þórsmerkur og Mannúðar og menningar námskeiðin að fara að byrja og því er mikil vinna framundan.
|