sunnudagur, desember 26, 2004
Jólin sem mandlan hvarf!
Jæja gott fólk, þá er annar dagur jóla senn á enda og ágætt að þessi tími matar og konfektsáts er að verða búin. Nei djók hvernig læt ég, það er til heill hellingur af afgöngum! Úff já... en það er allt í lagi því maturinn er svo góður. Nú í dag skellti ég mér í eitthvað annað en sparifötin, enda orðið heldur þreytandi að vera svona fín heila 2 daga í röð! En tilefnið var þess að ég fór í vinnuna, og þegar ég skellit mér í gallabuxurnar var ég allveg viss að ég hafði bætt á mig svo sem 2 kg. :( en ég vonandi náði því af mér í vinnunni við burð og boranir. :D Og ég lærði að gera við kló :D og er nokkuð stolt af sjálfri mér! En já jólin eru ekki búin... ó nei, slatti af dögum eftir og nóg að gera í letinni, það er að finna sér eitthvað allt annað að gera en að gera. ;) En jólin voru afskaplega skemmtileg. Gott að fá íslensk jól aftur. Að vanda var haldið í Grafarvogskirkju til þess að taka á móti jólunum, þar var margt manna og sat fræga fólkið í kirkjunni fremst. Svona til skíringar þá var það Egill Ólafsson sem sá um söng á Ó helga nótt og Árni Vigfússon og Marikó en Árni er sonur prestsins. Svo var margt annað og gott fólk þarna eins og ég og fjölskylda mín og svo glitti aðeins í Pálma eitthvað leikara... og það er nú svona það helsta sem ég man eftir úr þessari messu. Því prédikunin er alltaf jafn leiðinleg og ekki bætti úr skák að presturinn var með hálsbólgu og lasinn :( greyið! Svo var nú bara haldið heim á leið þegar búið var að innbyrgða jólin og gæddum við okkur á hamborgarahrygg (sem útlistist á ensku sem hamburgerridge) Möndluleikurinn átti sér svo stað í ísnum sem var eftirmaturinn. Mikil spennaríkti að vanda en var allveg sérlega mikil í ár þar sem enginn vildi kannast við að vera með möndluna. Ísinn var kláraður og hver og einn þurfti að skafa sinn disk og ísbakkinn líka. Farið var inn í eldhús og leitað en ekkert fannst og enginn kannaðist við að hafa fengið hana. Allir voru nú samt sammála um að ég hefði fengið hana og væri nú að stríða þeim rækilega. En svo var ekki. Mandlan var bara horfin! Og aumingjans möndlugjöfin var á borðinu. Svo við drifum til ókristilegs ráðs, tókum upp spilastokkinn sem ég fékk í indjána spilavíti í Seattle og dregið. Sá sem fékk hæðsta spilið átti svo möndlugjöfina, og það var ég:D Svo leið og gjafir opnaðar og skoðaðar, kaffi og spjall. Jóladagurinn fór svo í meira át, fjölskyldustund og gleði! :D
Já svon´ eru jólin...
|
Já svon´ eru jólin...
miðvikudagur, desember 22, 2004
Jól - Jól - Jól
Já kæra fólk þá er loksins komið að þessu. Skötufýlan mun fylla vitsmuni okkar annað kvöld og þyrstir aðdáendur hennar eiga eftir að hella sér í át á þessum fisk. Svo tekur gamanið við þegar "allir" landsmenn safnast saman í síðast sinni til þess að finna fyrir jólaþreynslaösfílingnum á Laugarverginum, eða kannski er bara ástæðan sú að losna úr skötufýlunni? Hver veit... En mín ástæða verður sú að kaupa síðustu jólagjöfina og sjá og hitta fólk. :) Nú svo rennur aðfangadagurinn mikli upp, vonandi hægt og rólega. Sofið út og horft á sjónvarpið þangað til mamma kallar og biður um hjálp, farið svo í bað og klætt sig upp fyrir kirkjuna svo maður verði hreyn og fín og sómasamlega til fara í augum annara þegar guð sveipar um mann jólunum að messu lokinni. Og það sem eftir lifir jóla er matur, nammi og konfekt, pakkar og ættingjar... :D ekkert annað en stuð og hamingja!
Og nú bara verð ég að koma með veðurhorfurnæstudaga:
Í dag: Norðvestan átt 5-10m/s -2°C/-6°C
Á morgun: sama... -6°C/-10°C og snjókoma
Ekki á morgun heldur hinn: sama... -4°C/-10°C snjókoma
Ekki á morgun ekki hinn heldur hinn: engin snjókoma, sama áttin og frost... :)
...bara smá deilingar...
Og já svo eru prófin búin loksins! segja allir! Til hamingju þeir sem voru að klára í gær, vonandi duttu þið rækilega í það! ;) Nú ég fékk einkunirnar mínar og stóð mig bara príðs vel, mjög sátt... :) fyrir utna eina einkunn sem er misskilningur og vonast ég til þess að hún lagist því þá hækkar meðaltalið mitt um miklu meira... :)
En segi þetta gott í bili!
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Með þökk fyrir allt gamalt og gott! :D súrt og sætt... farið og ófarið...
Jóla knús,
M
|
Og nú bara verð ég að koma með veðurhorfurnæstudaga:
Í dag: Norðvestan átt 5-10m/s -2°C/-6°C
Á morgun: sama... -6°C/-10°C og snjókoma
Ekki á morgun heldur hinn: sama... -4°C/-10°C snjókoma
Ekki á morgun ekki hinn heldur hinn: engin snjókoma, sama áttin og frost... :)
...bara smá deilingar...
Og já svo eru prófin búin loksins! segja allir! Til hamingju þeir sem voru að klára í gær, vonandi duttu þið rækilega í það! ;) Nú ég fékk einkunirnar mínar og stóð mig bara príðs vel, mjög sátt... :) fyrir utna eina einkunn sem er misskilningur og vonast ég til þess að hún lagist því þá hækkar meðaltalið mitt um miklu meira... :)
En segi þetta gott í bili!
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Með þökk fyrir allt gamalt og gott! :D súrt og sætt... farið og ófarið...
Jóla knús,
M