sunnudagur, janúar 09, 2005
Vísur Vodka-Rósu
Að baki eru 3 góðir djamm dagar. Langt síðan ég hef djammað svona mikið... En þetta byrjaði allt saman rólega á góðu nótunum á Hverfisbarnum. Þar sátum ég og Þóra og biðum eftir að Unnur hætti að vinna. Þaðan fórum við svo að hitta Unni og Lilju á Næstabar þar sem kvöldið byrjaði fyrir alvöru þegar fyrsti bjórinn var keyptur. Smá saman fór elíta Þjóðleikhússins að streyma inn og endaði kvöldið að morgni föstudags þegar myndalegasti leikari þjóðarinnar bauð okkur góða nótt :) með stóru faðmi og kossi... :p Nú, eftir þynnkuborgara í hádeigismat hjá Lilju fór ég á skóla setningu en hann byrjar á morgun og ég hlakka ekkert smá til! :D Nú svo leið bara dagurinn og ég tók mig til í sumarbústaðarferð. Yfir helgina dvaldi ég svo í góðra vina hóp á Úlfljótsvatni með heiðan stjörnubjartan himin og norðurljós, fullt af snjó, skíta kulda, góðar veigar og volganpott. Helgin var hreinasta snill og ber ég merki þess þar sem ég er öll hrufluð á höndum og fótum, fékk frostbruna og næstum brákaði á mér ristina. Hef heldur aldrei áður verið með svona þurra fætur og hendur... "Góður gestur" leit við sem var nágranninn úr næsta bústað. Hann kom nú bara í einum tilgangi og það var að leifa okkur að hlusta á "Idol diskinn sinn"(eða svona diskur með típískum Idol lögum). En síðan komumst við að öðru þegar hann fór að spyrja hvort við áttum eitthvað meira en áfengi? Honum var rétt sígaretta og hann bara já maður lýst vel á, en þegar hann tekur smók þá bara oj, nei... eitthvað sterkara! Já svona var þetta og hann dó næstum í pottinum hjá okkur. En því var reddað og við sendum hann inn í sturtu og skyndilega var maðurinn farinn en skildi því miður eftir diskinn sinn.
Vona að fleiri hafi átt góða helgi, þakka lestninguna og lík þessu á kvæði sem bústaðarfólk er búið að vera með á heilanum síðan í gær!
Vodkinn minn og vodkinn þinn
ó þá góðu veigar
mitt er þitt og
þitt er mitt
þú veist hvað ég meina ;)
|
Vona að fleiri hafi átt góða helgi, þakka lestninguna og lík þessu á kvæði sem bústaðarfólk er búið að vera með á heilanum síðan í gær!
Vodkinn minn og vodkinn þinn
ó þá góðu veigar
mitt er þitt og
þitt er mitt
þú veist hvað ég meina ;)
mánudagur, janúar 03, 2005
Eitt í dag og annað á morgun!
Var að spá í að stofna félag fyrir fólk sem ákveður eitt í dag en svo annað á morgun! Þetta verður svona suport félag fyrir fólk sem er alltaf að skipta um skoðun. Mörgum finnst erfitt að vera alltaf á flegi ferð með skoðanir sínar og öðrum í kringum þá finnst það kannski vera heldur óþægilegt þegar einhver getur ekki ákveðið sig. Því er tilvalið á nýju ári að stofna nýtt félag sem styður við bakið á þessu fólki.
|