mánudagur, febrúar 14, 2005
Atferli
Það er svona þegar maður ferðast um í strætó, þá hugsar maður kannski of mikið! En ég fór aðeins að pæla í atferli strætómannsins í morgun. Þegar vagninn er fullur af fólki og þeir sem koma inn neyðast til þess að standa eða sitja hjá einhverjum ókunnugum þá fer ýmislegt í gang. Fólk sest ekki hjá hverjum sem er, leitar úti fólkið sem er ekki vondlykt af eða ekki of ljótt. Þeir sem geta ekki ákveðið sig standa. Svo fer að minnka í strætó og þeir sem hafa sest hjá einhverjum ókunnugum standa sumir hverjir upp og setjast annar staðar þar sem bekkurinn er laus. En afhverju gerir fólk þetta? Er þetta ekki svoldið dónalegt? Gerir fólk þetta því það vill ekki sitja við hliðina á ókunnugum? Er þetta hræðsla? En þeim sem finnst þetta dónalegt, afhverju? Þeim finnst kannski ekki fallegt að setjast við hliðina á einhverjum, því þar með er hann búinn að segja "hey I like you" en standa síðan upp því hann fattaði að það væri fýla af manneskjunni. Og þeir sem sitja sem fastast við hliðina á ókunnu manneskjunni og ákveða að standa ekki upp þó þau séu tvö ein í vagninum, hvernig ætli þeirri manneskju líði? Hugsar örugglega að hún hefði nú bara átt að setjast einhverstaðar annarstaðar.... jájá...
|