<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ölstofan 

Hitti stelpurnar á Ölstofunni yfir bjór í gær, nokkuð fínt bara. Leiðinlegt að Þóra fékk ekki að munda myndavélina, hún var vinsamlegast beðin um að taka ekki myndir. En við vorum rosalega duglegar að semja ljóð á mótmælendakort gegn virkjunum og langar mig að deila þeim með ykkur.

Fagur fugl í fjalllendi
deyr út af votlendi
hvað er að sjá, lendi?
Það myndar foklendi

Sjáið foss á fjöllum
hverfur bráðum öllum
fólk skiptist á köllum
á alþingis pöllum.

Fyrra ljóðið var samið á kort með mynd af heiðargæsinni. Seinna ljóðið var samið á kort með mynd af fossi.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?