<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 01, 2005

Takk fyrir það gamala 

Kæru vinir! Takk fyrir árið sem er liðið þó það hafi nú verið heldur stutt...
Áramótin voru ágæt og í partýinu var planað að fara í smá jeppaferð... svo eftir 4 tíma svefn skelltum við okkur á Lingdalsheiðina ;p
Var að setja inn myndir frá gamlárskvöldinu og ferðinni! :)
Vona að allir hafi átt góð og skemmtileg áramót! :)

|

föstudagur, desember 31, 2004

Ó-TRÚ-LEGT! ÓTRÚLEGT!  

Trúi þið þessu? Síðasti dagur þessa árs er runninn upp! Það er eins gott að síðasta ár hafi farið vel því nú er ekki aftur snúið. Nema, gefa sjálfum sér/lofa góðu nýárs heiti. Og þar að leiðandi bæta upp tapaðan tíma á liðnu ári! Nú og svo má ekki gleyma áramótaskaupinu í kvöld en ég bíð spent eftir því, að vandan, og hlakka til hverskonar snilld grínistar þjóðarinnar hafa samið fyrir kvöldið! Okkur til ánægju og tala auka. Því næsta mánuðinn á eftir skaupinu verður aldrei leiðinlegt innan um fólk því það er alltaf hægt að bridd upp á áramótaskaupssamræðum. Eins og; ,,Hvernig fannst þér skaupið í ár?" ,,Finnst þér skaupið yfir höfuð sniðugt?" ,,Er skaupið nokkuð fyndið fyrr en nokkrum árum eftir að það er sýnt, svona þegar íslendingar eru loksins búnir að melta pólitíska ástandið." Og svo þegar líða tekur á mánuð um talsins um áramótaskaupið allt umtal orðið heldur þurrt þá er hægt að brydda upp á ,,Alveg ótrúlegt hversu mikið fólk getur talað um þetta skaup."
En kæru vinir! Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka það gamla! Með vonir um velfarnaðar á ármótunum...
Gangið hægt innum gleðinnar dyr.

|

fimmtudagur, desember 30, 2004

Kaldhæðni 

MÚ HA HA...
Fékk Visa reikninginn minn í dag, eins og svo margir aðrir. Og utan á umslaginu stendur ,,Gleðileg jól" (og seinna í dag sá ég auglýsingu frá vísa um ósk um gleðileg jól og farsælt ár). Jú jólin voru gleðileg þangað til #$%=)"=&)"= vísa reikningurinn kom! Og árið endar ekki farsællega, með skuldahalan á eftir sér svo maður geti átt "mannsæmandi" jól. Átt jólagjafir handa hinum og þessum. Uss, gleðileg jól!
og jóla andinn fauk út í veðrið, eða kannski drukknaði hann bara í öllum pappírnum sem fyldi vísa reikningnum.
Jóla hvað?

|

miðvikudagur, desember 29, 2004

Nýtt-Nýtt-Nýtt!!! #2 

jæja fl. nýtt... var að bæta við Lilju vinkonu sem er komin með nýtt blogg og Anna systir er farin að blogga. Svo núna þarf ættin ekkert að talast við nema í bloggi! :Gaman að þessu þrefaldatvöfaldavaffi.

|

þriðjudagur, desember 28, 2004

Nýtt-Nýtt-Nýtt!!! 

Jæja var að setja inn myndir síðan á annan í jólum. Skemmtið ykkur :D

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?